Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar 8. október 2015 15:15 Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson segir að það mikilvægasta sem hann getur gert nú er að vera í liði þar sem hann nýtur trausts og fær að spila mikið. Það fái hann hjá liði sínu, Charlton, í ensku B-deildinni. Charlton liggur í sautjánda sæti ensku B-deildarinnar með tíu stig að loknum tíu umferðum. Það er ekki samkvæmt þeim væntingum sem gerðar voru til liðsins en það hefur ekki unnið deildarleik síðan í lok ágúst. Jóhann Berg, sem skrifaði undir nýjan samning við félagið í lok sumars, segir að sér líði vel í Charlton þó svo að gengi liðsins innan vallarins mætti vissulega vera betra.Spilað vel en of fá mörk „Við höfum þrátt fyrir allt spilað nokkuð vel. Við höfum hins vegar ekki skorað nógu mikið og í þessari deild er manni refsað fyrir það,“ sagði Jóhann Berg við Vísi fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag en strákarnir eru að undirbúa sig fyrir síðustu tvo leiki sína í undankeppni EM 2016. „Við þurfum að rífa okkur upp. Við erum með flottan leikmannahóp hjá Charlton en það er ekki alltaf nóg.“Vísir/GettyÞað eru þó aðeins átta stig upp í sjötta sæti deildarinnar en Charlton stefnir að því að vera með í baráttunni um að komast í umspilskeppnina í lok tímabilsins. „Í þessari deild, sem er alltaf mjög óútreiknanleg, geta hlutirnir verið mjög fljótir að breytast ef manni tekst að vinna nokkra leiki í röð. Það er það sem við þurfum að gera.“ Jóhann Berg segist hafa tekið sér tíma til að ákveða næsta skref á sínum ferli áður en hann skrifaði undir en hann ákvað að lokum að vera um kyrrt eftir frábært tímabil á síðustu leiktíð.EM skiptir höfuðmáli „Ég er að spila alla leiki og þá á miklu meiri möguleika á að spila með landsliðinu. Það skiptir miklu máli upp á mína þátttöku á EM að gera að eiga tímabil þar sem ég fæ að spila eins mikið og kostur er og vera í góðu formi.“ Hann sér ekki eftir því að hafa valið Charlton. „Þó ég segi sjálfur frá þá er ég mjög sáttur við mína frammistöðu á vellinum. Það er smá sárabót en auðvitað óskar maður þess að liðinu gangi betur. Vonandi tekst okkur að koma sterkir til baka eftir landsleikjafríið.“Vísir/ValliJóhann Berg verður væntanlega í lykilhlutverki í sóknarleik íslenska liðsins gegn Lettum á laugardag en strákunum tókst ekki að skora gegn Kasakstan og þurftu að bíða í 65 mínútur í útileiknum gegn Lettlandi. „Gegn Kasökum vissum við að jafnteflið væri nóg og þó svo að við ætluðum að vinna leikinn þá kom kannski í ljós að menn voru þreyttir eftir gríðarlega erfiðan leik gegn Hollandi, þar sem allir hlupu mjög mikið og lögðu allt í sölurnar.“ „Hausinn fór því kannski ósjálfrátt að spila inn á að halda bara núllinu og gerðum við það. Við gerðum það eina sem skipti máli í stöðunni - að komast inn á Evrópumótið og nú ættum við að geta notið þess að spila þessa tvo leiki sem eftir eru í undankeppninni.“ „Við höfum skorað nóg af mörkum í riðlinum og það hefur aldrei verið vandamál hjá okkur.“ Hann reiknar með því að Lettar muni sitja mjög aftarlega í leiknum á laugardag og að það verði mikilvægt að leikmenn verði duglegir að hreyfa sig án bolta. „Þá verðurðu að koma með hlaup á bak við þá til að opna leikinn fyrir aðra leikmenn, þó svo að þú sjálfur fáir ekki endilega boltann. Við þurfum að ógna þeim frá öllum stöðum.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira