Hlutabréfaverð Volkswagen heldur áfram að falla sökum þess að upp komst um dísilbílasvindl þeirra í Bandaríkjunum. Í dag féll hlutabréfaverð bílaframleiðandans um 24,25%, en í gær hafði það fallið um 18,49%. Við lok markaðar á föstudaginn var hlutabréfaverðið 162,2 en var 108,55 við lok markaðar í dag. Um er að ræða 33% verðlækkun á tveimur dögum.
Vandræði Volkswagen ætla engan endi að taka. Í dag sagði forstjórinn, Martin Winterkorn, af sér. En þá hafði komið í ljós að ekki einungis voru það 482.000 dísilbílar sem seldir voru í Bandaríkjunum sem voru útbúnir þeim svindlhugbúnaði sem uppgötvaðist í Bandaríkjunum, heldur er hann í 11 milljón bílum Volkswagen víða um heiminn.
Volkswagen á yfir höfði sér allt að 18 milljarða dollara refsingu fyrir gjörning sinn vestanhafs, en markaðsvirði fyrirtækisins er einungis rúmlega þrisvar sinnum meira en það.
Hlutabréfaverð Volkswagen hríðféll annan daginn í röð
Tengdar fréttir
Hlutabréfaverð Volkswagen féll um 18% í dag
Umhverfiseftirlit Bandaríkjanna gæti sektað Volkswagen um 18 milljarða dollara.