Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2015 15:05 vísir/stefán Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz Air frá Gdansk til Keflavíkur í vikunni. Slegið hafði í brýnu milli tveggja karlmanna, sem gerðu sig líklega til að slá flugþjón, sem reyndi að róa þá. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til en þegar lögreglumenn mættu á staðinn var komin á ró í vélinni, en þeim tjáð að tveir úr tíu manna hópi farþega hefðu drukkið eigið áfengi, þrátt fyrir tilmæli um að gera það ekki og látið ófriðlega. Annar þeirra hefði verið mjög árásargjarn og búið sig undir að slá flugþjón sem gekk á milli tvímenninganna umræddu til að skakka leikinn. Voru þeir eftir það skildir að og færðir í önnur sæti í vélinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að annar mannanna, sem hafi verið sjáanlega undir miklum áhrifum áfengis, hafi verið verulega ósáttur við afskipti lögreglu og sýnt af sér ógnandi tilburði og leiðindi. Var honum því fylgt í gegnum flugstöðina og komið í hendur aðila, sem mættur var til að sækja hópinn, sem hverfur til starfa hér á landi.Flugköttur slapp úr búri Þá barst lögreglunni tilkynning frá öryggisgæslunni á Keflavíkurflugvelli um að köttur hefði sloppið úr búri við flugvél Icelandair á vellinum. Ekki varð úr frekari ferðalögum kisa á eigin vegum, því þegar lögreglumaður mætti á staðinn höfðu starfsmenn hlaðdeildar flugfélagsins haft snarar hendur og gómað hann. Kötturinn var því kominn aftur í búrið sem starfsmennirnir lokuðu vel og vandlega, svo hann endurtæki ekki leikinn. Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz Air frá Gdansk til Keflavíkur í vikunni. Slegið hafði í brýnu milli tveggja karlmanna, sem gerðu sig líklega til að slá flugþjón, sem reyndi að róa þá. Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til en þegar lögreglumenn mættu á staðinn var komin á ró í vélinni, en þeim tjáð að tveir úr tíu manna hópi farþega hefðu drukkið eigið áfengi, þrátt fyrir tilmæli um að gera það ekki og látið ófriðlega. Annar þeirra hefði verið mjög árásargjarn og búið sig undir að slá flugþjón sem gekk á milli tvímenninganna umræddu til að skakka leikinn. Voru þeir eftir það skildir að og færðir í önnur sæti í vélinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að annar mannanna, sem hafi verið sjáanlega undir miklum áhrifum áfengis, hafi verið verulega ósáttur við afskipti lögreglu og sýnt af sér ógnandi tilburði og leiðindi. Var honum því fylgt í gegnum flugstöðina og komið í hendur aðila, sem mættur var til að sækja hópinn, sem hverfur til starfa hér á landi.Flugköttur slapp úr búri Þá barst lögreglunni tilkynning frá öryggisgæslunni á Keflavíkurflugvelli um að köttur hefði sloppið úr búri við flugvél Icelandair á vellinum. Ekki varð úr frekari ferðalögum kisa á eigin vegum, því þegar lögreglumaður mætti á staðinn höfðu starfsmenn hlaðdeildar flugfélagsins haft snarar hendur og gómað hann. Kötturinn var því kominn aftur í búrið sem starfsmennirnir lokuðu vel og vandlega, svo hann endurtæki ekki leikinn.
Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira