Magic og Jordan í draumaliði Shaq en enginn Kobe Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 07:45 Kobe Bryant og Shaq unnu þrjá titla saman með Lakers en voru engir vinir. vísir/getty Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni, valdi draumaliðið sitt í NBA á dögunum og virðist hafa komið af stað tískubólu vestanhafs. Durant var með Magic Johnson sem leikstjórnanda, Kobe Bryant sem skotbakvörð, Michael Jordan í þristinum, Tim Duncan sem kraftframherja og Shaquille O'Neal undir körfunni. Nú er Shaq búinn að velja sitt lið, en hann var fenginn til þess af blaðamanni í New Orleans. ESPN greinir frá. Hann, eins og Durant, er með Magic sem leikstjórnanda en Michael Jordan er í hinni bakvarðarstöðunni. Julius Erving spilar þristinn í liði Shaq, Karl Malone er kraftframherji og Bill Russell, sem vann ellefu titla með Boston Celtics, er miðherji liðsins. „Bill Russell vann ellefu meistaratitla. Charles Barkley er minn maður, en ég er hrifnari af Karl Malone. Svo er það náttúrlega maðurinn sem gerði mig að því sem ég er; Dr. J, Julius Erving. Michael Jordan spilar tvistinn og stóri leikstjórnandinn er Magic,“ segir Shaq þegar hann útskýrir valið. Þessi fjórfaldi fyrrverandi NBA-meistari vildi þó taka eitt skýrt fram þar sem hann vissi að blaðamenn myndu gera stórmál úr því að Kobe komst ekki í liðið hans. „Ég sé alveg vandamálið við að svara þessari spurngu. Fullt af fólki mun sárna þetta val. Síðan munuð þið blaðamennirnir reyna að búa til vandræði þar sem Shaq valdi ekki Kobe. Þá byrjar þetta Shaq og Kobe-dæmi aftur,“ segir Shaq. „En þetta er draumaliðið mitt og mennirnir eru valdir fyrir það sem þeir afrekuðu. Russell er kannski ekki með frábærar tölur, en hann vann ellefu meistaratitla og þann árangur mun enginn bæta,“ segir Shaquille O'Neal.Draumalið Shaq: 1) Magic Johnson 2) Michael Jordan 3) Julius Erving 4) Karl Malone 5) Bill Russell NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni, valdi draumaliðið sitt í NBA á dögunum og virðist hafa komið af stað tískubólu vestanhafs. Durant var með Magic Johnson sem leikstjórnanda, Kobe Bryant sem skotbakvörð, Michael Jordan í þristinum, Tim Duncan sem kraftframherja og Shaquille O'Neal undir körfunni. Nú er Shaq búinn að velja sitt lið, en hann var fenginn til þess af blaðamanni í New Orleans. ESPN greinir frá. Hann, eins og Durant, er með Magic sem leikstjórnanda en Michael Jordan er í hinni bakvarðarstöðunni. Julius Erving spilar þristinn í liði Shaq, Karl Malone er kraftframherji og Bill Russell, sem vann ellefu titla með Boston Celtics, er miðherji liðsins. „Bill Russell vann ellefu meistaratitla. Charles Barkley er minn maður, en ég er hrifnari af Karl Malone. Svo er það náttúrlega maðurinn sem gerði mig að því sem ég er; Dr. J, Julius Erving. Michael Jordan spilar tvistinn og stóri leikstjórnandinn er Magic,“ segir Shaq þegar hann útskýrir valið. Þessi fjórfaldi fyrrverandi NBA-meistari vildi þó taka eitt skýrt fram þar sem hann vissi að blaðamenn myndu gera stórmál úr því að Kobe komst ekki í liðið hans. „Ég sé alveg vandamálið við að svara þessari spurngu. Fullt af fólki mun sárna þetta val. Síðan munuð þið blaðamennirnir reyna að búa til vandræði þar sem Shaq valdi ekki Kobe. Þá byrjar þetta Shaq og Kobe-dæmi aftur,“ segir Shaq. „En þetta er draumaliðið mitt og mennirnir eru valdir fyrir það sem þeir afrekuðu. Russell er kannski ekki með frábærar tölur, en hann vann ellefu meistaratitla og þann árangur mun enginn bæta,“ segir Shaquille O'Neal.Draumalið Shaq: 1) Magic Johnson 2) Michael Jordan 3) Julius Erving 4) Karl Malone 5) Bill Russell
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira