Flóttafólkinu verður skipt milli ríkja ESB Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2015 07:00 Flóttafólk bíður skráningar í búðum í Makedóníu, rétt við landamæri Grikklands. NordicPhotos/AFP Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur gengið heldur illa að koma sér saman um flóttamannakvóta, þar sem hvert ríki tæki við ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við fólksfjölda og efnahagsástand viðtökulandsins. Á fundi innanríkisráðherra aðildarríkjanna í gær var samt tekin ákvörðun um að tekið verði við 120 þúsund flóttamönnum, til viðbótar við þá 40 þúsund sem áður var búið að semja um. Ríkin í austanverðri álfunni hafa verið treg til að vera með í þessu, en reynt verður að leysa úr deilunni á óformlegum leiðtogafundi í Brussel í kvöld. Harðasta andstaðan kemur frá Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þessi ríki stóðu ekki að samkomulaginu sem tókst á fundi innanríkisráðherranna í gær. Ekkert samkomulag hafði náðst á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í gær, og utanríkisráðherrum austur-evrópsku aðildarríkjanna tókst heldur ekki að finna neina lausn á sínum fundi á mánudaginn. Til þess að liðka fyrir var ein hugmyndin sú að ríkin fái greiddar 6.000 evrur frá Evrópusambandinu fyrir hvern flóttamann, sem þau taka við. Þetta samsvarar um það bil 860 þúsund krónum. Þau ríki, sem neita að taka við flóttafólki samkvæmt kvótaskiptingunni, gætu á hinn bóginn þurft að greiða 6.500 evrur til Evrópusambandsins. Þýskaland reiknar með að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári og hugsanlega enn fleiri á næsta ári. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, sendi frá sér skýrslu í gær þar sem minnt er á að Þjóðverjar hafi tekið við þremur milljónum manna frá fyrrverandi austantjaldsríkjum á síðasta áratug 20. aldarinnar, eftir að Berlínarmúrinn féll og þýsku ríkin tvö sameinuðust. Þá hafi Þjóðverjar um sama leyti tekið við nærri 400 þúsund flóttamönnum frá Bosníu og Kosovo, þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst. Árið 1992, þegar Bosníustríðið var að hefjast, flúðu 630 þúsund manns þaðan til annarra ríkja Evrópu, en á þessu ári hafa meira en 700 þúsund flóttamenn leitað hælis í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi, yfir landamærin til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands og svo áfram norður Balkanskaga. „Þetta gengur ekkert án stuðnings frá Tyrklandi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, en hún hyggst nú hefja nánara samstarf við Tyrkland í málefnum flóttamanna. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15 Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Aðildarríkjum Evrópusambandsins hefur gengið heldur illa að koma sér saman um flóttamannakvóta, þar sem hvert ríki tæki við ákveðnum fjölda flóttamanna í samræmi við fólksfjölda og efnahagsástand viðtökulandsins. Á fundi innanríkisráðherra aðildarríkjanna í gær var samt tekin ákvörðun um að tekið verði við 120 þúsund flóttamönnum, til viðbótar við þá 40 þúsund sem áður var búið að semja um. Ríkin í austanverðri álfunni hafa verið treg til að vera með í þessu, en reynt verður að leysa úr deilunni á óformlegum leiðtogafundi í Brussel í kvöld. Harðasta andstaðan kemur frá Ungverjalandi, Tékklandi, Slóvakíu og Rúmeníu. Þessi ríki stóðu ekki að samkomulaginu sem tókst á fundi innanríkisráðherranna í gær. Ekkert samkomulag hafði náðst á fundi fastafulltrúa aðildarríkjanna í gær, og utanríkisráðherrum austur-evrópsku aðildarríkjanna tókst heldur ekki að finna neina lausn á sínum fundi á mánudaginn. Til þess að liðka fyrir var ein hugmyndin sú að ríkin fái greiddar 6.000 evrur frá Evrópusambandinu fyrir hvern flóttamann, sem þau taka við. Þetta samsvarar um það bil 860 þúsund krónum. Þau ríki, sem neita að taka við flóttafólki samkvæmt kvótaskiptingunni, gætu á hinn bóginn þurft að greiða 6.500 evrur til Evrópusambandsins. Þýskaland reiknar með að taka við 800 þúsund flóttamönnum á þessu ári og hugsanlega enn fleiri á næsta ári. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, sendi frá sér skýrslu í gær þar sem minnt er á að Þjóðverjar hafi tekið við þremur milljónum manna frá fyrrverandi austantjaldsríkjum á síðasta áratug 20. aldarinnar, eftir að Berlínarmúrinn féll og þýsku ríkin tvö sameinuðust. Þá hafi Þjóðverjar um sama leyti tekið við nærri 400 þúsund flóttamönnum frá Bosníu og Kosovo, þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst. Árið 1992, þegar Bosníustríðið var að hefjast, flúðu 630 þúsund manns þaðan til annarra ríkja Evrópu, en á þessu ári hafa meira en 700 þúsund flóttamenn leitað hælis í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi, yfir landamærin til Tyrklands og þaðan yfir hafið til Grikklands og svo áfram norður Balkanskaga. „Þetta gengur ekkert án stuðnings frá Tyrklandi,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, en hún hyggst nú hefja nánara samstarf við Tyrkland í málefnum flóttamanna.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15 Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45
Setja 1.450 milljónir króna í móttöku flóttafólks Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd. 19. september 2015 13:15
Segja flóttamennina ógna Evrópu Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins. 21. september 2015 22:28
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent