„Það voru töluverðar biðraðir í morgun og seinkun á flugi,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir að vélarnar snemma í morgun hafi verið nokkurn veginn á áætlun. Svo þegar farþegum fór að fjölga urðu raðirnar lengri með fyrrnefndum afleiðingum.
Sjá einnig:Formaðurinn sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum

„Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni. Flugfélögin verði smá tíma að vinna upp tafirnar því vélarnar komi seinna áfangastað og fara þá seinna af stað í framhaldinu.Vélarnar séu í svo mikilli notkun.
„Sólarhringurinn ætti að nægja til að ná upp klukkutíma seinkun.“
Guðni segir ljóst að haldi fjarvera lögreglumanna frá vinnu vegna veikinda áfram megi búast við röðum í landamæraeftirlitinu í Keflavík.