Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2015 15:29 Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku. Mynd/Víðir Reynisson Eystri Skaftárketill heldur áfram að síga með vaxandi hraða sem bendir til þess að streymi úr katlinum aukist nú hratt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að sigið í katlinum sé nú orðið meira en ellefu metrar sem sé þó aðeins um 10 prósent af heildarsiginu sem von er á. „Á næstu dögum má vænta þess að sighraðinn haldi áfram að vaxa en mjög líklega mun samband við GPS stöðina rofna fljótlega þar sem sjónlínan milli GPS stöðvarinnar sem sígur og endurvarpans á brún ketilsins mun á endanum rofna. Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn (1. október). Þaðan tekur hlaupvatnið um 4 klst að ná að fyrstu vatnamælistöðinni við Sveinstind. Breytingar á vatnshæð við Sveinstind munu þá fljótlega gefa hugmynd um stærð hlaupsins og þróun þess. Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, flaug yfir svæðið í gærdag í fylgd fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Var flogið yfir Grímsfjall, Skaftá, Langasjór og Jökulheima. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Víðis. Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58 „Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ Líklega er um dæmigert hlaup að ræða. 29. september 2015 12:15 Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Eystri Skaftárketill heldur áfram að síga með vaxandi hraða sem bendir til þess að streymi úr katlinum aukist nú hratt. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að sigið í katlinum sé nú orðið meira en ellefu metrar sem sé þó aðeins um 10 prósent af heildarsiginu sem von er á. „Á næstu dögum má vænta þess að sighraðinn haldi áfram að vaxa en mjög líklega mun samband við GPS stöðina rofna fljótlega þar sem sjónlínan milli GPS stöðvarinnar sem sígur og endurvarpans á brún ketilsins mun á endanum rofna. Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn (1. október). Þaðan tekur hlaupvatnið um 4 klst að ná að fyrstu vatnamælistöðinni við Sveinstind. Breytingar á vatnshæð við Sveinstind munu þá fljótlega gefa hugmynd um stærð hlaupsins og þróun þess. Búast má við að vatn flæði út fyrir farveginn við neðri hluta Skaftár seint á fimmtudag og að áhrifa hlaupsins gæti fram í næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Víðir Reynisson, lögreglufulltrúi á Suðurlandi, flaug yfir svæðið í gærdag í fylgd fulltrúa Landhelgisgæslunnar, Veðurstofunnar, almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Var flogið yfir Grímsfjall, Skaftá, Langasjór og Jökulheima. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Víðis. Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson Mynd/Víðir Reynisson
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58 „Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ Líklega er um dæmigert hlaup að ræða. 29. september 2015 12:15 Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24
Hlaupið hugsanlega vatnsmeira nú en áður Flóðaðstæður munu ríkja við bakka Skaftár næstu daga, en mögulegt er að Skaftá flæði yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. 29. september 2015 16:58
Langt hlé gæti þýtt að hlaupið verði stórt Skaftárhlaup er hafið. Fimm ár eru liðin frá síðasta hlaupi í Eystri-Skaftárkatli. 30. september 2015 07:00