Erlent

126 fræg styðja Bernie Sanders

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið.
Bernie Sanders hefur sótt í sig veðrið. Nordicphotos/AFP
Leikararnir Will Ferrell og Sarah Silverman, tónlistarmennirnir Hans Zimmer og Serj Tankian og uppfinningamaðurinn Steve Wozniak eru á meðal 126 bandarískra stórstjarna sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders í gær.

„Við undirrituð, listamenn, tónlistarmenn og menningarleiðtogar Bandaríkjanna, erum tilbúin til að styðja nýja sýn fyrir landið okkar,“ segir í yfirlýsingunni, sem er áhugaverð, ekki síst fyrir þær sakir að enginn þingmaður eða ríkisstjóri úr röðum demókrata hefur lýst yfir stuðningi við Sanders, sem situr nú sem óháður öldungadeildarþingmaður.

Sanders sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs og etur kappi við Hillary Clinton. Fyrir nokkrum vikum mældist Clinton með meira fylgi í öllum fylkjum nema Vermont, heimafylki Sanders, og um fjörutíu prósenta forskot á landsvísu en nú munar um tuttugu prósentum. Auk þess er Sanders með forskot í fyrstu ríkjunum til að kjósa, New Hampshire og Iowa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×