Marple-málið: Hreiðar, Magnús og Skúli dæmdir í fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2015 11:00 Hreiðar Már fékk sex mánaða dóm, Magnús fékk átján mánaða dóm og Skúli sex mánaða dóm. vísir/gva Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun, voru í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag dæmdir til refsingar í Marple-málinu svokallaða. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var hins vegar sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Enginn sakborninga var viðstaddur dómsuppkvaðningu. Hreiðar var dæmdur í sex mánaða fangelsi, Magnús í 18 mánaða fangelsi og Skúli í 6 mánaða fangelsi. Dómstólar hafa því nú dæmt bæði Hreiðar og Magnús í alls sex ára fangelsi vegna efnahagsbrota en Hæstiréttur hafði áður dæmt þá til refsingar vegna Al Thani-málsins. Hreiðar fékk þá fimm og hálfs árs dóm og Magnús var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.Tugir milljóna í málskostnaðHéraðsdómur féllst á skaðabótakröfu Kaupþings á hendur Hreiðari, Magnúsi og Skúla vegna málsins. Hreiðar var dæmdur til að greiða verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, tæpar 24 milljónir króna í málskostnað. Magnús var dæmdur til að greiða Kristínu Edwald, verjanda sínum, tæpar tólf milljónir króna í málsvarnarlaun. Þá var Skúli Þorvaldsson dæmdur til að greiða verjanda sínum, Halldóri Þ. Birgissyni, tæpar 18 milljónir króna sem og málsvarnarlaun verjanda síns á rannsóknarstigi, tæpar 8 milljónir króna. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða málskostnað Guðnýjar Örnu, rúmar 18 milljónir króna, en Sigurður G. Guðjónsson var verjandi hennar. Þá var skaðabótakröfu Kaupþings á hendur henni vísað frá dómi.Ákært fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30 Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins Marple Holding og einn af stærstu viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun, voru í Héraðsdómi Reykjvíkur í dag dæmdir til refsingar í Marple-málinu svokallaða. Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri bankans, var hins vegar sýknuð af kröfum ákæruvaldsins. Enginn sakborninga var viðstaddur dómsuppkvaðningu. Hreiðar var dæmdur í sex mánaða fangelsi, Magnús í 18 mánaða fangelsi og Skúli í 6 mánaða fangelsi. Dómstólar hafa því nú dæmt bæði Hreiðar og Magnús í alls sex ára fangelsi vegna efnahagsbrota en Hæstiréttur hafði áður dæmt þá til refsingar vegna Al Thani-málsins. Hreiðar fékk þá fimm og hálfs árs dóm og Magnús var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi.Tugir milljóna í málskostnaðHéraðsdómur féllst á skaðabótakröfu Kaupþings á hendur Hreiðari, Magnúsi og Skúla vegna málsins. Hreiðar var dæmdur til að greiða verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, tæpar 24 milljónir króna í málskostnað. Magnús var dæmdur til að greiða Kristínu Edwald, verjanda sínum, tæpar tólf milljónir króna í málsvarnarlaun. Þá var Skúli Þorvaldsson dæmdur til að greiða verjanda sínum, Halldóri Þ. Birgissyni, tæpar 18 milljónir króna sem og málsvarnarlaun verjanda síns á rannsóknarstigi, tæpar 8 milljónir króna. Ríkissjóður var dæmdur til að greiða málskostnað Guðnýjar Örnu, rúmar 18 milljónir króna, en Sigurður G. Guðjónsson var verjandi hennar. Þá var skaðabótakröfu Kaupþings á hendur henni vísað frá dómi.Ákært fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu Í málinu ákærði sérstakur saksóknari fjórmenningana ýmist fyrir fjárdrátt, hlutdeild í fjárdrætti eða hylmingu. Ákæran grundvallaðist á þremur ætluðum brotum. Í fyrsta lagi 3 milljarða króna millifærslu Kaupþings til félagsins Marple Holding í Lúxemborg hinn 19. desember 2007. Vegna hennar voru Hreiðar Már og Guðný Arna aðallega ákærð fyrir fjárdrátt og Magnús ákærður fyrir hlutdeild í broti þeirra. Þá var Skúli ákærður aðallega fyrir hylmingu með því að halda ólöglega þessum peningum og taka þannig þátt í auðgunarbroti. Í öðru lagi var um að ræða aðra rúmlega þriggja milljarða króna millifærslu frá Kaupþingi til Marple Holding sem var frágengin hinn 1. júlí 2008. Hreiðar Már og Guðný voru einnig ákærð fyrir fjárdrátt vegna þessarar millifærslu, Magnús fyrir hlutdeild í fjárdrætti og Skúli fyrir hylmingu. Í þriðja lagi er um að ræða kaup Kaupþings banka á skuldabréfum útgefin af bankanum sjálfum í sjö skuldabréfaflokkum með áföllnum vöxtum af Marple Holding samtals upp á 57,4 milljónir evra annars vegar og 45,3 milljónir dollara hins vegar. Var kaupverðið langt yfir markaðsverði samkvæmt ákærunni og olli Kaupþingi fjártjóni. Guðný Arna og Hreiðar Már voru ákærð fyrir umboðssvik vegna þess og Magnús fyrir hlutdeild í brotum þeirra.
Tengdar fréttir Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30 Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Skýrsla var tekin af þremur af fjórum sakborningum í Marple-málinu í dag. 7. september 2015 22:30
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Marple-málið: Dómstólar eiga ekki að taka þátt í að sefa reiði almennings Sigurður G. Guðjónsson segir helsta tilgang sérstaks saksóknara vera að „hengja bankamenn til þerris“ til friða fólkið sem mótmælti á Austurvelli í árslok 2008. 10. september 2015 19:30
Marple-málið: Skúli segist hafa frétt af félaginu eftir hrun Aðalmeðferð í Marple málinu var fram haldið í dag en þá var tekin skýrsla af Skúla Þorvaldssyni síðustum þeirra sem ákærðir eru í málinu. Þá hófust einnig vitnaleiðslur. 8. september 2015 14:02
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06
Marple-málið: Gögnin bendi til að þau hafi verið útbúin eftir á til að hylja brotin Munnlegur málflutningur í Marple-málinu hófst í morgun með ræðu Arnþrúðar Þórarinsdóttur saksóknara málsins. 10. september 2015 13:19