Allir verða að græða á kostnað Jóns og Gunnu Skjóðan skrifar 30. september 2015 07:00 Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl. Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Staða húsnæðismála hér á landi er óbærileg. Mikill skortur er á húsnæði, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og það húsnæði, sem í boði er, hentar illa. Mikil eftirspurn er eftir litlum íbúðum fyrir ungt fólk en flestar litlar íbúðir sem koma á markað eru seldar til fasteignafyrirtækja, sem leigja þær út til ferðamanna. Verð á litlum íbúðum í miðborg Reykjavíkur er óheyrilega hátt. Leiguverð í miðborginni hefur rokið upp á skömmum tíma og venjulegt fólk hefur ekki efni á að borga leigu. Í auknum mæli neyðist fólk til að flytja á jaðarsvæði og þannig hefur fasteignabóla í miðborginni þau áhrif að fasteigna- og leiguverð fjarri miðborginni hækkar í kjölfarið. Við erum komin í þá einkennilegu stöðu að fasteigna- og leiguverð er himinhátt á sama tíma og vextir og fjármagnskostnaður er í hæstu hæðum. Lögmál hagfræðinnar segja okkur að háir vextir dragi úr eftirspurn eftir húsnæði en einhvern veginn virðast þau lögmál ekki virka hér á landi. Það er ekkert skrítið, enda er ekkert venjulegt ástand í íslenska hagkerfinu og á íslenska húsnæðismarkaðinum. Engin löggjöf er til staðar, eða regluverk, sem leggur grunn að heilbrigðum leigumarkaði sem býður upp á langtímaleigu og húsnæðisöryggi í leiguhúsnæði. Af þeim sökum er eina raunhæfa leiðin til að öðlast húsnæðisöryggi að kaupa. Þá vandast málið. Verð á íbúðum er hátt og kröfur um eigið fé kaupenda eru ríkar. Greiðslumat, eins og það er framkvæmt hjá íslenskum bönkum, virðist vera farartálmi sem jafnast á við nálaraugað fyrir úlfaldann. Séreignarstefnan í landi sem býður fólki upp á ánauð verðtryggingar og svera raunvexti þar ofan á er tálsýn. Til að bæta gráu ofan á svart verður ekki betur séð en ýmsar kröfur sem sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gera til frágangs og búnaðar íbúða geri það að verkum að byggingarkostnaður er hærri en hann þyrfti að vera. Þessu til viðbótar er lóðasala orðin mikilvæg tekjulind stærstu sveitarfélaganna og lóðir eru seldar hæstbjóðendum í stað þess að sveitarfélög tryggi stöðugt framboð af ódýrum lóðum inn á markaðinn. Það getur aldrei farið saman að lágmarka byggingarkostnað og hámarka tekjur sveitarfélaga af lóðasölu. Ekki er nóg að setja upp sorgarsvip og lýsa áhyggjum sínum af slæmu ástandi á húsnæðismarkaði. Sé ráðamönnum alvara með að leysa vandann verða þeir að ráðast gegn lóðaverði sveitarfélaga, gefa kost á byggingu ódýrra íbúða, afnema verðtryggingu og koma böndum á vaxtafárið. Það verður einhvern tímann að hugsa um Jón og Gunnu en ekki bara banka og fjármálaöfl.
Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira