Leiðin til heljar Frosti Logason skrifar 24. september 2015 08:00 Ég er pólitískur bastarður sem hefur aldrei stutt einn stjórnmálaflokk umfram annan. Ég geng óbundinn til kosninga og hef oft tekið ákvörðun um hvern ég kýs þegar ég stend í kjörklefanum. Það eru hvort sem er engar hugsjónir í pólitík, engin prinsipp, bara viðbjóður eins og einhver snillingurinn sagði um árið. Þrátt fyrir þetta get ég haft gaman af því að fylgjast með flokksgæðingum hægri og vinstri aflanna ata hvern annan aur í hinu eilífa kapphlaupi um völdin í þjóðfélaginu. Stóra sniðgöngumálið í borgarstjórn kemur mér einmitt þannig fyrir sjónir. Nú er borgarstjórinn krafinn afsagnar vegna máls sem andstæðingar hans telja um margt mjög svipað máli innanríkisráðherrans sem hrökklaðist með skömm úr núverandi ríkisstjórn. Borgarstjórn gerði sig vissulega seka um samstöðu við réttindabaráttu Palestínumanna og andóf gagnvart mannréttindabrotum af hálfu Ísraelsríkis með vanhugsaðri tillögu um sniðgöngu á ísraelskum vörum í innkaupum borgarinnar. Og innanríkisráðuneytið var á sínum tíma í mjög svipuðum erindagjörðum þegar það vísvitandi sverti mannorð undirmálsmanns, hælisleitanda frá Nígeríu, sem var þá trúnaðarskjólstæðingur ráðuneytisins og stóð algerlega varnarlaus gagnvart því ofríki sem hann var beittur. Málin eru greinilega alveg keimlík. Borgarstjórinn steig strax fram og viðurkenndi mistök. Hann baðst afsökunar og tilkynnti að málið skyldi dregið til baka. Þáverandi innanríkisráðherra keypti auglýsta færslu á Facebook til þess að tilkynna kjósendum að níu ára dóttir hennar hefði bent á að þetta væri jú bara ómerkileg pólitík. Er það ekki eiginlega fullgild afsökunarbeiðni? Sumir sjá það þannig. Þetta minnir auðvitað á máltækið um hvernig leiðin til heljar sé oft og iðulega vörðuð góðum áformum. Í báðum umræddum málum var ásetningurinn augljóslega góður. Er það ekki örugglega alveg borðleggjandi? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Ég er pólitískur bastarður sem hefur aldrei stutt einn stjórnmálaflokk umfram annan. Ég geng óbundinn til kosninga og hef oft tekið ákvörðun um hvern ég kýs þegar ég stend í kjörklefanum. Það eru hvort sem er engar hugsjónir í pólitík, engin prinsipp, bara viðbjóður eins og einhver snillingurinn sagði um árið. Þrátt fyrir þetta get ég haft gaman af því að fylgjast með flokksgæðingum hægri og vinstri aflanna ata hvern annan aur í hinu eilífa kapphlaupi um völdin í þjóðfélaginu. Stóra sniðgöngumálið í borgarstjórn kemur mér einmitt þannig fyrir sjónir. Nú er borgarstjórinn krafinn afsagnar vegna máls sem andstæðingar hans telja um margt mjög svipað máli innanríkisráðherrans sem hrökklaðist með skömm úr núverandi ríkisstjórn. Borgarstjórn gerði sig vissulega seka um samstöðu við réttindabaráttu Palestínumanna og andóf gagnvart mannréttindabrotum af hálfu Ísraelsríkis með vanhugsaðri tillögu um sniðgöngu á ísraelskum vörum í innkaupum borgarinnar. Og innanríkisráðuneytið var á sínum tíma í mjög svipuðum erindagjörðum þegar það vísvitandi sverti mannorð undirmálsmanns, hælisleitanda frá Nígeríu, sem var þá trúnaðarskjólstæðingur ráðuneytisins og stóð algerlega varnarlaus gagnvart því ofríki sem hann var beittur. Málin eru greinilega alveg keimlík. Borgarstjórinn steig strax fram og viðurkenndi mistök. Hann baðst afsökunar og tilkynnti að málið skyldi dregið til baka. Þáverandi innanríkisráðherra keypti auglýsta færslu á Facebook til þess að tilkynna kjósendum að níu ára dóttir hennar hefði bent á að þetta væri jú bara ómerkileg pólitík. Er það ekki eiginlega fullgild afsökunarbeiðni? Sumir sjá það þannig. Þetta minnir auðvitað á máltækið um hvernig leiðin til heljar sé oft og iðulega vörðuð góðum áformum. Í báðum umræddum málum var ásetningurinn augljóslega góður. Er það ekki örugglega alveg borðleggjandi? Ég bara spyr.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun