Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael atli Ísleifsson skrifar 25. september 2015 12:08 Samskipti Íslands og Ísraels hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Vísir/Getty Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur svarað fyrirspurn fréttastofu um hver sé stefna Íslands gagnvart Ísrael. Samskipti ríkjanna hafa mikið verið í umræðunni frá því að borgarstjórn Reykjavíkurborgar samþykkti að við innkaup á vegum borgarinnar skyldi sniðganga ísraelskar vörur. Sú samþykkt var dregin til baka á þriðjudaginn.Í frétt á vef ráðuneytisins frá því í gær segir að síðustu daga hafi fulltrúar utanríkisráðuneytisins verið í sambandi við stjórnvöld í Ísrael, íslenska hagsmunaaðila og erlend fyrirtæki sem flytja inn íslenskar vörur og fulltrúa samtaka gyðinga. Þar hafi „stefna Íslands gagnvart Ísrael verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið.“Landtaka skýrt brot á alþjóðalögumÍ svari ráðuneytisins segir að Ísland og Ísrael hafi í gegnum tíðina átt vinsamleg samskipti og hafi Ísland verið meðal annars í forgöngu þjóða innan Sameinuðu þjóðanna sem beittu sér fyrir stofnun Ísraelsríkis árið 1948. „Pólitísk samskipti á ráðherrastigi og embættismannastigi eru töluverð og í gildi er fríverslunarsamningur á milli EFTA og Ísrael. Þá kemur nokkur fjöldi ísraelskra ferðamanna til Íslands ár hvert og menningartengsl eru fyrir hendi. Íslensk stjórnvöld hafa í gegnum árin og við ýmis tækifæri (einnig fyrir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu) fordæmt landtöku Ísraela á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem og telja hana skýrt brot á alþjóðalögum. Þá tekur fríverslunarsamningur EFTA við Ísrael ekki til landtökusvæðanna,“ segir í svarinu.Útbreiddur misskilningur Fréttastofa spurði jafnframt hver „útbreiddi misskilningurinn“ væri sem hafi verið leiðréttur í svörum ráðuneytisins. Í svari ráðuneytisins kemur fram að sá misskilningur hafi falist í að margir hafi talið að íslensk stjórnvöld hafi sett eða ætlað sér að setja viðskiptabann á Ísrael, að gyðingahatur væri við lýði á Íslandi, að gyðingum væri ekki óhætt að ferðast til Íslands, svo eitthvað sé talið.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Borgarstjórinn reynir að halda öllum góðum í Ísraels-málinu með því að draga það til baka en lofa áframhaldi. Stjórnmálafræðingur telur stöðu hans á vinstri vængnum hafa veikst en telur litlar líkur á að borgarstjórinn fari. 23. september 2015 16:00
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Segja fjármögnun Hörpuhótelsins í uppnámi vegna viðskiptabanns Forstjóri Carpenter & Co, segir Carpenter & Co. ekki skipta sér af íslenskum stjórnmálum eða stefnumótun borgaryfirvalda. 22. september 2015 09:38
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37