Blatter og Platini báðir búnir að áfrýja 90 daga banninu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 13:28 Sepp Blatter og Michel Platini. Vísir/Getty Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. Blatter og Platini höfðu tvo daga til að koma með formlega athugasemd við bannið og þeir ákváðu báðir að áfrýja því til áfrýjunarnefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hinn 79 ára gamli Sepp Blatter heldur fram sakleysi sínu, segist hafa gögn sem sanni sakleysi sitt og kallaði glæparannsóknina á sér svívirðilega. Platini er einnig mjög ósáttur við þróun mála og telur að einhver sé að reyna að koma sök á sig. Þrátt fyrir að Blatter og Platini hafi áfrýjað banninu mega þeir áfram ekkert koma nálægt knattspyrnumálum fyrr en áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, verður starfandi formaður FIFA á meðan Sepp Blatter er í banni og Spánverjinn Angel Villar Llona mun að öllum líkindum leysa Michel Platini af sem forseti UEFA. UEFA hefur hingað til stutt við bakið á Michel Platini en fulltrúar aðildarlandanna 54 munu hittast næsta fimmtudag í Nyon þar sem þetta krísuástand verður rætt. Vikuna á eftir mun síðan Framkvæmdarnefnd FIFA væntanlega halda sérstakan neyðarfund um málið. „Hann hefur þegar áfrýjað til áfrýjunarnefndar FIFA. Hann ætlar að verja sig og er öruggur um það að hann verði fundinn saklaus," sagði Klaus Stohlker, ráðgjafi og vinur Sepp Blatter við Sky Sports. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30 Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00 Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Forseti FIFA Sepp Blatter og varaforsetinn Michel Platini voru báðir skikkaðir í 90 daga leyfi frá störfum sínum fyrir FIFA í gær en Siðanefnd sambandsins tók þessa ákvörðun í framhaldi af því að þeir sæta nú báðir rannsókn vegna spillingarmála. Blatter og Platini höfðu tvo daga til að koma með formlega athugasemd við bannið og þeir ákváðu báðir að áfrýja því til áfrýjunarnefndar Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Hinn 79 ára gamli Sepp Blatter heldur fram sakleysi sínu, segist hafa gögn sem sanni sakleysi sitt og kallaði glæparannsóknina á sér svívirðilega. Platini er einnig mjög ósáttur við þróun mála og telur að einhver sé að reyna að koma sök á sig. Þrátt fyrir að Blatter og Platini hafi áfrýjað banninu mega þeir áfram ekkert koma nálægt knattspyrnumálum fyrr en áfrýjun þeirra verður tekin fyrir. Issa Hayatou, forseti afríska knattspyrnusambandsins, verður starfandi formaður FIFA á meðan Sepp Blatter er í banni og Spánverjinn Angel Villar Llona mun að öllum líkindum leysa Michel Platini af sem forseti UEFA. UEFA hefur hingað til stutt við bakið á Michel Platini en fulltrúar aðildarlandanna 54 munu hittast næsta fimmtudag í Nyon þar sem þetta krísuástand verður rætt. Vikuna á eftir mun síðan Framkvæmdarnefnd FIFA væntanlega halda sérstakan neyðarfund um málið. „Hann hefur þegar áfrýjað til áfrýjunarnefndar FIFA. Hann ætlar að verja sig og er öruggur um það að hann verði fundinn saklaus," sagði Klaus Stohlker, ráðgjafi og vinur Sepp Blatter við Sky Sports.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39 Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45 FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14 69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30 Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00 Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Platini harðorður í nýrri yfirlýsingu Sakar óheiðarlegan aðila innan FIFA um að hafa lekið málinu í fjölmiðla. 8. október 2015 10:39
Platini fékk 258 milljónir króna frá FIFA Vill ekki útskýra af hverju hann fékk himinháa launagreiðslu frá FIFA fyrir níu ára gamla vinnu. 8. október 2015 07:45
FIFA setur Blatter, Platini og Valcke alla í 90 daga bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur leyst þá Sepp Blatter, forseta FIFA, Jerome Valcke, aðalritara FIFA og Michel Platini, varaformann FIFA, alla frá störfum í 90 daga en þeir hafa allir verið bendlaðir við spillingarmál innan knattspyrnuforystunnar. 8. október 2015 11:14
69 ára Kamerúnmaður verður æðsti maður FIFA næstu 90 dagana Sepp Blatter, foreti FIFA, má ekki koma nálægt knattspyrnumálum næstu 90 daga eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum í dag. 8. október 2015 17:30
Blatter lofar nýjum sönnunargögnum sem sanni sakleysi hans Sepp Blater, forseti FIFA, var í dag dæmdur af siðanefnd sambandsins í 90 daga bann frá knattspyrnumálum vegna rannsóknar á spillingarmálum tengdum honum. 8. október 2015 13:00
Bach fékk nóg af FIFA Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar segir að það sé löngu tímabært að FIFA taki til hjá sér. 9. október 2015 13:00