Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar 8. október 2015 15:15 Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira