Ásgerður: Sýndum það í kvöld að við erum með betra liðið Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2015 22:15 Ásgerður í leiknum í kvöld. Vísir/Anton „Við erum ótrúlega svekktar með lokatölur leiksins, að mínu mati vorum við betri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að tapa 1-3 á heimavelli,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, svekkt eftir tap gegn Zvezda 2005 á heimavelli í kvöld. „Það er grátlegt fyrir jafn reynslumikið lið og við erum með að lenda aftur undir 2-0 á fyrsta korterinu og þetta á einfaldlega ekki að gerast.“ Ásgerður sagði að liðið hefði lagt upp með að stöðva José Nahi í kvöld sem skoraði fjögur mörk í leik liðanna í fyrra. „Við ætluðum að liggja aðeins aftar og minnka svæðið fyrir hana til að hlaupa í og mér fannst hún ekki gera neitt í dag. Það opnaði fyrir kantmennina þeirra en við eigum að ráða betur við þetta.“ Ásgerður var óánægð með spilamennsku liðsins í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta og mátti greinilega sjá stress hjá leikmönnum liðsins. „Það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við taugatrekking. Þetta er þriðja árið í röð sem við keppum í Evrópu og við erum með landsliðsmenn í okkar röðum þannig að við eigum að hrista þetta úr okkur strax.“ Ásgerður sagðist ekki vera búin að gefa upp von um að komast í 16-liða úrslitin. „Við sýndum það í dag að við erum með betra lið en þær og við getum alveg farið til Rússland og unnið þær þar. Við létum markmanninn þeirra líta vel út í dag en hún virðist ekki halda neinum boltum. Við þurfum að vera með meira sjálfstraust fyrir framan markið,“ sagði Ásgerður og bætti við: „Við erum ekki að fara út til þess að fara í skotgrafirnar og halda jafnteflinu. Við ætlum að vinna þennan leik og spila annan leik hér í nóvember.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
„Við erum ótrúlega svekktar með lokatölur leiksins, að mínu mati vorum við betri aðilinn í leiknum þrátt fyrir að tapa 1-3 á heimavelli,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, svekkt eftir tap gegn Zvezda 2005 á heimavelli í kvöld. „Það er grátlegt fyrir jafn reynslumikið lið og við erum með að lenda aftur undir 2-0 á fyrsta korterinu og þetta á einfaldlega ekki að gerast.“ Ásgerður sagði að liðið hefði lagt upp með að stöðva José Nahi í kvöld sem skoraði fjögur mörk í leik liðanna í fyrra. „Við ætluðum að liggja aðeins aftar og minnka svæðið fyrir hana til að hlaupa í og mér fannst hún ekki gera neitt í dag. Það opnaði fyrir kantmennina þeirra en við eigum að ráða betur við þetta.“ Ásgerður var óánægð með spilamennsku liðsins í upphafi leiks en liðinu gekk illa að halda bolta og mátti greinilega sjá stress hjá leikmönnum liðsins. „Það er ekki endalaust hægt að skýla sér á bak við taugatrekking. Þetta er þriðja árið í röð sem við keppum í Evrópu og við erum með landsliðsmenn í okkar röðum þannig að við eigum að hrista þetta úr okkur strax.“ Ásgerður sagðist ekki vera búin að gefa upp von um að komast í 16-liða úrslitin. „Við sýndum það í dag að við erum með betra lið en þær og við getum alveg farið til Rússland og unnið þær þar. Við létum markmanninn þeirra líta vel út í dag en hún virðist ekki halda neinum boltum. Við þurfum að vera með meira sjálfstraust fyrir framan markið,“ sagði Ásgerður og bætti við: „Við erum ekki að fara út til þess að fara í skotgrafirnar og halda jafnteflinu. Við ætlum að vinna þennan leik og spila annan leik hér í nóvember.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Zvezda 2005 1-3 | Rússarnir unnu Stjörnustríðið í Garðabænum Rússneska félagið Zvezda vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Stjörnukonur voru einfaldlega óheppnar að tapa leiknum eftir að hafa fengið færin til að jafna leikinn í seinni hálfleik. 7. október 2015 22:00