Leikur að lífum Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 9. október 2015 07:00 Vandræði Volkswagen bílaframleiðandans hafa ekki farið framhjá neinum og umfjöllun um stjarnfræðilegar sektargreiðslur og hrókeringar í stjórnendastöðum tröllríða fjölmiðlum. Einn stærsti bílaframleiðandi í heimi riðar til falls með ófyrirséðum afleiðingum. Á sama tíma deyr fólk í mannskæðum flóðum á frönsku rívíerunni. Minnst 16 létust um síðustu helgi og þriggja er enn saknað. Yfirgefnir bílar liggja eins og hráviði um göturnar og yfirvöld óttast gripdeildir og tala um dómsdagsástand. Í stórglæsilegum borgum á borð við Cannes þar sem stórstjörnur hafa löngum svifið um á rauðum dreglum flúðu Frakkar fyrirvaralaust í neyðarskýli og tugir þúsunda upplifðu rafmagnsleysi. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki lengur ófyrirséðar og þær fara ekki í manngreinarálit. Sumstaðar les maður að VW hafi lagt til hliðar fyrir væntanlegum sektargreiðslum vegna svindlsins umrædda og annars staðar kemur fram að bílaframleiðandanum sé eftir sem áður nokkur vorkunn enda nær ómögulegt að mæta sífellt strangari mengunarstöðlum. Í augum almennings virðist vera um að ræða einhvers skonar Tour de France bílaiðnaðarins, þar sem VW er Lance Armstrong og mengunaryfirvöld ígildi uppáþrengjandi lyfjaeftirlits. Munurinn á VW og Lance Armstrong er sá að bílaframleiðandinn er ekki bara að svindla á sjálfum sér og sínum heldur er VW að svindla á okkur öllum. Mengunarstaðlar eru ekki settir fram til að hnekkja á bílaframleiðendum og gera þeim erfiðara um vik að uppfylla dísildraum neytenda, heldur eru þeir settir fram til að bjarga mannkyninu frá sjálfu sér. Ólíkt því sem fram kemur í flestum fjölmiðlum þá er stóra VW-málið nefnilega ekki æsispennandi leikur að krónum, aurum og forstjórastólum heldur siðlaus leikur að lífum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun
Vandræði Volkswagen bílaframleiðandans hafa ekki farið framhjá neinum og umfjöllun um stjarnfræðilegar sektargreiðslur og hrókeringar í stjórnendastöðum tröllríða fjölmiðlum. Einn stærsti bílaframleiðandi í heimi riðar til falls með ófyrirséðum afleiðingum. Á sama tíma deyr fólk í mannskæðum flóðum á frönsku rívíerunni. Minnst 16 létust um síðustu helgi og þriggja er enn saknað. Yfirgefnir bílar liggja eins og hráviði um göturnar og yfirvöld óttast gripdeildir og tala um dómsdagsástand. Í stórglæsilegum borgum á borð við Cannes þar sem stórstjörnur hafa löngum svifið um á rauðum dreglum flúðu Frakkar fyrirvaralaust í neyðarskýli og tugir þúsunda upplifðu rafmagnsleysi. Afleiðingar loftslagsbreytinga eru ekki lengur ófyrirséðar og þær fara ekki í manngreinarálit. Sumstaðar les maður að VW hafi lagt til hliðar fyrir væntanlegum sektargreiðslum vegna svindlsins umrædda og annars staðar kemur fram að bílaframleiðandanum sé eftir sem áður nokkur vorkunn enda nær ómögulegt að mæta sífellt strangari mengunarstöðlum. Í augum almennings virðist vera um að ræða einhvers skonar Tour de France bílaiðnaðarins, þar sem VW er Lance Armstrong og mengunaryfirvöld ígildi uppáþrengjandi lyfjaeftirlits. Munurinn á VW og Lance Armstrong er sá að bílaframleiðandinn er ekki bara að svindla á sjálfum sér og sínum heldur er VW að svindla á okkur öllum. Mengunarstaðlar eru ekki settir fram til að hnekkja á bílaframleiðendum og gera þeim erfiðara um vik að uppfylla dísildraum neytenda, heldur eru þeir settir fram til að bjarga mannkyninu frá sjálfu sér. Ólíkt því sem fram kemur í flestum fjölmiðlum þá er stóra VW-málið nefnilega ekki æsispennandi leikur að krónum, aurum og forstjórastólum heldur siðlaus leikur að lífum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun