Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2015 08:57 Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos þegar liðið vann Arsenal 3-2 á Emirates-leikvanginum í London í gær. Alfreð kom inná sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmarkið á 66. mínútu aðeins mínútu eftir að Alexis Sánchez hafði jafnað metin. Alfreð var þarna að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik og þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem gríska liðið vinnur Evrópuleik á Englandi. Þetta var því sögulegt mark.Mark Alfreðs í lýsingu Harðar Magnússonar má sjá hér að neðan. Markið, það fyrsta hjá Alfreð fyrir gríska liðið, var gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem var aðeins búinn að fá að spila í 32 mínútur í síðustu fimm leikjum Olympiacos í deild og Meistaradeild. Stuðningsmenn Olympiacos hafa örugglega tekið Alfreð í guðatölu eins og er og nú er bara að vona að hann nái að fylgja þessu eftir í næstu leikjum. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð Finnbogason á forsíðum nokkra af grísku blöðunum í morgun. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 „Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos þegar liðið vann Arsenal 3-2 á Emirates-leikvanginum í London í gær. Alfreð kom inná sem varamaður í hálfleik og skoraði sigurmarkið á 66. mínútu aðeins mínútu eftir að Alexis Sánchez hafði jafnað metin. Alfreð var þarna að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik og þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem gríska liðið vinnur Evrópuleik á Englandi. Þetta var því sögulegt mark.Mark Alfreðs í lýsingu Harðar Magnússonar má sjá hér að neðan. Markið, það fyrsta hjá Alfreð fyrir gríska liðið, var gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska landsliðsmanninn sem var aðeins búinn að fá að spila í 32 mínútur í síðustu fimm leikjum Olympiacos í deild og Meistaradeild. Stuðningsmenn Olympiacos hafa örugglega tekið Alfreð í guðatölu eins og er og nú er bara að vona að hann nái að fylgja þessu eftir í næstu leikjum. Hér fyrir neðan má sjá Alfreð Finnbogason á forsíðum nokkra af grísku blöðunum í morgun.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 „Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30