Spurði fórnarlömb út í trú þeirra Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2015 08:15 Hundruð komu saman við minningarathöfn. Vísir/AFP Vitni segja að Chris Harper Mercer, sem myrti níu manns í Umpqua háskólanum í Roseburg í Oregon í Bandaríkjunum í gær hafi spurt fórnarlömb sín út í trú þeirra. Faðir manns sem særðist í árásinni segir að Mercer hafi leitast eftir því að myrða kristið fólk. Hann var felldur af lögreglu á skólalóðinni en sjö særðust í árásinni. Samkvæmt CNN sagðist hann hafa ætlað sér að gera þetta um árabil. Það sagði hann við kennara í skólanum áður en hann skaut hann til bana. Mercer var með nokkrar byssur með sér, mikið af skotfærum og hann var einnig í skotheldu vesti. Lögregluþjónar fundu þrjár skammbyssur og einn riffil á vettvangi. Chris Harper Mercer bjó með móður sinni í íbúð nærri háskólanum. Hann er sagður hafa fæðst í Englandi en flutt mjög ungur til Bandaríkjanna. Faðir hans ræddi við fjölmiðla í nótt og sagðist vera brugðið eins og öllum öðrum. Ian Mercer sagði að hann og fjölskylda hans hefðu verið í samskiptum við lögreglu, en bað fjölmiðla um að veita fjölskyldunni næði. Chris Harper Mercer. Blaðamenn Guardian hafa varið nóttinni í að rekja stafræn spor Mercer og fundu þeir heimasvæði hans á torrent síðu. Þar er hægt að sjá að Mercer skrifaði bloggfærslur um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum og eina færslu þar sem hann sagði „hinn efnislega heim vera lygi“. Þar kvartaði hann yfir því að fólk hefði áhyggjur af því að eiga nýjustu hlutina og að fólk væri tilbúið að standa klukkutímum saman í röð, fyrir nýjasta iPhone snjallsímann. Hann skrifaði að hann hefði komist að sannleikanum um að efnislegur heimur færði einungis þjáningar og falskan sannleika. Ein færslan sem skrifuð er í lok ágúst er um Vester Flanagan, sem skaut tvo til bana í beinni útsendingu í Bandaríkjunum. Um hann segir Mercer að hver sem þekkti Flangan, hefði átt að sjá árásina fyrir. Hann hafi verið einn í heiminum og það eina sem hann gæti gert væri að brjóta gegn samfélaginu sem hefði yfirgefið hann. „Ég hef þó tekið eftir því að fjöldi fólks, eins og hann, er einmana og óþekkt, en þegar það úthella blóði, þekkir heimurinn það. Maður sem enginn þekkti er nú þekktur af öllum. Andlit hans er á hverjum skjá og nafn hans á vörum allra og á einungis einum degi. Svo virðist sem að því fleiri sem þú drepir, því þekktari verður þú.“ Að því loknu hvatti Mercer fólk til að horfa á myndbandið sem Flanagan tók af árásinni. Þá deildi Mercer fjölmörgum heimildarmyndum sem fjalla um ýmsar samsæriskenningar og skotárásir. Fyrir einungis þremur dögum, deildi hann heimildarmynd BBC um skotárásina í Sandy Hook. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur nú í enn eitt skiptið kallað eftir hertri vopnalöggjöf í landinu. Hann sagði þessar yfirlýsingar sínar vera orðnar að venju og að íbúar Bandaríkjanna væru orðnir dofnir fyrir skotárásum sem þessari. Íbúar Roseburg eru slegnir eftir atburðina og komu saman í hundraðatali fyrir minningarathöfn í bænum nú í morgun, að íslenskum tíma. Lögreglan segist ekki vita um tilefni árásarinnar enn. Fógetinn John Hanlin sagðist ekki ætla að nefna nafn árásarmannsins, þar sem hann vilji ekki veita honum þá viðurkenningu sem hann sóttist eftir með því að myrða níu manns. Hanlin hefur þó áður komist í fjölmiðla, eftir að hann sendi Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, bréf árið 2013. Þá var nýyfirstaðin skotárás í barnaskóla í Newtown í Connecticut. Í bréfinu lýsti Hanlin því yfir að hann og fulltrúar hans myndu aldrei fylgja eftir hertri vopnalöggjöf, sem þá var til umræðu. Hann sagði það brjóta gegn stjórnarskrárbundnum rétti fólks. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Vitni segja að Chris Harper Mercer, sem myrti níu manns í Umpqua háskólanum í Roseburg í Oregon í Bandaríkjunum í gær hafi spurt fórnarlömb sín út í trú þeirra. Faðir manns sem særðist í árásinni segir að Mercer hafi leitast eftir því að myrða kristið fólk. Hann var felldur af lögreglu á skólalóðinni en sjö særðust í árásinni. Samkvæmt CNN sagðist hann hafa ætlað sér að gera þetta um árabil. Það sagði hann við kennara í skólanum áður en hann skaut hann til bana. Mercer var með nokkrar byssur með sér, mikið af skotfærum og hann var einnig í skotheldu vesti. Lögregluþjónar fundu þrjár skammbyssur og einn riffil á vettvangi. Chris Harper Mercer bjó með móður sinni í íbúð nærri háskólanum. Hann er sagður hafa fæðst í Englandi en flutt mjög ungur til Bandaríkjanna. Faðir hans ræddi við fjölmiðla í nótt og sagðist vera brugðið eins og öllum öðrum. Ian Mercer sagði að hann og fjölskylda hans hefðu verið í samskiptum við lögreglu, en bað fjölmiðla um að veita fjölskyldunni næði. Chris Harper Mercer. Blaðamenn Guardian hafa varið nóttinni í að rekja stafræn spor Mercer og fundu þeir heimasvæði hans á torrent síðu. Þar er hægt að sjá að Mercer skrifaði bloggfærslur um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum og eina færslu þar sem hann sagði „hinn efnislega heim vera lygi“. Þar kvartaði hann yfir því að fólk hefði áhyggjur af því að eiga nýjustu hlutina og að fólk væri tilbúið að standa klukkutímum saman í röð, fyrir nýjasta iPhone snjallsímann. Hann skrifaði að hann hefði komist að sannleikanum um að efnislegur heimur færði einungis þjáningar og falskan sannleika. Ein færslan sem skrifuð er í lok ágúst er um Vester Flanagan, sem skaut tvo til bana í beinni útsendingu í Bandaríkjunum. Um hann segir Mercer að hver sem þekkti Flangan, hefði átt að sjá árásina fyrir. Hann hafi verið einn í heiminum og það eina sem hann gæti gert væri að brjóta gegn samfélaginu sem hefði yfirgefið hann. „Ég hef þó tekið eftir því að fjöldi fólks, eins og hann, er einmana og óþekkt, en þegar það úthella blóði, þekkir heimurinn það. Maður sem enginn þekkti er nú þekktur af öllum. Andlit hans er á hverjum skjá og nafn hans á vörum allra og á einungis einum degi. Svo virðist sem að því fleiri sem þú drepir, því þekktari verður þú.“ Að því loknu hvatti Mercer fólk til að horfa á myndbandið sem Flanagan tók af árásinni. Þá deildi Mercer fjölmörgum heimildarmyndum sem fjalla um ýmsar samsæriskenningar og skotárásir. Fyrir einungis þremur dögum, deildi hann heimildarmynd BBC um skotárásina í Sandy Hook. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur nú í enn eitt skiptið kallað eftir hertri vopnalöggjöf í landinu. Hann sagði þessar yfirlýsingar sínar vera orðnar að venju og að íbúar Bandaríkjanna væru orðnir dofnir fyrir skotárásum sem þessari. Íbúar Roseburg eru slegnir eftir atburðina og komu saman í hundraðatali fyrir minningarathöfn í bænum nú í morgun, að íslenskum tíma. Lögreglan segist ekki vita um tilefni árásarinnar enn. Fógetinn John Hanlin sagðist ekki ætla að nefna nafn árásarmannsins, þar sem hann vilji ekki veita honum þá viðurkenningu sem hann sóttist eftir með því að myrða níu manns. Hanlin hefur þó áður komist í fjölmiðla, eftir að hann sendi Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, bréf árið 2013. Þá var nýyfirstaðin skotárás í barnaskóla í Newtown í Connecticut. Í bréfinu lýsti Hanlin því yfir að hann og fulltrúar hans myndu aldrei fylgja eftir hertri vopnalöggjöf, sem þá var til umræðu. Hann sagði það brjóta gegn stjórnarskrárbundnum rétti fólks.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57 Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Níu látnir í skotárás í bandarískum háskóla Ekki liggur fyrir hvað byssumanninum gekk til en samskipti hans á samfélagsmiðlum eru til rannsóknar. 2. október 2015 06:57
Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30