Fótbolti

Ejub og fimm leikmenn framlengja við Ólsara

Tómas þór Þórðarson skrifar
Ejub Purisevic.
Ejub Purisevic. vísir/daníel
Víkingur Ólafsvík hefur framlengt samninga við þjálfara liðsins, Ejub Purisevic, og fimm leikmenn, eins og kom fram í útsendingu Stöð 2 Sport frá leik Ólsara gegn Fjarðabyggð í gær.

Ólsarar unnu lokaleikinn gegn Fjarðabyggð, 6-2, og bætti með því stigametið í 1. deild og jafnaði markametið. Bæðin metin átti ÍA frá árinu 2011.

Ejub Purisevic, sem er búinn að koma Ólsurum upp í annað sinn, framlengdi samning sinn um tvö ár og er samningsbundinn liðinu til 2017.

Miðvarðaparið Tomasz Luba frá Póllandi og Admir Kubat frá Bosníu framlengdu samninga sína til eins árs sem og þrír aðrir leikmenn.

Það eru markvörðurinn Christian Martínez, miðjumaðurinn Kenan Turudija frá Bosníu og spænski framherjinn William Da Silva sem skoraði átta mörk í sumar.

Kubat var í gær valinn besti leikmaður Ólsara á tímabilinu á lokahófi félagsins, að því kemur fram í fréttaskeyti frá félaginu, en hann og Luba mynduðu virkilega sterkt miðvarðapar.

Ólsarar léku síðast í efstu deild árið 2013 en féllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×