Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið sunna karen sigurþo´rsdóttir skrifar 9. október 2015 12:52 „Ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að draga megi þá ályktun að ekki sé um raunveruleg veikindi lögreglumannanna að ræða. Hann segist sýna málinu skilning en segir þetta ekki rétta baráttuleið. „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti. En miðað við það sem fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytisins má draga þá ályktun en ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri.Lögreglumenn langþreyttir Aðspurður hvort þetta sé rétt leið til að takast á við vandann, segir hann að aðgerðirnar séu ekki á vegum sambandsins. „Hvað hver einstakur lögreglumaður gerir prívat og persónulega verður viðkomandi að svara sjálfur. Samantekin ráð, jú það má til sanns vegar færa að sé ekki skynsamleg aðgerð en við höfum hvatt lögreglumenn til að fara í öllu löglega í þessum efnum,” útskýrir Snorri. „Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á endalausum svikum loforða stjórnmálamanna í sinn garð í tengslum við kjarasamninga og svo framvegis. Ég er margítrekað búinn að benda stjórnvöldum og stjórnarandstöðuþingmönnum á að þetta sé pottur sem bullsýður í og að fyrr eða síðar muni sjóða upp úr.”Orðrómurinn reyndist sannur Þá segir Snorri lögreglumenn bálreiða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins, þar sem Landssambandi lögreglumanna var hótað málsókn, gripi lögreglumenn til þessara ráða. „Ég er eiginlega forviða yfir þessu að ráðuneytið skuli voga sér að senda okkur svona bréf. Þeir byggja upplýsingarnar á bréfinu á einhverjum orðrómi og einhverju spjalli ótiltekinna aðila á Facebook. Sendu okkur bréf sem er bein hótun um lögsókn á hendur félaginu og mér þar af leiðandi sem forsvarsmanni þess, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orðróm einhvern.”En orðrómurinn reyndist þó sannur? „Það hefur komið í ljós í dag að orðrómurinn var sannur. Mögulega hefði maður skilið það að fá svona bréf frá ráðuneytinu í dag en en að fá það fyrir fram með hótunum um lögsókn byggt á einhverjum orðrómi er algjörlega með ólíkindum,“ segir Snorri. Aðspurður um næstu skref, segir hann framtíðina verða að leiða það í ljós. Honum þyki þó heldur ólíklegt að lögreglumenn komi sér upp úr veikindunum á næstu dögum. „Ég leyfi mér að stórefast um það. Ég veit það að bréf ráðuneytisins hefur farið þvert ofan í lögreglumenn og þeir eru ævareiðir stjórnvöldum fyrir að voga sér að senda Landssambandinu bréf með þessum hætti. Þannig að þetta bréf ráðuneytisins, hvort sem að það er skrifað með vitund eða vilja ráðherra sjálfs, sem ég reyndar efast um þó það sé skrifað í hans umboði og hann þar af leiðandi ber ábyrgð á bréfinu, þá er það þannig að það hefur valdið meiri vandræðum heldur en nokkurn tímann hefði gerst ef það hefði látið óskrifað.“ Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að draga megi þá ályktun að ekki sé um raunveruleg veikindi lögreglumannanna að ræða. Hann segist sýna málinu skilning en segir þetta ekki rétta baráttuleið. „Ég ætla ekki að setja mig í dómarasæti. En miðað við það sem fram kemur í bréfi fjármálaráðuneytisins má draga þá ályktun en ég ætla að leyfa mér að halda það að í það minnsta einhverjir þeirra séu veikir,” segir Snorri.Lögreglumenn langþreyttir Aðspurður hvort þetta sé rétt leið til að takast á við vandann, segir hann að aðgerðirnar séu ekki á vegum sambandsins. „Hvað hver einstakur lögreglumaður gerir prívat og persónulega verður viðkomandi að svara sjálfur. Samantekin ráð, jú það má til sanns vegar færa að sé ekki skynsamleg aðgerð en við höfum hvatt lögreglumenn til að fara í öllu löglega í þessum efnum,” útskýrir Snorri. „Lögreglumenn eru orðnir langþreyttir á endalausum svikum loforða stjórnmálamanna í sinn garð í tengslum við kjarasamninga og svo framvegis. Ég er margítrekað búinn að benda stjórnvöldum og stjórnarandstöðuþingmönnum á að þetta sé pottur sem bullsýður í og að fyrr eða síðar muni sjóða upp úr.”Orðrómurinn reyndist sannur Þá segir Snorri lögreglumenn bálreiða yfir bréfi fjármálaráðuneytisins, þar sem Landssambandi lögreglumanna var hótað málsókn, gripi lögreglumenn til þessara ráða. „Ég er eiginlega forviða yfir þessu að ráðuneytið skuli voga sér að senda okkur svona bréf. Þeir byggja upplýsingarnar á bréfinu á einhverjum orðrómi og einhverju spjalli ótiltekinna aðila á Facebook. Sendu okkur bréf sem er bein hótun um lögsókn á hendur félaginu og mér þar af leiðandi sem forsvarsmanni þess, án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því annað en orðróm einhvern.”En orðrómurinn reyndist þó sannur? „Það hefur komið í ljós í dag að orðrómurinn var sannur. Mögulega hefði maður skilið það að fá svona bréf frá ráðuneytinu í dag en en að fá það fyrir fram með hótunum um lögsókn byggt á einhverjum orðrómi er algjörlega með ólíkindum,“ segir Snorri. Aðspurður um næstu skref, segir hann framtíðina verða að leiða það í ljós. Honum þyki þó heldur ólíklegt að lögreglumenn komi sér upp úr veikindunum á næstu dögum. „Ég leyfi mér að stórefast um það. Ég veit það að bréf ráðuneytisins hefur farið þvert ofan í lögreglumenn og þeir eru ævareiðir stjórnvöldum fyrir að voga sér að senda Landssambandinu bréf með þessum hætti. Þannig að þetta bréf ráðuneytisins, hvort sem að það er skrifað með vitund eða vilja ráðherra sjálfs, sem ég reyndar efast um þó það sé skrifað í hans umboði og hann þar af leiðandi ber ábyrgð á bréfinu, þá er það þannig að það hefur valdið meiri vandræðum heldur en nokkurn tímann hefði gerst ef það hefði látið óskrifað.“
Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Stéttarfélögin kröfðu forsætisráðherra um að ríkið gangi til samninga Hundruð félagsmanna SFR komu saman við stjórnarráðið í morgun til að vekja athygli á þeirri kjaradeilu sem þeir eiga nú í við ríkið. 9. október 2015 10:29
Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30
Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32