Stundum leiðinlegt á æfingum hjá Lars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 15:32 Kolbeinn Sigþórsson og Lars Lagerbäck. Vísir/EPA Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best. „Ég reyni að skipuleggja liðið mjög vel og af þeim sökum verða æfingarnar stundum svolítið leiðinlegar hjá okkur þar sem er mikið um endurtekningar. Strákarnir eru sterkir andlega og gera alltaf sitt besta þannig að þetta hefur verið auðvelt. Karakter íslensku leikmannanna er sérstakur," sagði Lars Lagerbäck. Landsliðsþjálfarinn hvatti síðan Kolbein Sigþórsson til að gefa heiðarlegt svar þegar hann var spurður út í leiðinlegar æfingar Svíans. „Þótt að við séum komnir inn á þetta lokamót þá er Lars jafníhaldssamur og hann hefur verið hingað til. Hann vill halda áfram á sömu braut og gera þessar æfingar sem eru kannski ekki þær skemmtilegustu. Þær virka og það hefur sýnt sig að við erum vel skipulagðir og það er erfitt að spila á móti okkur," sagði Kolbeinn. „Hann er kannski ekki alltaf með allra skemmtilegustu æfingarnar," sagði Kolbeinn og Lars Lagerbäck grípur þá fram í fyrir honum: „Þú mátt alveg segja sannleikann," sagði Lars og fékk að launum hlátur frá þeim blaðamönnum sem voru mættir á fundinn. „Það er bara mikilvægt fyrir okkur að fara í gegnum þessar æfingar sem eru ekki skemmtilegar. Við getum ekkert verið að væla yfir þessu og yfir því að við fáum ekki alltaf að fara í reit eða spila. Það er mikilvægara að stilla saman liðið og fara yfir varnartaktíkina og sóknartaktíkina hjá okkur. Það hefur verið okkar plan undanfarin ár að gera þetta svona. Af hverju ættum við að hætta því núna?," sagði Kolbeinn. Lars Lagerbäck vildi líka bæta aðeins við þetta. „Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrslitin falla með þér. Á meðan þú ert að vinna leikina þá eru leikmennirnir almennt ánægðir. Það er erfitt að vera neikvæður þegar liðið er að vinna. Við sjáum til hvað gerist þegar liðið byrjar að tapa leikjum en við ætlum ekki að fara byrja á því núna," sagði Lagerbäck og Kolbeinn tók strax undir það. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, viðurkenndi það á blaðamannfundi fyrir leikinn við Letta á morgun að það sé stundum leiðinlegt á æfingum íslenska landsliðsins þar sem Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson leggja áherslu á það að skipuleggja íslenska liðið sem best. „Ég reyni að skipuleggja liðið mjög vel og af þeim sökum verða æfingarnar stundum svolítið leiðinlegar hjá okkur þar sem er mikið um endurtekningar. Strákarnir eru sterkir andlega og gera alltaf sitt besta þannig að þetta hefur verið auðvelt. Karakter íslensku leikmannanna er sérstakur," sagði Lars Lagerbäck. Landsliðsþjálfarinn hvatti síðan Kolbein Sigþórsson til að gefa heiðarlegt svar þegar hann var spurður út í leiðinlegar æfingar Svíans. „Þótt að við séum komnir inn á þetta lokamót þá er Lars jafníhaldssamur og hann hefur verið hingað til. Hann vill halda áfram á sömu braut og gera þessar æfingar sem eru kannski ekki þær skemmtilegustu. Þær virka og það hefur sýnt sig að við erum vel skipulagðir og það er erfitt að spila á móti okkur," sagði Kolbeinn. „Hann er kannski ekki alltaf með allra skemmtilegustu æfingarnar," sagði Kolbeinn og Lars Lagerbäck grípur þá fram í fyrir honum: „Þú mátt alveg segja sannleikann," sagði Lars og fékk að launum hlátur frá þeim blaðamönnum sem voru mættir á fundinn. „Það er bara mikilvægt fyrir okkur að fara í gegnum þessar æfingar sem eru ekki skemmtilegar. Við getum ekkert verið að væla yfir þessu og yfir því að við fáum ekki alltaf að fara í reit eða spila. Það er mikilvægara að stilla saman liðið og fara yfir varnartaktíkina og sóknartaktíkina hjá okkur. Það hefur verið okkar plan undanfarin ár að gera þetta svona. Af hverju ættum við að hætta því núna?," sagði Kolbeinn. Lars Lagerbäck vildi líka bæta aðeins við þetta. „Það er auðvelt að vera þjálfari þegar úrslitin falla með þér. Á meðan þú ert að vinna leikina þá eru leikmennirnir almennt ánægðir. Það er erfitt að vera neikvæður þegar liðið er að vinna. Við sjáum til hvað gerist þegar liðið byrjar að tapa leikjum en við ætlum ekki að fara byrja á því núna," sagði Lagerbäck og Kolbeinn tók strax undir það.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira