Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Glódís og Hallbera stóðu upp úr 22. september 2015 22:15 Glódís Perla Viggósdóttir fagnar marki með liðsfélögum sínum í kvöld. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Hafði ekkert að gera í leiknum en bjargaði vel á 27. mínútu þegar Pilipenko komst inn í slæma sendingu Önnu Bjarkar til baka. Rakel Hönnudóttir, hægri bakvörður 7Studdi vel við Fanndísi og átti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 - Maður leiksinsHafði lítið fyrir því að stöðva sóknir Hvít-Rússa og átti auk þess margar frábærar sendingar fram völlinn. Frábær leikur hjá Glódísi og það fáránlegt að hugsa til þess að hún sé bara tvítug. Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður 6Var nálægt því að gefa gestunum mark um miðjan fyrri hálfleik og klúðraði einnig dauðafæri eftir 13 mínútna leik en gerði annars fátt rangt. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 8Óþreytandi í að hlaupa upp og niður kantinn og átti margar gullfallegar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði marki og þá náði Hallbera í vítið sem Margrét Lára klúðraði. Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 7Var mjög ógnandi og gerði vinstri bakverði gestanna lífið leitt. Átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem samherjum hennar tókst ekki að nýta. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Spilaði aftar en oft áður en dreifði boltanum vel og hélt góðu tempói í spilinu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6Hefur átt betri landsleiki en skoraði annað markið á 70. mínútu með góðum skalla eftir flott hlaup inn í teiginn. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður 7Kom Íslandi á bragðið með góðu marki í 99. landsleiknum. Var róleg framan af seinni hálfleik en óx ásmeginn eftir því sem leið á hann. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji 7Var mikið í spilinu og síógnandi. Átti nokkrar fínar tilraunir en gekk illa að koma boltanum á markið. Hefði getað fagnað tímamótaleiknum með marki en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji 6Gerði frábærlega þegar hún lagði upp markið fyrir Hólmfríði. Tók vel á móti boltanum og var lífleg í fyrri hálfleik. Spilaði ekki vel í seinni hálfleik og átti oft í vandræðum með ná tökum á og hreinlega hitta boltann inni í vítateignum.Varamenn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur á 70. mínútu) Sást ekki mikið en fór illa með gott færi skömmu eftir að hún kom inn á.Sandra María Jessen - (kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur á 84. mínútu) Spilaði síðustu mínúturnar en sást lítið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - (kom inn á fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur á 89. mínútu) Kom inn á þegar Margrét Lára fékk heiðursskiptingu undir lokin. Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir og Hallbera Gísladóttir stóðu upp úr í íslenska landsliðinu í öruggum 2-0 sigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld að mati Vísis og Fréttablaðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum en íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og mörkin hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Nánari útlistun á hverri einkunn má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarlið:Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður 6Hafði ekkert að gera í leiknum en bjargaði vel á 27. mínútu þegar Pilipenko komst inn í slæma sendingu Önnu Bjarkar til baka. Rakel Hönnudóttir, hægri bakvörður 7Studdi vel við Fanndísi og átti ekki í neinum vandræðum í vörninni. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 8 - Maður leiksinsHafði lítið fyrir því að stöðva sóknir Hvít-Rússa og átti auk þess margar frábærar sendingar fram völlinn. Frábær leikur hjá Glódísi og það fáránlegt að hugsa til þess að hún sé bara tvítug. Anna Björk Kristjánsdóttir, miðvörður 6Var nálægt því að gefa gestunum mark um miðjan fyrri hálfleik og klúðraði einnig dauðafæri eftir 13 mínútna leik en gerði annars fátt rangt. Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 8Óþreytandi í að hlaupa upp og niður kantinn og átti margar gullfallegar fyrirgjafir. Ein þeirra skilaði marki og þá náði Hallbera í vítið sem Margrét Lára klúðraði. Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 7Var mjög ógnandi og gerði vinstri bakverði gestanna lífið leitt. Átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem samherjum hennar tókst ekki að nýta. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7Spilaði aftar en oft áður en dreifði boltanum vel og hélt góðu tempói í spilinu. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður 6Hefur átt betri landsleiki en skoraði annað markið á 70. mínútu með góðum skalla eftir flott hlaup inn í teiginn. Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantmaður 7Kom Íslandi á bragðið með góðu marki í 99. landsleiknum. Var róleg framan af seinni hálfleik en óx ásmeginn eftir því sem leið á hann. Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji 7Var mikið í spilinu og síógnandi. Átti nokkrar fínar tilraunir en gekk illa að koma boltanum á markið. Hefði getað fagnað tímamótaleiknum með marki en skaut hátt yfir úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Harpa Þorsteinsdóttir, framherji 6Gerði frábærlega þegar hún lagði upp markið fyrir Hólmfríði. Tók vel á móti boltanum og var lífleg í fyrri hálfleik. Spilaði ekki vel í seinni hálfleik og átti oft í vandræðum með ná tökum á og hreinlega hitta boltann inni í vítateignum.Varamenn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir 5 (kom inn á fyrir Hörpu Þorsteinsdóttur á 70. mínútu) Sást ekki mikið en fór illa með gott færi skömmu eftir að hún kom inn á.Sandra María Jessen - (kom inn á fyrir Hólmfríði Magnúsdóttur á 84. mínútu) Spilaði síðustu mínúturnar en sást lítið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - (kom inn á fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur á 89. mínútu) Kom inn á þegar Margrét Lára fékk heiðursskiptingu undir lokin.
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira