Fjármálaráðuneytið varar Landssamband lögreglumanna við Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2015 18:59 Lögreglumenn mótmæla við Stjórnarráðið. Landssamband lögreglumanna er í samfloti með SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu í kjaraviðræðum við ríkið, en þær sigldu í strand í síðasta mánuði. Verkföll hefjast hjá hinum félögunum 15. þessa mánaðar. vísir/pjetur Harka hefur færst í samskipti fjármálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna. Ráðuneytið telur að boðuð veikindi lögreglumanna flokkist undir ólöglegar verkfallsaðgerðir og að mögulega muni Landssamband lögreglumanna verða ábyrgt fyrir tjóni sem verður af völdum veikinda lögreglumanna. Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október. Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðirÍ bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða. Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum. Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmLandsamband lögreglumanna segist ekki hafa skipulagt veikindin Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins. Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna. Nálgast má bréfin hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56 Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Harka hefur færst í samskipti fjármálaráðuneytisins og Landssambands lögreglumanna. Ráðuneytið telur að boðuð veikindi lögreglumanna flokkist undir ólöglegar verkfallsaðgerðir og að mögulega muni Landssamband lögreglumanna verða ábyrgt fyrir tjóni sem verður af völdum veikinda lögreglumanna. Landssamband lögreglumanna hafnar alfarið að hafa að koma að skipulagningu fyrirhugaðra veikinda félagsmanna sinna en í bréfi ráðuneytisins segir að því hafi borist til eyrna að fjöldi lögreglumanna muni boða veikindi á morgun, aðfaranótt laugardags, 16. október og að auki 27.-28. október. Bréfin má nálgast hér fyrir neðan.Ráðuneytið segir að fyrirhuguð veikindi lögreglumanna séu ólögmætar verkfallsaðgerðirÍ bréfi frá ráðuneytinu, sem stílað er á Landssamband lögreglumanna er bent á að sú aðgerð að tilkynna veikindi, þegar ekki er um slíkt að ræða, sé brot á lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðuneytið lítur svo á að þessar aðgerðir séu ólögmætar og bendir jafnframt á að stéttarfélög ein geti samkvæmt lögum tilkynnt eða gripið til verkfallsaðgerða. Skorar ráðuneytið á Landssamband lögreglumanna um að slíkum aðgerðum verið hætt en að öðrum kosti muni ráðuneytið grípa til viðeigandi réttarúrræða. Í bréfinu segir einnig að Landssamband lögreglumanna geti orðið ábyrgt vegna þessa tjóns sem kann að hljótast af hinu ólögmætu aðgerðum. Er ljóst að fyrirhuguð veikindi gætu haft veruleg áhrif á löggæslu í landinu næstu tvær helgar taki margir lögreglumenn þátt í þessum aðgerðum.Snorri Magnússon er formaður Landssambands lögreglumanna.Vísir/VilhelmLandsamband lögreglumanna segist ekki hafa skipulagt veikindin Landssamband lögreglumanna svaraði bréfinu frá ráðuneytinu og segja að forsvarsmönnum félagsins hafi verið ókunnugt um að sögusagnir af yfirvofandi veikindum félagsmanna sinna líkt og rætt er um í bréfi ráðuneytisins. Landssamband lögreglumanna hafi ekki komið að skipulagningu. Jafnframt segir að Landssambandið frábiðji sér slíkar aðdróttanir af hálfu ráðuneytisins. Landssambandið hafnar því að það geti borið ábyrgð á veikindum einstakra félagsmanna og hafnar að auki öllum hugsanlegum bótakröfum ríkisins á hendur Landssambandi lögreglumanna. Nálgast má bréfin hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56 Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 „Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Félag yfirlögregluþjóna skorar á ríkið að semja við lögreglumenn Í yfirlýsingu frá félaginu segir að lögreglumenn geti ekki sætt sig við að kröfur þeirra sé ekki virtar viðlits. 5. október 2015 10:56
Félagar í SFR og SFLÍ samþykkja verkfallsboðun Gert ráð fyrir að vinnustöðvanir hefjist á miðnætti aðfaranótt 15. október, semjist ekki fyrir þann tíma. 29. september 2015 14:48
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
„Hendur okkar eru bundnar í bak og fyrir“ Formaður Landssambands lögreglumanna segir að félagsmenn sínir væru að öllum líkindum á leið í verkfallsaðgerðir hefðu þeir verkfallsrétt. Boðað er til baráttufundar í Háskólabíói á morgun. 14. september 2015 12:00