Flóttafólkinu verður skipt milli ríkja ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2015 07:00 Flóttafólk bíður skráningar í búðum í Makedóníu, rétt við landamæri Grikklands. NordicPhotos/AFP Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur gengið heldur illa að koma sér saman um flóttamannakvóta, þar sem hvert ríki tæki við ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við fólksfjölda og efnahagsástand viðtökulandsins. Á fundi innanríkisráðherra aðildarríkjanna í gær var samt tekin ákvörðun um að tekið verði við 120 þúsund flóttamönnum, til viðbótar við þá 40 þúsund sem áður var búið að semja um. Ríkin í austanverðri álfunni hafa verið treg til að vera með í þessu, en reynt verður að leysa úr deilunni á óformlegum leiðtogafundi í Brussel í kvöld. Harðasta andstaðan kemur frá Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þessi ríki stóðu ekki að samkomulaginu sem tókst á fundi innanríkisráðherranna í gær. Ekkert samkomulag hafði náðst á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í gær, og utanríkisráðherrum austur-evrópsku aðildarríkjanna tókst heldur ekki að finna neina lausn á sínum fundi á mánudaginn. Til þess að liðka fyrir var ein hugmyndin sú að ríkin fái greiddar 6.000 evrur frá Evrópusambandinu fyrir hvern flóttamann, sem þau taka við. Þetta samsvarar um það bil 860 þúsund krónum. Þau ríki, sem neita að taka við flóttafólki samkvæmt kvótaskiptingunni, gætu á hinn bóginn þurft að greiða 6.500 evrur til Evrópusambandsins. Þýskaland reiknar með að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári og hugsanlega enn fleiri á næsta ári. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, sendi frá sér skýrslu í gær þar sem minnt er á að Þjóðverjar hafi tekið við þremur milljónum manna frá fyrrverandi austantjaldsríkjum á síðasta áratug 20. aldarinnar, eftir að Berlínarmúrinn féll og þýsku ríkin tvö sameinuðust. Þá hafi Þjóðverjar um sama leyti tekið við nærri 400 þúsund flóttamönnum frá Bosníu og Kosovo, þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst. Árið 1992, þegar Bosníustríðið var að hefjast, flúðu 630 þúsund manns þaðan til annarra ríkja Evrópu, en á þessu ári hafa meira en 700 þúsund flóttamenn leitað hælis í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi, yfir landamærin til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands og svo áfram norður Balkanskaga. „Þetta gengur ekkert án stuðnings frá Tyrklandi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, en hún hyggst nú hefja nánara samstarf við Tyrkland í málefnum flóttamanna. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15 Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur gengið heldur illa að koma sér saman um flóttamannakvóta, þar sem hvert ríki tæki við ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við fólksfjölda og efnahagsástand viðtökulandsins. Á fundi innanríkisráðherra aðildarríkjanna í gær var samt tekin ákvörðun um að tekið verði við 120 þúsund flóttamönnum, til viðbótar við þá 40 þúsund sem áður var búið að semja um. Ríkin í austanverðri álfunni hafa verið treg til að vera með í þessu, en reynt verður að leysa úr deilunni á óformlegum leiðtogafundi í Brussel í kvöld. Harðasta andstaðan kemur frá Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þessi ríki stóðu ekki að samkomulaginu sem tókst á fundi innanríkisráðherranna í gær. Ekkert samkomulag hafði náðst á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í gær, og utanríkisráðherrum austur-evrópsku aðildarríkjanna tókst heldur ekki að finna neina lausn á sínum fundi á mánudaginn. Til þess að liðka fyrir var ein hugmyndin sú að ríkin fái greiddar 6.000 evrur frá Evrópusambandinu fyrir hvern flóttamann, sem þau taka við. Þetta samsvarar um það bil 860 þúsund krónum. Þau ríki, sem neita að taka við flóttafólki samkvæmt kvótaskiptingunni, gætu á hinn bóginn þurft að greiða 6.500 evrur til Evrópusambandsins. Þýskaland reiknar með að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári og hugsanlega enn fleiri á næsta ári. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, sendi frá sér skýrslu í gær þar sem minnt er á að Þjóðverjar hafi tekið við þremur milljónum manna frá fyrrverandi austantjaldsríkjum á síðasta áratug 20. aldarinnar, eftir að Berlínarmúrinn féll og þýsku ríkin tvö sameinuðust. Þá hafi Þjóðverjar um sama leyti tekið við nærri 400 þúsund flóttamönnum frá Bosníu og Kosovo, þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst. Árið 1992, þegar Bosníustríðið var að hefjast, flúðu 630 þúsund manns þaðan til annarra ríkja Evrópu, en á þessu ári hafa meira en 700 þúsund flóttamenn leitað hælis í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi, yfir landamærin til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands og svo áfram norður Balkanskaga. „Þetta gengur ekkert án stuðnings frá Tyrklandi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, en hún hyggst nú hefja nánara samstarf við Tyrkland í málefnum flóttamanna.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15 Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45
Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15
Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28