Lífríkið stendur Skaftárhlaupið af sér 6. október 2015 09:00 Tungulækur rennur í Skaftá skammt neðan Kirkjubæjarklausturs og er ein gjöfulla sjóbirtingsáa sem tengjast vatnasviði Skaftár. fréttablaðið/svavar Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi sérstaklega verið gerð athugun á því hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á lífríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið reglulega allt frá árinu 1955 svo þau eru engan veginn ný af nálinni og lífríkið hefur því búið við þessi hlaup lengi og staðið þau af sér. Hins vegar hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að það er nokkurt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er einnig hrygning og uppeldi laxfiska, einkum urriða og bleikju. Hrygning og uppeldi sjóbirtings er mun meira í Kúðafljóti. „Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem hlaupvatnið fer um og þar með talið seiðabúskapinn. Sennilega hefur aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif á lífverurnar og óbein vegna þess að sólarljós nær ekki niður í vatnið. Áhrifin eru tímabundin og lífríkið nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjóbirtingurinn elst mun meira upp í þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“ segir Magnús. Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó og hrygningartími að hefjast. Stór hluti sjóbirtinganna er genginn í þverárnar. „Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaupvatninu hafa væntanlega hörfað niður ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í lindarlækjum sem eiga upptök undan Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn geti borist í lindarlækina og litað lækjarvatnið en það verður aldrei það mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki þeirra.“ svavar@frettabladid.is Hlaup í Skaftá Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Engin sérstök ástæða er til að óttast að óvenjulega stórt Skaftárhlaup hafi haft neikvæð áhrif á lífríki til lengri tíma. Full ástæða er þó til að íhuga sérstakar rannsóknir á vatnasvæði Skaftár ef miklar breytingar eru að verða á vatnafari og í ljósi þeirrar staðreyndar að hlaupið nú var það langstærsta sem mælingar ná til. Magnús Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Veiðimálastofnun, segir að ekki hafi sérstaklega verið gerð athugun á því hvaða áhrif Skaftárhlaup hafa á lífríki í vatni. Skaftárhlaup hafi komið reglulega allt frá árinu 1955 svo þau eru engan veginn ný af nálinni og lífríkið hefur því búið við þessi hlaup lengi og staðið þau af sér. Hins vegar hafa rannsóknir Veiðimálastofnunar sýnt að það er nokkurt smádýralíf í Skaftá sjálfri. Þar er einnig hrygning og uppeldi laxfiska, einkum urriða og bleikju. Hrygning og uppeldi sjóbirtings er mun meira í Kúðafljóti. „Gera má ráð fyrir að Skaftárhlaup hafi neikvæð áhrif á lífríki ánna sem hlaupvatnið fer um og þar með talið seiðabúskapinn. Sennilega hefur aurinn mest áhrif, bæði bein áhrif á lífverurnar og óbein vegna þess að sólarljós nær ekki niður í vatnið. Áhrifin eru tímabundin og lífríkið nær sér aftur eftir einhvern tíma. Sjóbirtingurinn elst mun meira upp í þverám Skaftár en Skaftá sjálfri. Þar verða ekki bein áhrif af hlaupinu,“ segir Magnús. Nú er göngutími sjóbirtings úr sjó og hrygningartími að hefjast. Stór hluti sjóbirtinganna er genginn í þverárnar. „Þeir sjóbirtingar sem lentu í hlaupvatninu hafa væntanlega hörfað niður ána undan flóðinu. Ekki er þekkt að fiskar hafi drepist vegna hlaupvatns úr Skaftá. Vatn mun vaxa töluvert í lindarlækjum sem eiga upptök undan Eldhrauninu. Viðbúið er að jökulvatn geti borist í lindarlækina og litað lækjarvatnið en það verður aldrei það mikið að það hafi teljandi áhrif á lífríki þeirra.“ svavar@frettabladid.is
Hlaup í Skaftá Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira