Alfreð: Stuðningsmenn með blys að elta okkur á vespum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. september 2015 19:00 Alfreð í baráttunni gegn Alexis Sanchez. Vísir/Getty „Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
„Tilfinningin var frábær, maður er búinn að spila marga leiki á flottum fótboltavöllum en maður er í fótbolta til að ná árangri og maður fær ekki oft tækifærið að skora sigurmarkið gegn Arsenal í Meistaradeildinni.,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Olympiacos, í samtali við Akraborgina í dag. Alfreð skoraði sigurmark Olympiacos í óvæntum 3-2 sigri gríska liðsins á Arsenal á Emirates-vellinum í gær. „Það eru margir sem upplifa það að spila í Meistaradeildinni og þú átt oft ekki möguleika gegn þessum stóru liðum. Það voru fáir sem gáfu okkur mikla möguleika í gær en þetta var mjög sérstakur leikur. Þeir voru að eyða mikilli orku í að elta okkur og þetta spilaðist vel fyrir okkur.“ Alfreð byrjaði leikinn á bekknum, líkt og gegn Bayern Munchen en kom inná í hálfleik og skoraði sigurmarkið. „Maður verður alltaf að vera tilbúinn að koma inn af bekknum. Það er tvennt ólíkt að byrja á bekknum og inná en maður þarf að vera klár ef kallið kemur. Þú vilt vera tilbúinn í slaginn ef kallið kemur.“ Alfreð gekk til liðs við Olympiacos í sumar á eins árs lánssamningi frá Real Sociedad en hann hefur verið á bekknum í undanförnum leikjum. „Ég hef byrjað á bekknum eftir landsleikjahléð og það hefur verið pirrandi en vonandi verður markið í gær vendipunktur á ferli mínum hér og ég fæ að spila meira.“ Alfreð segir að stuðningsmennirnir í Grikklandi séu skrautlegir. „Þeir voru með blys á vespum að elta okkur hérna í rútunni. Þeir eru mjög blóðheitir yfir íþróttum og ég geri ráð fyrir að þeir séu á leiðinni á æfingarsvæðið þar sem við erum að fara að æfa. Það verður eflaust einhver móttaka en þetta er bara skemmtilegt.“ Þá ræddi Alfreð samband sitt við þjálfarann og næstu leiki í Meistaradeildinni en viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira