Lars: Þurfum að gera betur en gegn Kasakstan Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 23:30 Lars Lagerbäck ræðir við strákana á æfingu Íslands. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, segir ekkert annað en sigur koma til greina í síðustu tveimur leikjum strákanna okkar í undankeppni EM 2016. Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn og Tyrkjum ytra á þriðjudaginn, en Ísland á möguleika á að vinna sinn riðil í fyrsta skipti í sögunni. „Við lítum á leikinn gegn Lettum sem mjög mikilvægan leik sem við ætlum okkur að vinna og þannig undirbúum við liðið,“ sagði Lars við vísi í dag. Ísland vann Letta tiltölulega auðveldlega, 3-0, í fyrri leik liðanna á síðasta ári, en hafa Lettarnir breyst síðan þá? „Þeir eru mun betri en síðast. Lettneska liðið breytti hugarfarinu eftir tapið gegn Hollandi. Liðið verst mjög vel, er skipulagt og beitir öflugum skyndisóknum,“ sagði Lars, en hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu? „Það sem við undirstrikum er sóknarþriðjungurinn. Við vorum ekki nógu góðir að sækja gegn Kasakstan. Við stýrðum leiknum vel og ég skil að leikmennirnir vildu halda boltanum því úrslitin skiptu mestu máli.“ „Við þurfum að komast aftur fyrir Lettana og ná góðum fyrirgjöfum. Ef við ætlum að skora þurfum við að gera betur en gegn Kasakstan,“ sagði Lars. Ísland vill komast upp í þriðja styrkeleikaflokk fyrir dráttinn til riðlakeppni EM sem gæti skipt sköpum þegar á mótið er komið. Hvað þarf að gerast svo þannig fari? Það fer eftir því hvaða lið komast en við þurfum held ég alltaf að vinna bæði Lettland og Tyrkland. Þessa stundina erum við í fjórða styrkleikaflokki en við eigum möguleika að komast ofar,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30 Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00 Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15 Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, segir ekkert annað en sigur koma til greina í síðustu tveimur leikjum strákanna okkar í undankeppni EM 2016. Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn og Tyrkjum ytra á þriðjudaginn, en Ísland á möguleika á að vinna sinn riðil í fyrsta skipti í sögunni. „Við lítum á leikinn gegn Lettum sem mjög mikilvægan leik sem við ætlum okkur að vinna og þannig undirbúum við liðið,“ sagði Lars við vísi í dag. Ísland vann Letta tiltölulega auðveldlega, 3-0, í fyrri leik liðanna á síðasta ári, en hafa Lettarnir breyst síðan þá? „Þeir eru mun betri en síðast. Lettneska liðið breytti hugarfarinu eftir tapið gegn Hollandi. Liðið verst mjög vel, er skipulagt og beitir öflugum skyndisóknum,“ sagði Lars, en hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu? „Það sem við undirstrikum er sóknarþriðjungurinn. Við vorum ekki nógu góðir að sækja gegn Kasakstan. Við stýrðum leiknum vel og ég skil að leikmennirnir vildu halda boltanum því úrslitin skiptu mestu máli.“ „Við þurfum að komast aftur fyrir Lettana og ná góðum fyrirgjöfum. Ef við ætlum að skora þurfum við að gera betur en gegn Kasakstan,“ sagði Lars. Ísland vill komast upp í þriðja styrkeleikaflokk fyrir dráttinn til riðlakeppni EM sem gæti skipt sköpum þegar á mótið er komið. Hvað þarf að gerast svo þannig fari? Það fer eftir því hvaða lið komast en við þurfum held ég alltaf að vinna bæði Lettland og Tyrkland. Þessa stundina erum við í fjórða styrkleikaflokki en við eigum möguleika að komast ofar,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30 Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00 Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15 Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35
Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30
Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00
Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15
Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59