Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. september 2015 12:12 Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Vísir/Stefán Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Sjúkraliðar telja sig nauðbeygða til að fara í verkfall þar sem kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút. Þetta segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands en atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hefst á morgun. Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa átt í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið síðustu mánuði. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt en deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara frá því í júní. Bæði Sjúkraliðafélag Íslands og SFR hafa ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls félaganna. Lögreglumenn hafa hins vegar ekki verkfallsrétt og geta því ekki boðað til verkfalls. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir allt tilbúið fyrir atkvæðagreiðslu félagsins um boðun verkfalls. „Atkvæðagreiðslan mun hefjast hjá okkur á morgun,“ segir Kristín. Hún segir að allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu taki þátt í atkvæðagreiðslunni. Atkvæðagreiðslan nær til 1100 félagsmanna. Gert er ráð fyrir að verkfallsaðgerðirnar hefjist 15. október. Um tímabundin verkföll er að ræða en allsherjarverkfall skellur svo á 16. nóvember ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Kristín segir almennan vilja meðal sjúkraliða að fara í verkfall. Kjaradeilan sé í algjörum hnút og félagsmenn sjái því ekki neina aðra leið en að nýta sér verkfallsvopnið. „Við erum bara gjörsamlega nauðbeygð. Það er enginn sem vill eða óskar þess að fara í verkföll,“ segir Kristín. Félagsmenn geti hins vegar ekki sætt sig við að laun þeirra hækki minna en annarra sem starfi innan heilbrigðiskerfisins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00 Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59 Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Grafalvarleg staða er sögð í kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB við ríkið. Ekki hefur verið boðaður fundur eftir árangurslausan fund í gær. Stéttarfélögin boða félaga á stóran fund eftir viku og hugleiða aðgerðir. 10. september 2015 07:00
Kjarabarátta lögreglumanna: Enginn sinnti í umferðareftirliti í tvo tíma Allir lögreglumenn á landinu voru inni á öllum lögreglustöðvum landsins milli klukkan 14 og 16 í dag þar sem þeir unnu að frágangi mála og við skýrslugerð. 18. september 2015 17:59
Allar líkur á verkfalli sjúkraliða Allar líkur eru á að ellefu hundruð sjúkraliðar boði til verkfalls og leggi niður störf í október. Framkvæmdastjóri Sjúkraliðafélags Íslands segir kjaraviðræður þeirra og ríksins í algjörum hnút. 15. september 2015 14:02
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08