Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2015 08:32 Arsenal er án stiga eftir tvo leiki. Vísir/Getty Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. Margir halda því fram að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi, en það er erfitt að rökstyðja það þegar ensku liðin hafa aðeins náð í sautján prósent stiga í boði í Meistaradeildinni til þessa. Ensku liðin hafa nefnilega þurft að sætta sig við fimm töp í fyrstu sex leikjum sínum en Manchester-liðin, City og United, spila annan leikinn sinn í riðlakeppninni í kvöld. Arsenal og Manchester City hafa bæði tapað á heimavelli í keppninni í ár en Manchester United spilar sinn fyrsta heimaleik á móti Wolfsburg í kvöld. Eini sigurinn kom hjá Chelsea þegar liðið vann 4-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Lítið hefur gengið hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið síðan 2-1 á móti Porto á útivelli. Alfreð Finnbogason sá til þess að Arsenal tapað öðrum leiknum í röð í gær og lærisveinar Arsene Wenger eru því eina enska liðið sem er stigalaust eftir tvo leiki. Manchester-liðin gætu reyndar bæst í hópinn í kvöld. Ensku liðin hafa reyndar skorað í öllum sex leikjum sínum en þau hafa líka fengið tvö mörk eða fleiri á sig í fimm af þessum sex leikjum. Tíu skoruð mörk er því ekki alslæmt en ellefu mörk fengin á sig er skelfileg tölfræði. Þrátt fyrir að aðeins einni og hálfri umferð (af sex) sé lokið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá eru ensku liðin aðeins einum ósigri frá því að jafna heildafjölda tapleikja í fyrra þegar ensku liðin lágu í sex af 24 leikjum sínum í riðlakeppninni. Manchester City, Chelsea og Arsenal voru einnig með þá en Liverpool var í staðinn fyrir Manchester United. Ensku liðin eru ekki þekkt fyrir að tapa mörgum leikjum í riðlakeppninni sem sést vel á því að á árunum 2003 til 2011 þá töpuðu þau mest fimm leikjum samtals í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Slakt gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár í bland við dapurt gengi undanfarin ár þýðir að fjórða sæti Englands í Meistaradeildinni er í mikilli hættu. Breytist ekkert og ensku liðin detta jafnfljótt eða fyrr út og í fyrra er það allt eins líklegt að það verði aðeins þrjú ensk lið í meistaradeildinni tímabilið 2017 til 2018.Leikir ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár:15. september PSV Eindhoven - Manchester United 2-1 Manchester City - Juventus 1-216. september Dinamo Zagreb - Arsenal 2-1 Chelsea - Maccabi Tel Aviv 4-029. september Arsenal - Olympiakos 2-3 Porto - Chelsea 2-1Sex leikir og fimm töp Markatalan: -1 (10-11) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. Margir halda því fram að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi, en það er erfitt að rökstyðja það þegar ensku liðin hafa aðeins náð í sautján prósent stiga í boði í Meistaradeildinni til þessa. Ensku liðin hafa nefnilega þurft að sætta sig við fimm töp í fyrstu sex leikjum sínum en Manchester-liðin, City og United, spila annan leikinn sinn í riðlakeppninni í kvöld. Arsenal og Manchester City hafa bæði tapað á heimavelli í keppninni í ár en Manchester United spilar sinn fyrsta heimaleik á móti Wolfsburg í kvöld. Eini sigurinn kom hjá Chelsea þegar liðið vann 4-0 sigur á ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í ár. Lítið hefur gengið hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og í gær tapaði liðið síðan 2-1 á móti Porto á útivelli. Alfreð Finnbogason sá til þess að Arsenal tapað öðrum leiknum í röð í gær og lærisveinar Arsene Wenger eru því eina enska liðið sem er stigalaust eftir tvo leiki. Manchester-liðin gætu reyndar bæst í hópinn í kvöld. Ensku liðin hafa reyndar skorað í öllum sex leikjum sínum en þau hafa líka fengið tvö mörk eða fleiri á sig í fimm af þessum sex leikjum. Tíu skoruð mörk er því ekki alslæmt en ellefu mörk fengin á sig er skelfileg tölfræði. Þrátt fyrir að aðeins einni og hálfri umferð (af sex) sé lokið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þá eru ensku liðin aðeins einum ósigri frá því að jafna heildafjölda tapleikja í fyrra þegar ensku liðin lágu í sex af 24 leikjum sínum í riðlakeppninni. Manchester City, Chelsea og Arsenal voru einnig með þá en Liverpool var í staðinn fyrir Manchester United. Ensku liðin eru ekki þekkt fyrir að tapa mörgum leikjum í riðlakeppninni sem sést vel á því að á árunum 2003 til 2011 þá töpuðu þau mest fimm leikjum samtals í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Slakt gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár í bland við dapurt gengi undanfarin ár þýðir að fjórða sæti Englands í Meistaradeildinni er í mikilli hættu. Breytist ekkert og ensku liðin detta jafnfljótt eða fyrr út og í fyrra er það allt eins líklegt að það verði aðeins þrjú ensk lið í meistaradeildinni tímabilið 2017 til 2018.Leikir ensku liðanna í Meistaradeildinni í ár:15. september PSV Eindhoven - Manchester United 2-1 Manchester City - Juventus 1-216. september Dinamo Zagreb - Arsenal 2-1 Chelsea - Maccabi Tel Aviv 4-029. september Arsenal - Olympiakos 2-3 Porto - Chelsea 2-1Sex leikir og fimm töp Markatalan: -1 (10-11)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira