Samtökin ´78 skora á innanríkisráðherra að beita sér í máli Martin Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. október 2015 16:40 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Andri Marinó Samtökin ´78 harma niðurstöðu Hæstaréttar í máli samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu en dómur féll í máli hans þann fyrsta þessa mánaðar þar sem því er neitað að taka eigi umsókn hans um hæli til meðferðar. Samtökin sendu frá sér ályktun í dag þar sem niðurstöðunni er mótmælt harðlega. Auður Magndís Auðardóttir segir í samtali við Vísi niðurstöðuna sérstaklega skjóta skökku við þar sem innanríkisráðherra hefur sagt það ótækt að senda fólk til Ítalíu. Á Alþingi 17. september síðastliðinn sagði Ólöf Nordal orðrétt: „Grikkland er ekki talið öruggt land. Það á einnig við um Ítalíu og Ungverjaland, þau eru til viðbótar ekki talin örugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað." Maðurinn sem um ræðir heitir Martin Omulu og hefur hann dvalið hér á landi í þrjú ár og þrjá mánuði. „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ sagði í samtali við Fréttablaðið. Niðurstaða dómsins merkir að manninum veðrur vísað úr landi og hann sendur aftur til Ítalíu. „Í dómsorði segir að áfrýjaður dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. febrúar sl. skuli standa óraskaður, sem þýðir að maðurinn verði sendur aftur til Ítalíu, þaðan sem hann kom til Íslands. Samtökin ´78 harma þessa niðurstöðu íslensks réttarkerfis sem felur í sér að Íslendingar gætu borið ábyrgð á því að maðurinn verði að lokum sendur aftur til Nígeríu, þar sem löng fangelsisvist og jafnvel dauðarefsing liggur við samkynhneigð. Hinsegin fólk sætir að auki ýmiskonar ofsóknum í landinu, líkt og maðurinn sjálfur hefur upplifað.“ Samtökin ´78 skora því á innanríkisráðherra að „standa við fyrri orð og beita sér fyrir því að viðkomandi hælisleitandi verði ekki sendur aftur til Ítalíu, frekar en aðrir.“ Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Samtökin ´78 harma niðurstöðu Hæstaréttar í máli samkynhneigðs hælisleitanda frá Nígeríu en dómur féll í máli hans þann fyrsta þessa mánaðar þar sem því er neitað að taka eigi umsókn hans um hæli til meðferðar. Samtökin sendu frá sér ályktun í dag þar sem niðurstöðunni er mótmælt harðlega. Auður Magndís Auðardóttir segir í samtali við Vísi niðurstöðuna sérstaklega skjóta skökku við þar sem innanríkisráðherra hefur sagt það ótækt að senda fólk til Ítalíu. Á Alþingi 17. september síðastliðinn sagði Ólöf Nordal orðrétt: „Grikkland er ekki talið öruggt land. Það á einnig við um Ítalíu og Ungverjaland, þau eru til viðbótar ekki talin örugg lönd. Það er ekki óhætt að senda fólk til baka þangað." Maðurinn sem um ræðir heitir Martin Omulu og hefur hann dvalið hér á landi í þrjú ár og þrjá mánuði. „Depurð er ekki orð sem ég get notað til að lýsa því hvernig mér líður. Það er eins og lífið sé að fjara undan mér, ég er að missa það,“ sagði í samtali við Fréttablaðið. Niðurstaða dómsins merkir að manninum veðrur vísað úr landi og hann sendur aftur til Ítalíu. „Í dómsorði segir að áfrýjaður dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 3. febrúar sl. skuli standa óraskaður, sem þýðir að maðurinn verði sendur aftur til Ítalíu, þaðan sem hann kom til Íslands. Samtökin ´78 harma þessa niðurstöðu íslensks réttarkerfis sem felur í sér að Íslendingar gætu borið ábyrgð á því að maðurinn verði að lokum sendur aftur til Nígeríu, þar sem löng fangelsisvist og jafnvel dauðarefsing liggur við samkynhneigð. Hinsegin fólk sætir að auki ýmiskonar ofsóknum í landinu, líkt og maðurinn sjálfur hefur upplifað.“ Samtökin ´78 skora því á innanríkisráðherra að „standa við fyrri orð og beita sér fyrir því að viðkomandi hælisleitandi verði ekki sendur aftur til Ítalíu, frekar en aðrir.“
Hinsegin Tengdar fréttir Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00 Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hælisleitandi grét í Hæstarétti Martin Omolu hefur verið á flótta vegna samkynhneigðar sinnar í meira en áratug. Hæstiréttur vísaði máli hans frá á fimmtudag og vísar honum til Ítalíu. Þaðan óttast hann að verða sendur aftur til Nígeríu. 3. október 2015 07:00
Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana. 2. október 2015 19:05