Wales komst í lokakeppni EM þrátt fyrir tap í Bosníu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 21:00 Wales er komið á EM þrátt fyrir tap í Bosníu í kvöld. Vísir/Getty Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í dag en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. Gareth Bale og félagar þurftu aðeins eitt stig til viðbótar úr síðustu tveimur leikjunum eða treyst á að Ísrael myndi misstíga sig gegn Kýpur eða Belgíu. Leikmenn Wales náðu sér ekki á strik í dag og töpuðu leiknum í Bosníu 0-2 en það kom ekki að sök eftir að Kýpur vann óvæntan 2-1 sigur á Ísrael á heimavelli. Belgía tryggði sæti sitt á lokakeppni EM sömuleiðis með 4-1 sigri á Andorra á útivelli en Eden Hazard, leikmaður Chelsea, brenndi af víti í leiknum. Í H-riðlinum er heldur meiri spenna fyrir lokaleikina eftir 3-0 sigur Króatíu á Búlgaríu í kvöld. Króatar vissu að allt annað en sigur þýddi að EM draumurinn væri úti og stóðust leikmenn liðsins pressuna. Sigurinn þýðir að Króatar geti enn náð Noreg að stigum í lokaumferðinni en Noregur leikur gegn Ítölum sem tryggðu sæti sitt á EM í dag á sama tíma og Króatar mæta Möltu.B-riðill: Andorra 1-4 Belgía 0-1 Radja Nainggolan (19.), 0-2 Kevin De Bruyne (42.), 1-2 Ildefons Lima (51.), 1-3 Eden Hazard (56.), 1-4 Laurent Depoitre (64.) Bosnía-Herzegóvína 2-0 Wales 1-0 Milan Djurić (71.), 2-0 Vedad Ibisevic (90.). Kýpur 2-1 Ísrael 0-1 Dossa Junior (58.), 1-1 Nir Bitton (76), 2-1 Jason Demetriou (80.)H-riðill: Króatía 3-0 Búlgaría 1-0 Ivan Perisic (2.), 2-0 Ivan Rakitic (42.), 3-0 Nikola Kalinic (81.). Noregur 2-0 Malta 1-0 Alexander Tettey (19.), 2-0 Alexander Söderlund (52.). Azerbaídjan 1-3 Ítalía 0-1 Eder (11.), 1-1 Dimitrij Nazarov (xx.), 1-2 Stephan El Shaarawy (43.), 1-3 Matteo Darmian (65.). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Wales komst í lokakeppni EM í fyrsta sinn í tæplega 60 ár þrátt fyrir 0-2 tap gegn Bosníu Herzegóvínu í dag en tap Ísrael gegn Kýpur þýðir að sæti Wales er öruggt. Gareth Bale og félagar þurftu aðeins eitt stig til viðbótar úr síðustu tveimur leikjunum eða treyst á að Ísrael myndi misstíga sig gegn Kýpur eða Belgíu. Leikmenn Wales náðu sér ekki á strik í dag og töpuðu leiknum í Bosníu 0-2 en það kom ekki að sök eftir að Kýpur vann óvæntan 2-1 sigur á Ísrael á heimavelli. Belgía tryggði sæti sitt á lokakeppni EM sömuleiðis með 4-1 sigri á Andorra á útivelli en Eden Hazard, leikmaður Chelsea, brenndi af víti í leiknum. Í H-riðlinum er heldur meiri spenna fyrir lokaleikina eftir 3-0 sigur Króatíu á Búlgaríu í kvöld. Króatar vissu að allt annað en sigur þýddi að EM draumurinn væri úti og stóðust leikmenn liðsins pressuna. Sigurinn þýðir að Króatar geti enn náð Noreg að stigum í lokaumferðinni en Noregur leikur gegn Ítölum sem tryggðu sæti sitt á EM í dag á sama tíma og Króatar mæta Möltu.B-riðill: Andorra 1-4 Belgía 0-1 Radja Nainggolan (19.), 0-2 Kevin De Bruyne (42.), 1-2 Ildefons Lima (51.), 1-3 Eden Hazard (56.), 1-4 Laurent Depoitre (64.) Bosnía-Herzegóvína 2-0 Wales 1-0 Milan Djurić (71.), 2-0 Vedad Ibisevic (90.). Kýpur 2-1 Ísrael 0-1 Dossa Junior (58.), 1-1 Nir Bitton (76), 2-1 Jason Demetriou (80.)H-riðill: Króatía 3-0 Búlgaría 1-0 Ivan Perisic (2.), 2-0 Ivan Rakitic (42.), 3-0 Nikola Kalinic (81.). Noregur 2-0 Malta 1-0 Alexander Tettey (19.), 2-0 Alexander Söderlund (52.). Azerbaídjan 1-3 Ítalía 0-1 Eder (11.), 1-1 Dimitrij Nazarov (xx.), 1-2 Stephan El Shaarawy (43.), 1-3 Matteo Darmian (65.).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira