Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið sunna karen sigurþo´rsdóttir skrifar 9. október 2015 12:52 „Ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að draga megi þá ályktun að ekki sé um raunveruleg veikindi lögreglumannanna að ræða. Hann segist sýna málinu skilning en segir þetta ekki rétta baráttuleið. „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti. En miðað við það sem fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytisins má draga þá ályktun en ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri.Lögreglumenn langþreyttir Aðspurður hvort þetta sé rétt leið til að takast á við vandann, segir hann að aðgerðirnar séu ekki á vegum sambandsins. „Hvað hver einstakur lögreglumaður gerir prívat og persónulega verður viðkomandi að svara sjálfur. Samantekin ráð, jú það má til sanns vegar færa að sé ekki skynsamleg aðgerð en við höfum hvatt lögreglumenn til að fara í öllu löglega í þessum efnum,” útskýrir Snorri. „Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á endalausum svikum loforða stjórnmálamanna í sinn garð í tengslum við kjarasamninga og svo framvegis. Ég er margítrekað búinn að benda stjórnvöldum og stjórnarandstöðuþingmönnum á að þetta sé pottur sem bullsýður í og að fyrr eða síðar muni sjóða upp úr.”Orðrómurinn reyndist sannur Þá segir Snorri lögreglumenn bálreiða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins, þar sem Landssambandi lögreglumanna var hótað málsókn, gripi lögreglumenn til þessara ráða. „Ég er eiginlega forviða yfir þessu að ráðuneytið skuli voga sér að senda okkur svona bréf. Þeir byggja upplýsingarnar á bréfinu á einhverjum orðrómi og einhverju spjalli ótiltekinna aðila á Facebook. Sendu okkur bréf sem er bein hótun um lögsókn á hendur félaginu og mér þar af leiðandi sem forsvarsmanni þess, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orðróm einhvern.”En orðrómurinn reyndist þó sannur? „Það hefur komið í ljós í dag að orðrómurinn var sannur. Mögulega hefði maður skilið það að fá svona bréf frá ráðuneytinu í dag en en að fá það fyrir fram með hótunum um lögsókn byggt á einhverjum orðrómi er algjörlega með ólíkindum,“ segir Snorri. Aðspurður um næstu skref, segir hann framtíðina verða að leiða það í ljós. Honum þyki þó heldur ólíklegt að lögreglumenn komi sér upp úr veikindunum á næstu dögum. „Ég leyfi mér að stórefast um það. Ég veit það að bréf ráðuneytisins hefur farið þvert ofan í lögreglumenn og þeir eru ævareiðir stjórnvöldum fyrir að voga sér að senda Landssambandinu bréf með þessum hætti. Þannig að þetta bréf ráðuneytisins, hvort sem að það er skrifað með vitund eða vilja ráðherra sjálfs, sem ég reyndar efast um þó það sé skrifað í hans umboði og hann þar af leiðandi ber ábyrgð á bréfinu, þá er það þannig að það hefur valdið meiri vandræðum heldur en nokkurn tímann hefði gerst ef það hefði látið óskrifað.“ Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að draga megi þá ályktun að ekki sé um raunveruleg veikindi lögreglumannanna að ræða. Hann segist sýna málinu skilning en segir þetta ekki rétta baráttuleið. „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti. En miðað við það sem fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytisins má draga þá ályktun en ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri.Lögreglumenn langþreyttir Aðspurður hvort þetta sé rétt leið til að takast á við vandann, segir hann að aðgerðirnar séu ekki á vegum sambandsins. „Hvað hver einstakur lögreglumaður gerir prívat og persónulega verður viðkomandi að svara sjálfur. Samantekin ráð, jú það má til sanns vegar færa að sé ekki skynsamleg aðgerð en við höfum hvatt lögreglumenn til að fara í öllu löglega í þessum efnum,” útskýrir Snorri. „Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á endalausum svikum loforða stjórnmálamanna í sinn garð í tengslum við kjarasamninga og svo framvegis. Ég er margítrekað búinn að benda stjórnvöldum og stjórnarandstöðuþingmönnum á að þetta sé pottur sem bullsýður í og að fyrr eða síðar muni sjóða upp úr.”Orðrómurinn reyndist sannur Þá segir Snorri lögreglumenn bálreiða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins, þar sem Landssambandi lögreglumanna var hótað málsókn, gripi lögreglumenn til þessara ráða. „Ég er eiginlega forviða yfir þessu að ráðuneytið skuli voga sér að senda okkur svona bréf. Þeir byggja upplýsingarnar á bréfinu á einhverjum orðrómi og einhverju spjalli ótiltekinna aðila á Facebook. Sendu okkur bréf sem er bein hótun um lögsókn á hendur félaginu og mér þar af leiðandi sem forsvarsmanni þess, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orðróm einhvern.”En orðrómurinn reyndist þó sannur? „Það hefur komið í ljós í dag að orðrómurinn var sannur. Mögulega hefði maður skilið það að fá svona bréf frá ráðuneytinu í dag en en að fá það fyrir fram með hótunum um lögsókn byggt á einhverjum orðrómi er algjörlega með ólíkindum,“ segir Snorri. Aðspurður um næstu skref, segir hann framtíðina verða að leiða það í ljós. Honum þyki þó heldur ólíklegt að lögreglumenn komi sér upp úr veikindunum á næstu dögum. „Ég leyfi mér að stórefast um það. Ég veit það að bréf ráðuneytisins hefur farið þvert ofan í lögreglumenn og þeir eru ævareiðir stjórnvöldum fyrir að voga sér að senda Landssambandinu bréf með þessum hætti. Þannig að þetta bréf ráðuneytisins, hvort sem að það er skrifað með vitund eða vilja ráðherra sjálfs, sem ég reyndar efast um þó það sé skrifað í hans umboði og hann þar af leiðandi ber ábyrgð á bréfinu, þá er það þannig að það hefur valdið meiri vandræðum heldur en nokkurn tímann hefði gerst ef það hefði látið óskrifað.“
Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29
Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30
Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32