Ásgerður: Sýndum það í kvöld að við erum með betra liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2015 22:15 Ásgerður í leiknum í kvöld. Vísir/Anton „Við erum ótrúlega svekktar með lokatölur leiksins, að mínu mati vorum við betri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að tapa 1-3 á heimavelli,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, svekkt eftir tap gegn Zvezda 2005 á heimavelli í kvöld. „Það er grátlegt fyrir jafn reynslumikið lið og við erum með að lenda aftur undir 2-0 á fyrsta korterinu og þetta á einfaldlega ekki að gerast.“ Ásgerður sagði að liðið hefði lagt upp með að stöðva José Nahi í kvöld sem skoraði fjögur mörk í leik liðanna í fyrra. „Við ætluðum að liggja aðeins aftar og minnka svæðið fyrir hana til að hlaupa í og mér fannst hún ekki gera neitt í dag. Það opnaði fyrir kantmennina þeirra en við eigum að ráða betur við þetta.“ Ásgerður var óánægð með spilamennsku liðsins í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta og mátti greinilega sjá stress hjá leikmönnum liðsins. „Það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við taugatrekking. Þetta er þriðja árið í röð sem við keppum í Evrópu og við erum með landsliðsmenn í okkar röðum þannig að við eigum að hrista þetta úr okkur strax.“ Ásgerður sagðist ekki vera búin að gefa upp von um að komast í 16-liða úrslitin. „Við sýndum það í dag að við erum með betra lið en þær og við getum alveg farið til Rússland og unnið þær þar. Við létum markmanninn þeirra líta vel út í dag en hún virðist ekki halda neinum boltum. Við þurfum að vera með meira sjálfstraust fyrir framan markið,“ sagði Ásgerður og bætti við: „Við erum ekki að fara út til þess að fara í skotgrafirnar og halda jafnteflinu. Við ætlum að vinna þennan leik og spila annan leik hér í nóvember.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
„Við erum ótrúlega svekktar með lokatölur leiksins, að mínu mati vorum við betri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að tapa 1-3 á heimavelli,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, svekkt eftir tap gegn Zvezda 2005 á heimavelli í kvöld. „Það er grátlegt fyrir jafn reynslumikið lið og við erum með að lenda aftur undir 2-0 á fyrsta korterinu og þetta á einfaldlega ekki að gerast.“ Ásgerður sagði að liðið hefði lagt upp með að stöðva José Nahi í kvöld sem skoraði fjögur mörk í leik liðanna í fyrra. „Við ætluðum að liggja aðeins aftar og minnka svæðið fyrir hana til að hlaupa í og mér fannst hún ekki gera neitt í dag. Það opnaði fyrir kantmennina þeirra en við eigum að ráða betur við þetta.“ Ásgerður var óánægð með spilamennsku liðsins í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta og mátti greinilega sjá stress hjá leikmönnum liðsins. „Það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við taugatrekking. Þetta er þriðja árið í röð sem við keppum í Evrópu og við erum með landsliðsmenn í okkar röðum þannig að við eigum að hrista þetta úr okkur strax.“ Ásgerður sagðist ekki vera búin að gefa upp von um að komast í 16-liða úrslitin. „Við sýndum það í dag að við erum með betra lið en þær og við getum alveg farið til Rússland og unnið þær þar. Við létum markmanninn þeirra líta vel út í dag en hún virðist ekki halda neinum boltum. Við þurfum að vera með meira sjálfstraust fyrir framan markið,“ sagði Ásgerður og bætti við: „Við erum ekki að fara út til þess að fara í skotgrafirnar og halda jafnteflinu. Við ætlum að vinna þennan leik og spila annan leik hér í nóvember.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00