Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. september 2015 07:00 Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. vísir/stefán „Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem hefur viðurkennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.„Við vissum að það yrðu viðbrögð en þau hafa verið meiri en við bjuggumst við. Sér í lagi vegna þess að samþykktin er gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.“ Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur viðurkennt að orðalag bókunarinnar hafi ekki verið nákvæmt, þar komi ekki nógu skilmerkilega fram að átt sé við vörur frá hernumdum svæðum. Það hafi þó verið ætlunin. Hann hefur verið í símasambandi við borgarstjórann í Kaupmannahöfn, Frank Jensen og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísraelska sendiherranum til hverra sniðgöngubannið náði, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneyti,“ bætir Dagur við en ráðuneytið þurfti að árétta utanríkisstefnu sína eftir samþykkt borgarinnar og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og ekki heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNAðilar ferðaþjónustunnar hafa helst orðið varir við uppnám vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa fengið ótal fyrirspurnir og tölvupósta, afbókanir og haturspóst. Þrjú þúsund ferðamenn frá Ísrael sóttu landið heim á síðasta ári. „Við höfum verið að byggja upp ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þetta lýsir því vel hversu fljótt orðið berst á tímum samfélagsmiðla.“ Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að borgarstjóri hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Dagur hefur ekki íhugað að segja af sér. „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það.“Skoðaðu atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan. Flettu í atburðarásinni með því að ýta á örvarnar. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
„Viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem hefur viðurkennt mistök í samþykkt borgarinnar um sniðgöngu á ísraelskum vörum.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.„Við vissum að það yrðu viðbrögð en þau hafa verið meiri en við bjuggumst við. Sér í lagi vegna þess að samþykktin er gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.“ Kaupmannahafnarborg ákvað að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum fyrr í sumar og þar hefur ákvörðunin ekki dregið jafn mikinn dilk á eftir sér. Dagur hefur viðurkennt að orðalag bókunarinnar hafi ekki verið nákvæmt, þar komi ekki nógu skilmerkilega fram að átt sé við vörur frá hernumdum svæðum. Það hafi þó verið ætlunin. Hann hefur verið í símasambandi við borgarstjórann í Kaupmannahöfn, Frank Jensen og þegið af honum ráð. „Það var áréttað af honum í fjölmiðlum og á fundum með ísraelska sendiherranum til hverra sniðgöngubannið náði, aðeins til hernuminna svæða. Við í borginni munum líka vera í samráði við utanríkisráðuneyti,“ bætir Dagur við en ráðuneytið þurfti að árétta utanríkisstefnu sína eftir samþykkt borgarinnar og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands og ekki heldur ekki til marks um tengsl Íslands og Ísraels.Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNAðilar ferðaþjónustunnar hafa helst orðið varir við uppnám vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa fengið ótal fyrirspurnir og tölvupósta, afbókanir og haturspóst. Þrjú þúsund ferðamenn frá Ísrael sóttu landið heim á síðasta ári. „Við höfum verið að byggja upp ímynd Íslands sem áfangastaðar. Þetta lýsir því vel hversu fljótt orðið berst á tímum samfélagsmiðla.“ Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að borgarstjóri hlyti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögunnar. Dagur hefur ekki íhugað að segja af sér. „Ég hef viðurkennt að undirbúningi hafi verið áfátt og tek ábyrgð á því með tillögu um að fyrri samþykkt verði dregin til baka. Ekki verða tekin frekari skref fyrr en eftir nauðsynlegt samráð. Mér finnst þetta býsna stór orð hjá Hildi. Ég verð að segja það.“Skoðaðu atburðarásina á tímalínunni hér fyrir neðan. Flettu í atburðarásinni með því að ýta á örvarnar.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. 20. september 2015 16:03
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09