CCP-bræður stofna tölvuleikjafyrirtæki Ingvar Haraldsson skrifar 23. september 2015 11:00 Í tölvuleikjabransanum Guðmundur og Ívar Kristjánssynir hafa áralanga reynslu af gerð tölvuleikja enda voru þeir báðir lengi hjá CCP. fréttablaðið/gva Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness. Leikjavísir Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness.
Leikjavísir Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira