Sigurjón Árnason: Dómurinn óskiljanlegur, kolrangur og ekki í samræmi við lög og reglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2015 20:00 Sigurjón Þ. Árnason ásamt verjanda sínum, Sigurði G. Guðjónssyni. Sigurjón þurfti að greiða hluta málskostnaðar og laun verjanda síns, alls tæpar 29 milljónir króna. vísir/gva Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir dóm Hæstaréttar í Imon-málinu vera óskiljanlegan, kolrangan og í engu samræmi við lög og reglur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að öðru leiti ætlar hann ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Sigurjón var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í málinu en hafði áður verið sýknaður í héraði. Sigríður Elín Sigfúsdóttir hlaut átján mánaða dóm og dómur yfir Steinþóri Gunnarssyni, þeim eina sem hlotið hafði dóm í héraði, var þyngdur úr níu mánaða skilorðsbundnu fangelsi í níu mánuði óskilorðsbundna. Í málinu voru Sigurjón, sem bankastjóri Landsbankans, og Sigríður Elín, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs sama banka, ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa 30. september 2008 farið út fyrir heimildir til lánveitinga er þau í sameiningu veittu félaginu Imon ehf. rúmlega fimm milljarða króna lán til að fjármagna að fullu kaup félagsins á hlutum í Landsbankanum, án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Einnig voru þau ákærð fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa ranglega látið líta svo út að fjárfestir hefði lagt fé til framangreindra hlutabréfakaupa og borið af þeim fulla markaðsáhættu. Þá voru Sigurjón og Steinþór ákærðir fyrir markaðsmisnotkun við sölu á hlutum í eigu Sigurjóns til Imon og Azaela Resources þann 3. október 2008.Ekkert hefur greiðst af upphæðinni Dómur Hæstaréttar er afar ítarlegur en dómurinn, sem var fjölskipaður, kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjón og Elín hefðu átt að gera sér grein fyrir að með lánveitingunum gegn kolrangt verðmetnum tryggingum hefðu þau vikið frá því sem krafist var af þeim í þeirra störfum. „Við mat á því hvort ákærðu hafi vikið verulega frá þeim starfsháttum, sem þeim hlaut að vera ljóst að af þeim var krafist sem bankastjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands hf., verður að líta til þess að trúnaðarskylda þeirra var mjög rík. Það stafaði ekki aðeins af því að bankinn var almenningshlutafélag, heldur jafnframt viðskiptabanki sem hafði heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Óvarlegar ákvarðanir þeirra um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni.“ Voru Sigurjón og Elín sakfelld fyrir umboðssvik. Sigurjón var að auki sakfelldur fyrir umboðssvik en Elín aðeins fyrir hlutdeild í þeim brotum þar sem hún kom hvorki að sölu hlutabréfanna né tilkynningu hennar til Kauphallarinnar. Steinþór var sakfelldur fyrir að hafa sem miðlari í viðskiptum með bréf Imon til Azaela Resources tilkynnt þau til Kauphallarinnar án þrátt fyrir að hafa vitneskju um að þau væru að fullu fjármögnuð með láni frá Landsbankanum án frekari trygginga fyrir láninu. Við ákvörðun á refsingu horfði dómstóllinn til þess að um afar háa upphæð, tæplega 5,2 milljarða, var að ræða og að ekkert hafi greiðst af henni. Brotið hafi verið framið í sameiningu og fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot sem leiddi til stórfellds fjártjóns. Brotin hafi beinst í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðnum hér á landi og „verður tjónið, sem af þeim hlaust, ekki metið til fjár.“ Einnig var tekið tillit til þess að engum var hyglt með kaupunum og að um fyrsta brot væri að ræða. Sigurjón var í nóvember dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa blekkt almenning, ásamt öðrum, með að handstýra verði hlutabréfa í bankanum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00 Imon-málið: Ætluðu að hlera fund Sigurjóns, Björgólfs og Kjartans Starfsmenn sérstaks saksóknara komu fyrir hlerunarbúnaði í húsi á Fríkirkjuvegi. 21. september 2015 15:40 „Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir dóm Hæstaréttar í Imon-málinu vera óskiljanlegan, kolrangan og í engu samræmi við lög og reglur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. Að öðru leiti ætlar hann ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Sigurjón var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í málinu en hafði áður verið sýknaður í héraði. Sigríður Elín Sigfúsdóttir hlaut átján mánaða dóm og dómur yfir Steinþóri Gunnarssyni, þeim eina sem hlotið hafði dóm í héraði, var þyngdur úr níu mánaða skilorðsbundnu fangelsi í níu mánuði óskilorðsbundna. Í málinu voru Sigurjón, sem bankastjóri Landsbankans, og Sigríður Elín, sem framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs sama banka, ákærð fyrir umboðssvik með því að hafa 30. september 2008 farið út fyrir heimildir til lánveitinga er þau í sameiningu veittu félaginu Imon ehf. rúmlega fimm milljarða króna lán til að fjármagna að fullu kaup félagsins á hlutum í Landsbankanum, án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Einnig voru þau ákærð fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa ranglega látið líta svo út að fjárfestir hefði lagt fé til framangreindra hlutabréfakaupa og borið af þeim fulla markaðsáhættu. Þá voru Sigurjón og Steinþór ákærðir fyrir markaðsmisnotkun við sölu á hlutum í eigu Sigurjóns til Imon og Azaela Resources þann 3. október 2008.Ekkert hefur greiðst af upphæðinni Dómur Hæstaréttar er afar ítarlegur en dómurinn, sem var fjölskipaður, kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjón og Elín hefðu átt að gera sér grein fyrir að með lánveitingunum gegn kolrangt verðmetnum tryggingum hefðu þau vikið frá því sem krafist var af þeim í þeirra störfum. „Við mat á því hvort ákærðu hafi vikið verulega frá þeim starfsháttum, sem þeim hlaut að vera ljóst að af þeim var krafist sem bankastjóra og framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbanka Íslands hf., verður að líta til þess að trúnaðarskylda þeirra var mjög rík. Það stafaði ekki aðeins af því að bankinn var almenningshlutafélag, heldur jafnframt viðskiptabanki sem hafði heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Óvarlegar ákvarðanir þeirra um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni.“ Voru Sigurjón og Elín sakfelld fyrir umboðssvik. Sigurjón var að auki sakfelldur fyrir umboðssvik en Elín aðeins fyrir hlutdeild í þeim brotum þar sem hún kom hvorki að sölu hlutabréfanna né tilkynningu hennar til Kauphallarinnar. Steinþór var sakfelldur fyrir að hafa sem miðlari í viðskiptum með bréf Imon til Azaela Resources tilkynnt þau til Kauphallarinnar án þrátt fyrir að hafa vitneskju um að þau væru að fullu fjármögnuð með láni frá Landsbankanum án frekari trygginga fyrir láninu. Við ákvörðun á refsingu horfði dómstóllinn til þess að um afar háa upphæð, tæplega 5,2 milljarða, var að ræða og að ekkert hafi greiðst af henni. Brotið hafi verið framið í sameiningu og fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot sem leiddi til stórfellds fjártjóns. Brotin hafi beinst í senn að öllum almenningi og fjármálamarkaðnum hér á landi og „verður tjónið, sem af þeim hlaust, ekki metið til fjár.“ Einnig var tekið tillit til þess að engum var hyglt með kaupunum og að um fyrsta brot væri að ræða. Sigurjón var í nóvember dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa blekkt almenning, ásamt öðrum, með að handstýra verði hlutabréfa í bankanum. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00 Imon-málið: Ætluðu að hlera fund Sigurjóns, Björgólfs og Kjartans Starfsmenn sérstaks saksóknara komu fyrir hlerunarbúnaði í húsi á Fríkirkjuvegi. 21. september 2015 15:40 „Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Sigurjón dæmdur í tólf mánaða fangelsi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar af eru níu mánuðir skilorðsbundnir, 19. nóvember 2014 10:00
Imon-málið: Ætluðu að hlera fund Sigurjóns, Björgólfs og Kjartans Starfsmenn sérstaks saksóknara komu fyrir hlerunarbúnaði í húsi á Fríkirkjuvegi. 21. september 2015 15:40
„Augljóslega örvæntingarfull viðskipti“ Málflutningur í Imon-málinu fer fram í Hæstarétti í dag. 21. september 2015 12:29