Illugi segir milljónirnar þrjár hafa verið launagreiðslu Bjarki Ármannsson skrifar 9. október 2015 18:50 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það „algjörlega fráleitt“ að hann sé með einhverjum hætti fjárhagslega háður Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy. Stundin sagðist á dögunum hafa heimildir fyrir því að Illugi hefði fengið þriggja milljóna króna lán frá fyrirtækinu en í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld segir ráðherrann að um fyrirframgreidd laun hafi verið að ræða. „Þarna er um að ræða laun sem greidd eru fyrir vinnu,“ sagði Illugi í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu. Í yfirlýsingu sem Orka Energy sendi frá sér síðdegis kemur fram að hvorki Illugi né félög tengd honum standi í skuld við Orku Energy. „Þar kemur líka fram að þær greiðslur sem hafa komið til mín hafa bara verið vegna starfa minna árið 2011,“ sagði Illugi. „Ég ákvað í dag að birta gögn um þetta mál þannig að menn geta skoðað þetta.“ Þá sýndi Illugi Þorbirni jafnframt launaseðil sinn, en hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann ætlaði sér ekki að opna heimabókhaldið fyrir blaðamönnum. „Það að ég sé með einhverjum hætti fjárhagslega háður þessum manni er algjörlega fráleitt.“ Umræða um tengsl Illuga við Hauk komst aftur í hámæli í vikunni. Illugi sagði frá því fjölmiðlum í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Síðan þá hefur hann beðist undan spurningum fjölmiðla um málið, þar til í dag. Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36 Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir það „algjörlega fráleitt“ að hann sé með einhverjum hætti fjárhagslega háður Hauki Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy. Stundin sagðist á dögunum hafa heimildir fyrir því að Illugi hefði fengið þriggja milljóna króna lán frá fyrirtækinu en í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld segir ráðherrann að um fyrirframgreidd laun hafi verið að ræða. „Þarna er um að ræða laun sem greidd eru fyrir vinnu,“ sagði Illugi í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu. Í yfirlýsingu sem Orka Energy sendi frá sér síðdegis kemur fram að hvorki Illugi né félög tengd honum standi í skuld við Orku Energy. „Þar kemur líka fram að þær greiðslur sem hafa komið til mín hafa bara verið vegna starfa minna árið 2011,“ sagði Illugi. „Ég ákvað í dag að birta gögn um þetta mál þannig að menn geta skoðað þetta.“ Þá sýndi Illugi Þorbirni jafnframt launaseðil sinn, en hann sagði í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann ætlaði sér ekki að opna heimabókhaldið fyrir blaðamönnum. „Það að ég sé með einhverjum hætti fjárhagslega háður þessum manni er algjörlega fráleitt.“ Umræða um tengsl Illuga við Hauk komst aftur í hámæli í vikunni. Illugi sagði frá því fjölmiðlum í apríl að Haukur hefði keypt íbúð þeirra hjóna og leigði þeim hana nú. Síðan þá hefur hann beðist undan spurningum fjölmiðla um málið, þar til í dag.
Illugi og Orka Energy Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05 Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00 Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36 Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Yfirlýsing frá Orku Energy: Illugi skuldar Orku ekki neitt Í yfirlýsingu frá Orku Energy kemur fram að hvorki Illugi Gunnarsson, né félög tend honum, standi í skuld við Orku Energy. 9. október 2015 11:05
Mistök að upplýsa ekki allt strax Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, í ítarlegu viðtali. 9. október 2015 06:00
Illugi um veiðiferð í Vatnsdalsá: „Ég hef kvittun fyrir minni greiðslu“ Þingmaður Pírata spurði út í tengsl menntamálaráðherra við Orku Energy. 8. október 2015 11:36
Illugi vildi ekki svara af eða á um meint lán frá Orku Energy Illugi Gunnarsson vildi ekki svara spurningum blaðamanna Fréttablaðsins um meint þriggja milljóna króna lán. 9. október 2015 09:09