Tíu staðreyndir um sögulegt mark Alfreðs gegn Arsenal | Myndband Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 30. september 2015 10:00 Alfreð Finnbogason fagnar sigurmarkinu. vísir/epa Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos í Grikklandi, var á forsíðum nánast allra helstu dagblaða þar í landi í morgun eftir sögulegt mark sem hann skoraði í 3-2 sigri gríska liðsins gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Alfreð, sem gekk í raðir Olympiacos frá Real Sociedad á lánssamningi í sumar, tryggði sínum mönnum sigurinn í seinni hálfleik og kom Olympiacos þannig á blað í Meistaradeildinni á þessu tímabili, en liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Bayern München á heimavelli.Sjá einnig:„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ Blikinn fyrrverandi kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði gestunum sigurinn rétt eftir að Alexis Sánchez var búinn að jafna metin fyrir Arsenal í 2-2.Hér má sjá mark Alfreðs í gær í magnaðri lýsingu Harðar Magnússonar: Alfreð er að spila með sínu fimmta atvinnumannaliði, en hann fór frá Breiðabliki til Lokeren í Belgíu. Eftir það gekk hann í raðir Helsingborg í Svíþjóð og þaðan fór hann til Heerenveen í Hollandi. Alfreð varð markakóngur með Heerenveen leiktíðina 2013/2014 sem skilaði honum samningi hjá spænska liðinu Real Sociedad. Eftir eitt tímabil þar var hann svo lánaður til Olympiacos. Vísir hefur til gamans tekið saman tíu staðreyndir um markið sem Alfreð skoraði á Emirates-vellinum í gær, en þær má lesa hér að neðan.vísir/epa1. Með markinu á Emirates-vellinum varð Alfreð Finnbogason aðeins annar Íslendingurinn í sögunni sem skorar í Meistaradeildinni. Hinn er Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona.2. Alfreð varð fyrsti Íslendingurinn til að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik, en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea í öðrum Meistaradeildarleik sínum.3. Það tók Alfreð aðeins 21 mínútu að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark, en Eiður skoraði sitt fyrsta eftir 160 mínútur.Eiður Smári skorar gegn Liverpool.vísir/getty4. Áður en Alfreð skoraði gegn Arsenal í gær voru 3.129 dagar síðan Eiður Smári skoraði sitt síðasta Meistaradeildarmark eða átta ár, sex mánuðir og 23 dagar.5. Alfreð tryggði Olympiacos sigur með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki, en aðeins eitt marka Eiðs Smára vars sigurmark. Hann tryggði Barcelona 1-0 sigur á Liverpool á Anfield 6. mars 2007.6. Mark Alfreðs gegn Arsenal er sögulegt fyrir gríska félagið því aldrei áður hefur Olympiacos unnið Meistaradeildarleik á Englandi (13 tilraunir).7. Alfreð Finnbogason var með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrsti Íslendingurinn til að skora á Emirates-vellinum síðan Arsenal byrjaði að spila þar árið 2006.Alfreð svaraði jöfnunarmarki Sánchez.vísir/gety8. Markið sem Alfreð skoraði sá til þess að Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en aldrei áður hafa lærisveinar Arsene Wengers byrjað svo illa.9. Olympiacos var ekki lengi að jafna sig á jöfnunarmarki Alexis Sánchez í gær, en Alfreð skoraði sigurmarkið innan við mínútu síðar. Aðeins voru liðnar 59 sekúndur frá því að Arsenal jafnaði leikinn í 2-2 þar sem Alfreð tryggði Olympiacos sigurinn.10. Markið í gær var það fyrsta sem Alfreð Finnbogason skorar í mótsleik fyrir Olympiacos síðan hann gekk í raðir liðsins frá Real Sociedad í sumar. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 „Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02 Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira
Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos í Grikklandi, var á forsíðum nánast allra helstu dagblaða þar í landi í morgun eftir sögulegt mark sem hann skoraði í 3-2 sigri gríska liðsins gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Alfreð, sem gekk í raðir Olympiacos frá Real Sociedad á lánssamningi í sumar, tryggði sínum mönnum sigurinn í seinni hálfleik og kom Olympiacos þannig á blað í Meistaradeildinni á þessu tímabili, en liðið tapaði fyrsta leiknum fyrir Bayern München á heimavelli.Sjá einnig:„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ Blikinn fyrrverandi kom inn á sem varamaður í hálfleik og tryggði gestunum sigurinn rétt eftir að Alexis Sánchez var búinn að jafna metin fyrir Arsenal í 2-2.Hér má sjá mark Alfreðs í gær í magnaðri lýsingu Harðar Magnússonar: Alfreð er að spila með sínu fimmta atvinnumannaliði, en hann fór frá Breiðabliki til Lokeren í Belgíu. Eftir það gekk hann í raðir Helsingborg í Svíþjóð og þaðan fór hann til Heerenveen í Hollandi. Alfreð varð markakóngur með Heerenveen leiktíðina 2013/2014 sem skilaði honum samningi hjá spænska liðinu Real Sociedad. Eftir eitt tímabil þar var hann svo lánaður til Olympiacos. Vísir hefur til gamans tekið saman tíu staðreyndir um markið sem Alfreð skoraði á Emirates-vellinum í gær, en þær má lesa hér að neðan.vísir/epa1. Með markinu á Emirates-vellinum varð Alfreð Finnbogason aðeins annar Íslendingurinn í sögunni sem skorar í Meistaradeildinni. Hinn er Eiður Smári Guðjohnsen sem skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona.2. Alfreð varð fyrsti Íslendingurinn til að skora í sínum fyrsta Meistaradeildarleik, en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Chelsea í öðrum Meistaradeildarleik sínum.3. Það tók Alfreð aðeins 21 mínútu að skora sitt fyrsta Meistaradeildarmark, en Eiður skoraði sitt fyrsta eftir 160 mínútur.Eiður Smári skorar gegn Liverpool.vísir/getty4. Áður en Alfreð skoraði gegn Arsenal í gær voru 3.129 dagar síðan Eiður Smári skoraði sitt síðasta Meistaradeildarmark eða átta ár, sex mánuðir og 23 dagar.5. Alfreð tryggði Olympiacos sigur með sínu fyrsta Meistaradeildarmarki, en aðeins eitt marka Eiðs Smára vars sigurmark. Hann tryggði Barcelona 1-0 sigur á Liverpool á Anfield 6. mars 2007.6. Mark Alfreðs gegn Arsenal er sögulegt fyrir gríska félagið því aldrei áður hefur Olympiacos unnið Meistaradeildarleik á Englandi (13 tilraunir).7. Alfreð Finnbogason var með sigurmarkinu gegn Arsenal fyrsti Íslendingurinn til að skora á Emirates-vellinum síðan Arsenal byrjaði að spila þar árið 2006.Alfreð svaraði jöfnunarmarki Sánchez.vísir/gety8. Markið sem Alfreð skoraði sá til þess að Arsenal tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en aldrei áður hafa lærisveinar Arsene Wengers byrjað svo illa.9. Olympiacos var ekki lengi að jafna sig á jöfnunarmarki Alexis Sánchez í gær, en Alfreð skoraði sigurmarkið innan við mínútu síðar. Aðeins voru liðnar 59 sekúndur frá því að Arsenal jafnaði leikinn í 2-2 þar sem Alfreð tryggði Olympiacos sigurinn.10. Markið í gær var það fyrsta sem Alfreð Finnbogason skorar í mótsleik fyrir Olympiacos síðan hann gekk í raðir liðsins frá Real Sociedad í sumar.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11 Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32 „Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02 Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57 Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15 Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Sjá meira
Sjáðu sigurmark Alfreðs í lýsingu Hödda Magg Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2015 22:11
Ensku liðin í Meistaradeildinni: Fimm töp í sex leikjum Arsenal og Chelsea töpuðu bæði leikjum sínum í Meistaradeildinni í gærkvöldi sem þýðir að ensku liðin í Meistaradeildinni hafa aðeins náð í samtals þrjú stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum sínum í riðlakeppninni í ár. 30. september 2015 08:32
„Gaman að troða sokk upp í félagana sem halda með Arsenal“ „Það er svolítið eins og gríska landsliðið sé að spila þegar Olympiakos er að spila í Meistaradeildinni. Félagið er stolt þjóðarinnar í Meistaradeildinni og mikil umfjöllun,“ segir Alfreð Finnbogason við Vísi. 29. september 2015 22:02
Alfreð aðalmaðurinn á forsíðum grísku blaðanna í morgun | Myndir Íslenski landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason var hetja gríska liðsins Olympiacos í Meistaradeildinni í gær og það fór ekkert framhjá mönnum þegar þeir völdu uppslátt á forsíðum grísku blaðanna. 30. september 2015 08:57
Alfreð: Draumakvöld fyrir mig og allt félagið Alfreð Finnbogason var að vonum í skýjunum eftir að hafa tryggt Olympiacos þrjú stig í 3-2 sigri á Arsenal á Emirates-vellinum. 29. september 2015 21:15
Alfreð skoraði sigurmarkið á Emirates | Sjáðu fyrsta mark Alfreðs í Meistaradeildinni Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos á Emirates-vellinum í kvöld en varamaðurinn skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn af varamannabekknum í hálfleik. 29. september 2015 20:30