Lars: Megum ekki slaka á Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2015 16:30 Lars leggur áherslu á að íslenska liðið haldi einbeitingu í næstu leikjum. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir mikilvægt að íslenska liðið einbeiti sér að leikjunum tveimur gegn Lettlandi og Tyrklandi, frekar en að horfa strax til lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. „Það er mikilvægt að leikmenn haldi einbeitingu. Það væri auðvelt fyrir alla sem að liðinu koma að slaka á nú þegar EM-sætið er í höfn, en við verðum að passa að það gerist ekki,“ sagði Lars í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettland og Tyrkland var tilkynntur. „Ég held að leikmennirnir fari ekki fram úr sér. Þeir þurfa að vera einbeittir og gefa allt sem þeir eiga í leikina.“Erfiðir leikir framundan Ísland mætti Tyrklandi og Lettlandi í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og vann þá báða 3-0. Lars býst við erfiðari leikjum núna. „Það tók tíma að brjóta Lettana á bak aftur síðast, við skoruðum ekki fyrr en eftir rúman klukkutíma. Ef þú horfir á úrslitin hjá þeim, þá hafa þeir verið inni í öllum leikjum, fyrir utan einn (6-0 fyrir Hollandi), og gert mótherjunum erfitt fyrir. Þetta verður erfiður leikur líkt og gegn Tyrklandi,“ sagði Lars. „Tyrkir eru með gott lið en það vantaði eitthvað hjá þeim í fyrri leiknum. Þeir eru með mjög góða leikmenn svo þetta verður strembinn leikur, sérstaklega vegna þess mikla stuðnings sem þeir fá á heimavelli. „Þetta verður góð prófraun fyrir okkar lið,“ bætti Lars við en leikurinn gegn Tyrkjum fer fram í borginni Konya, á heimavelli úrvalsdeildarliðsins Konyaspor. Tyrkir hafa spilað tvo leiki í undankeppninni á þessum velli; gerðu 1-1 jafntefli við Letta í öðrum leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur á Hollandi í hinum.Ekki miklar breytingar Lars á ekki von á því að nýta leikina tvo sem framundan eru til að prófa nýja hluti. „Við verðum ekki með neina tilraunastarfsemi. Við gerum hugsanlega einhverjar leikmannabreytingar en höfum ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Ef það verða breytingar verða þær ekki margar,“ sagði Lars sem er ánægður með ástandið á landsliðsmönnunum. „Staðan er fín. Það eru að vísu ekki allir fastamenn hjá sínum félagsliðum en á heildina litið eru flestir að spila.“ Lars og Heimir Hallgrímsson gerðu aðeins eina breytingu á hópnum frá leikjunum gegn Hollandi og Kasakstan í síðasta mánuði. Rúnar Már Sigurjónsson dettur út og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Rosenborg, kemur inn í hans stað. „Hólmar hefur verið að banka á dyrnar að undanförnu,“ sagði Lars en Hólmar á tvo landsleiki að baki. „Hann hefur spilað mjög vel með Rosenborg, bæði í Noregi og í Evrópudeildinni. Hann á skilið að vera valinn og mun öðlast mikilvæga reynslu og gæti reynst okkur vel í framtíðinni,“ sagði Lars að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45 Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25 Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03 Miðasala á EM hefst 17. desember Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta byrjað að kaupa miða á leiki liðsins á EM í Frakklandi 17. desember næstkomandi. 2. október 2015 15:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir mikilvægt að íslenska liðið einbeiti sér að leikjunum tveimur gegn Lettlandi og Tyrklandi, frekar en að horfa strax til lokakeppni EM í Frakklandi næsta sumar. „Það er mikilvægt að leikmenn haldi einbeitingu. Það væri auðvelt fyrir alla sem að liðinu koma að slaka á nú þegar EM-sætið er í höfn, en við verðum að passa að það gerist ekki,“ sagði Lars í samtali við Vísi eftir blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem landsliðshópurinn fyrir leikina gegn Lettland og Tyrkland var tilkynntur. „Ég held að leikmennirnir fari ekki fram úr sér. Þeir þurfa að vera einbeittir og gefa allt sem þeir eiga í leikina.“Erfiðir leikir framundan Ísland mætti Tyrklandi og Lettlandi í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og vann þá báða 3-0. Lars býst við erfiðari leikjum núna. „Það tók tíma að brjóta Lettana á bak aftur síðast, við skoruðum ekki fyrr en eftir rúman klukkutíma. Ef þú horfir á úrslitin hjá þeim, þá hafa þeir verið inni í öllum leikjum, fyrir utan einn (6-0 fyrir Hollandi), og gert mótherjunum erfitt fyrir. Þetta verður erfiður leikur líkt og gegn Tyrklandi,“ sagði Lars. „Tyrkir eru með gott lið en það vantaði eitthvað hjá þeim í fyrri leiknum. Þeir eru með mjög góða leikmenn svo þetta verður strembinn leikur, sérstaklega vegna þess mikla stuðnings sem þeir fá á heimavelli. „Þetta verður góð prófraun fyrir okkar lið,“ bætti Lars við en leikurinn gegn Tyrkjum fer fram í borginni Konya, á heimavelli úrvalsdeildarliðsins Konyaspor. Tyrkir hafa spilað tvo leiki í undankeppninni á þessum velli; gerðu 1-1 jafntefli við Letta í öðrum leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur á Hollandi í hinum.Ekki miklar breytingar Lars á ekki von á því að nýta leikina tvo sem framundan eru til að prófa nýja hluti. „Við verðum ekki með neina tilraunastarfsemi. Við gerum hugsanlega einhverjar leikmannabreytingar en höfum ekki ákveðið neitt í þeim efnum. Ef það verða breytingar verða þær ekki margar,“ sagði Lars sem er ánægður með ástandið á landsliðsmönnunum. „Staðan er fín. Það eru að vísu ekki allir fastamenn hjá sínum félagsliðum en á heildina litið eru flestir að spila.“ Lars og Heimir Hallgrímsson gerðu aðeins eina breytingu á hópnum frá leikjunum gegn Hollandi og Kasakstan í síðasta mánuði. Rúnar Már Sigurjónsson dettur út og Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Rosenborg, kemur inn í hans stað. „Hólmar hefur verið að banka á dyrnar að undanförnu,“ sagði Lars en Hólmar á tvo landsleiki að baki. „Hann hefur spilað mjög vel með Rosenborg, bæði í Noregi og í Evrópudeildinni. Hann á skilið að vera valinn og mun öðlast mikilvæga reynslu og gæti reynst okkur vel í framtíðinni,“ sagði Lars að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45 Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25 Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03 Miðasala á EM hefst 17. desember Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta byrjað að kaupa miða á leiki liðsins á EM í Frakklandi 17. desember næstkomandi. 2. október 2015 15:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Hólmar Örn inn í landsliðshópinn fyrir Rúnar Má Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Tyrklandi í tveimur síðustu leikjunum í A-riðli undankeppni EM 2016. 2. október 2015 13:45
Stefnt að 7-8 vináttulandsleikjum fyrir EM Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson vonast til að fá 7-8 vináttulandsleiki fram að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 14:25
Ísland gæti komist upp í 3. styrkleikaflokk Líklegast þykir að Ísland verði í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM 2016 í Frakklandi. 2. október 2015 15:03
Miðasala á EM hefst 17. desember Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta byrjað að kaupa miða á leiki liðsins á EM í Frakklandi 17. desember næstkomandi. 2. október 2015 15:45