Casillas leikjahæstur í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2015 10:26 Casillas fagnar sigrinum á Chelsea í gær. vísir/getty Iker Casillas fór í gær fram úr Xavi Hernández á listanum yfir leikjahæstu leikmenn Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Casillas stóð í marki Porto sem vann 2-1 sigur á Chelsea á Estádio do Dragão í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær en þetta var hans 152. leikur í keppninni. Hann og Xavi, sem voru lengi samherjar í spænska landsliðinu, voru jafnir fyrir leik gærdagsins með 151 Meistaradeildarleik hvor en Casillas trónir nú á toppi leikjalistans. Casillas lék 150 leiki í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid á árunum 1999-2015. Hann var fyrst í hóp í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætti Rosenborg 27. nóvember 1997, þá aðeins 16 ára. Casillas lék hins vegar fyrsta Meistaradeildarleikinn þegar Real Madrid og Olympiacos gerðu 3-3 jafntefli 15. september 1999. Hann vann Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid; 2000, 2002 og 2014. Casillas er yngsti markvörðurinn sem hefur spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann stóð í marki Real Madrid liðið vann Valencia 3-0 í úrslitaleiknum 2000.Casillas í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Valencia árið 2000.vísir/gettyÓlíklegt verður að teljast að leikjamet Casillas verði slegið á næstunni en næstu sjö menn á topp 10 listanum eru annað hvort hættir eða spila ekki lengur með evrópskum liðum. Cristiano Ronaldo er sá eini á leikjalistanum, fyrir utan Casillas, sem er enn að spila en Portúgalinn leikur væntanlega sinn 117. leik í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætir Malmö í kvöld.Leikjahæstir í sögu Meistaradeildarinnar:1. Iker Casillas (Real Madrid, Porto) - 152 leikir 2. Xavi (Barcelona) - 151 3. Ryan Giggs (Manchester United) - 145 4. Raúl (Real Madrid, Schalke 04) - 142 5. Paolo Maldini (AC Milan) - 135 6. Clarence Seedorf (Ajax, Real Madrid, Internazionale, AC Milan) - 125 7. Paul Scholes (Manchester United) - 124 8. Roberto Carlos (Real Madrid, Fenerbahce) - 1209. Cristiano Ronaldo (Manchester United, Real Madrid) - 116 10. Carles Puyol (Barcelona) - 115 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira
Iker Casillas fór í gær fram úr Xavi Hernández á listanum yfir leikjahæstu leikmenn Meistaradeildar Evrópu frá upphafi. Casillas stóð í marki Porto sem vann 2-1 sigur á Chelsea á Estádio do Dragão í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær en þetta var hans 152. leikur í keppninni. Hann og Xavi, sem voru lengi samherjar í spænska landsliðinu, voru jafnir fyrir leik gærdagsins með 151 Meistaradeildarleik hvor en Casillas trónir nú á toppi leikjalistans. Casillas lék 150 leiki í Meistaradeildinni fyrir Real Madrid á árunum 1999-2015. Hann var fyrst í hóp í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætti Rosenborg 27. nóvember 1997, þá aðeins 16 ára. Casillas lék hins vegar fyrsta Meistaradeildarleikinn þegar Real Madrid og Olympiacos gerðu 3-3 jafntefli 15. september 1999. Hann vann Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid; 2000, 2002 og 2014. Casillas er yngsti markvörðurinn sem hefur spilað í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann stóð í marki Real Madrid liðið vann Valencia 3-0 í úrslitaleiknum 2000.Casillas í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Valencia árið 2000.vísir/gettyÓlíklegt verður að teljast að leikjamet Casillas verði slegið á næstunni en næstu sjö menn á topp 10 listanum eru annað hvort hættir eða spila ekki lengur með evrópskum liðum. Cristiano Ronaldo er sá eini á leikjalistanum, fyrir utan Casillas, sem er enn að spila en Portúgalinn leikur væntanlega sinn 117. leik í Meistaradeildinni þegar Real Madrid mætir Malmö í kvöld.Leikjahæstir í sögu Meistaradeildarinnar:1. Iker Casillas (Real Madrid, Porto) - 152 leikir 2. Xavi (Barcelona) - 151 3. Ryan Giggs (Manchester United) - 145 4. Raúl (Real Madrid, Schalke 04) - 142 5. Paolo Maldini (AC Milan) - 135 6. Clarence Seedorf (Ajax, Real Madrid, Internazionale, AC Milan) - 125 7. Paul Scholes (Manchester United) - 124 8. Roberto Carlos (Real Madrid, Fenerbahce) - 1209. Cristiano Ronaldo (Manchester United, Real Madrid) - 116 10. Carles Puyol (Barcelona) - 115
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Fleiri fréttir „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Sjá meira