Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2015 15:05 vísir/stefán Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz Air frá Gdansk til Keflavíkur í vikunni. Slegið hafði í brýnu milli tveggja karlmanna, sem gerðu sig líklega til að slá flugþjón, sem reyndi að róa þá. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til en þegar lögreglumenn mættu á staðinn var komin á ró í vélinni, en þeim tjáð að tveir úr tíu manna hópi farþega hefðu drukkið eigið áfengi, þrátt fyrir tilmæli um að gera það ekki og látið ófriðlega. Annar þeirra hefði verið mjög árásargjarn og búið sig undir að slá flugþjón sem gekk á milli tvímenninganna umræddu til að skakka leikinn. Voru þeir eftir það skildir að og færðir í önnur sæti í vélinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að annar mannanna, sem hafi verið sjáanlega undir miklum áhrifum áfengis, hafi verið verulega ósáttur við afskipti lögreglu og sýnt af sér ógnandi tilburði og leiðindi. Var honum því fylgt í gegnum flugstöðina og komið í hendur aðila, sem mættur var til að sækja hópinn, sem hverfur til starfa hér á landi.Flugköttur slapp úr búri Þá barst lögreglunni tilkynning frá öryggisgæslunni á Keflavíkurflugvelli um að köttur hefði sloppið úr búri við flugvél Icelandair á vellinum. Ekki varð úr frekari ferðalögum kisa á eigin vegum, því þegar lögreglumaður mætti á staðinn höfðu starfsmenn hlaðdeildar flugfélagsins haft snarar hendur og gómað hann. Kötturinn var því kominn aftur í búrið sem starfsmennirnir lokuðu vel og vandlega, svo hann endurtæki ekki leikinn. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz Air frá Gdansk til Keflavíkur í vikunni. Slegið hafði í brýnu milli tveggja karlmanna, sem gerðu sig líklega til að slá flugþjón, sem reyndi að róa þá. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til en þegar lögreglumenn mættu á staðinn var komin á ró í vélinni, en þeim tjáð að tveir úr tíu manna hópi farþega hefðu drukkið eigið áfengi, þrátt fyrir tilmæli um að gera það ekki og látið ófriðlega. Annar þeirra hefði verið mjög árásargjarn og búið sig undir að slá flugþjón sem gekk á milli tvímenninganna umræddu til að skakka leikinn. Voru þeir eftir það skildir að og færðir í önnur sæti í vélinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að annar mannanna, sem hafi verið sjáanlega undir miklum áhrifum áfengis, hafi verið verulega ósáttur við afskipti lögreglu og sýnt af sér ógnandi tilburði og leiðindi. Var honum því fylgt í gegnum flugstöðina og komið í hendur aðila, sem mættur var til að sækja hópinn, sem hverfur til starfa hér á landi.Flugköttur slapp úr búri Þá barst lögreglunni tilkynning frá öryggisgæslunni á Keflavíkurflugvelli um að köttur hefði sloppið úr búri við flugvél Icelandair á vellinum. Ekki varð úr frekari ferðalögum kisa á eigin vegum, því þegar lögreglumaður mætti á staðinn höfðu starfsmenn hlaðdeildar flugfélagsins haft snarar hendur og gómað hann. Kötturinn var því kominn aftur í búrið sem starfsmennirnir lokuðu vel og vandlega, svo hann endurtæki ekki leikinn.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira