Hvetur sádiarabísk stjórnvöld til að endurskoða refsingu al-Nim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2015 16:17 Gunnar Bragi Sveinsson vísir/ap Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni kom hann víða við og ræddi meðal annars mannréttindi, jafnrétti kynjanna og hlýnun jarðar. Meðal annars skoraði hann á stjórnvöld í Sádi-Arabíu að milda dóm yfir hinum tvítuga Ali Mohammed al-Nim en hann var handtekinn árið 2012 eftir að hafa mótmælt stjórnvöldum í landinu. Hann hefur verið dæmdur til dauða en aftakan mun að óbreyttu fara fram með afhöfðun og krossfestingu. Skoraði hann á Sádí-Arbíu. „Hvert sem litið er blasa við okkur áhrif hlýnandi loftlags jarðar,“ sagði Gunnar Bragi. Hlýnun jarðar þýddi að jöklar í norðri væru að bráðna og af því leiddi að yfirborð sjávar í suðri væri að hækka. Enn væri tími til að bæta úr en ráðherran telur að COP21 ráðstefnan í París gæti verið síðasti sénsinn. „Ísland hefur skuldbundið sig, ásamt öðrum Evrópuþjóðum, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.“Kynjahallann verði að jafna Síðar í ræðu sinni vék ráðherrann máli sínu að málefnum flóttamanna. Vandinn hefði verið til staðar áður en átökin í Sýrlandi brutust út en nú væri hann verri en nokkru sinni fyrr. Benti hann á að 19. öld hefði um fimmtungur Íslendinga flúið land vegna fátæktar og erfiðra veðuraðstæðna og siglt vestur um haf til Norður-Ameríku. „Við höfum öll séð tölurnar. Aðeins á þessu ári hefur hálf milljón manna flúið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og milljónir hafa flúið til nágrannalandanna. Ég vil minnast á nágrannalönd Sýrlands sem hafa skilyrðislaust veitt stærstum hluta flóttafólks skjól,“ sagði Gunnar Bragi. Hann kvatti Sameinuðu þjóðirnar til að sameinast til að leysa þetta vandamál. Í niðurlagi ræðu sinnar vék Gunnar Bragi máli sínu að kynjahalla innan Sameinuðu Þjóðanna. Frá upphafi hafa átta aðilar, allt karlmenn, gengt stöðu aðalritara SÞ og telur Gunnar Bragi að nú sé tími til kominn til að kona taki við þegar Ban-Ki Moon hættir. Einnig væri kominn tími á að kona gengdi starfi forseta allsherjarþingsins. „Kynjahallinn í hæstu stöðum verður að vera jafnaður út til að tryggja áreiðanleika Sameinuðu þjóðanna,“ sagði ráðherrann. Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í dag. Í ræðu sinni kom hann víða við og ræddi meðal annars mannréttindi, jafnrétti kynjanna og hlýnun jarðar. Meðal annars skoraði hann á stjórnvöld í Sádi-Arabíu að milda dóm yfir hinum tvítuga Ali Mohammed al-Nim en hann var handtekinn árið 2012 eftir að hafa mótmælt stjórnvöldum í landinu. Hann hefur verið dæmdur til dauða en aftakan mun að óbreyttu fara fram með afhöfðun og krossfestingu. Skoraði hann á Sádí-Arbíu. „Hvert sem litið er blasa við okkur áhrif hlýnandi loftlags jarðar,“ sagði Gunnar Bragi. Hlýnun jarðar þýddi að jöklar í norðri væru að bráðna og af því leiddi að yfirborð sjávar í suðri væri að hækka. Enn væri tími til að bæta úr en ráðherran telur að COP21 ráðstefnan í París gæti verið síðasti sénsinn. „Ísland hefur skuldbundið sig, ásamt öðrum Evrópuþjóðum, til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.“Kynjahallann verði að jafna Síðar í ræðu sinni vék ráðherrann máli sínu að málefnum flóttamanna. Vandinn hefði verið til staðar áður en átökin í Sýrlandi brutust út en nú væri hann verri en nokkru sinni fyrr. Benti hann á að 19. öld hefði um fimmtungur Íslendinga flúið land vegna fátæktar og erfiðra veðuraðstæðna og siglt vestur um haf til Norður-Ameríku. „Við höfum öll séð tölurnar. Aðeins á þessu ári hefur hálf milljón manna flúið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu og milljónir hafa flúið til nágrannalandanna. Ég vil minnast á nágrannalönd Sýrlands sem hafa skilyrðislaust veitt stærstum hluta flóttafólks skjól,“ sagði Gunnar Bragi. Hann kvatti Sameinuðu þjóðirnar til að sameinast til að leysa þetta vandamál. Í niðurlagi ræðu sinnar vék Gunnar Bragi máli sínu að kynjahalla innan Sameinuðu Þjóðanna. Frá upphafi hafa átta aðilar, allt karlmenn, gengt stöðu aðalritara SÞ og telur Gunnar Bragi að nú sé tími til kominn til að kona taki við þegar Ban-Ki Moon hættir. Einnig væri kominn tími á að kona gengdi starfi forseta allsherjarþingsins. „Kynjahallinn í hæstu stöðum verður að vera jafnaður út til að tryggja áreiðanleika Sameinuðu þjóðanna,“ sagði ráðherrann.
Alþingi Loftslagsmál Tengdar fréttir Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22 Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15 Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. 27. september 2015 13:22
Markmið að draga úr kolefnislosun um 40 prósent á næstu 30 árum Svandís Svavarsdóttir telur hugmyndir Sigmundar Davíðs um minnkun gróðurhúsalofttegunda ganga of skammt. 27. september 2015 20:15
Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Forsætisráðherra ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem jafnréttismál voru efst á baugi. 27. september 2015 20:06
Sigmundur Davíð fangaði augnablikið er fáni Palestínu var dreginn að húni Það var söguleg stund er fáni Palestínu blakti í fyrsta sinn við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í dag. 30. september 2015 21:38