Segir borgarstjórn ekki hafa haft val um annað en að draga tillöguna til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2015 19:12 Björk Vilhelmsdóttir er manneskjan á bak við tillöguna um að sniðganga vörur frá Ísrael. Það var hennar síðasta verk í borgarstjórn að leggja hana fram. Vísir/Vilhelm Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samstarfsfélagar sínir í borgarstjórn hafi ekki verið undirbúnir fyrir þau hörðu viðbrögð sem tillaga hennar um sniðgöngu á ísraelskum vörum vakti. Þetta segir Björk í viðtali við palestínskan vefmiðil en hún er nú á Vesturbakkanum þar sem hún sinnir sjálfboðastörfum. Um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn var að ræða og var hún samþykkt í síðustu viku. Tillagan var síðan dregin til baka síðastliðinn þriðjudag á miklum hitafundi í borgarstjórn.Sjá einnig: Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Í viðtalinu segir Björk að tilgangurinn með sniðgöngunni hafi verið „að senda skýr skilaboð til Ísrael um það að við erum meðvituð um hvernig þeir koma fram við Palestínumenn og við vitum að það er ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála og lög.“ Borgarstjórn hafi viljað koma þessu á framfæri á friðsælan en áhrifaríkan hátt. Hún segir að sér þyki leitt að tillagan hafi verið dregin en að hún fyrirgefi fyrrum samstarfsfélögum sínum í borgarstjórn. „Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja enda voru þeir ekki undir það búnir að fá svona hörð viðbrögð frá Ísrael, Bandaríkjunum og þrýstihóp síonista,“ segir Björk. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að fram myndu koma ásakanir um gyðingahatur borgarstjórnar. Að mati Bjarkar er ljóst hvar ábyrgðin á þessum viðbrögðum liggur. „Ég kenni ríkisstjórn Ísraels um. Að mínu mati er hún versti óvinur gyðinga því margir skilja ekki muninn sem er á milli gyðingatrúar og síonisma. Á þessu er þó mikill munur. Gyðingatrú er trú en síonismi er pólitísk hugmyndafræði sem aðskilnaðarstefna Ísraels sprettur úr.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, segir að samstarfsfélagar sínir í borgarstjórn hafi ekki verið undirbúnir fyrir þau hörðu viðbrögð sem tillaga hennar um sniðgöngu á ísraelskum vörum vakti. Þetta segir Björk í viðtali við palestínskan vefmiðil en hún er nú á Vesturbakkanum þar sem hún sinnir sjálfboðastörfum. Um síðustu tillögu Bjarkar í borgarstjórn var að ræða og var hún samþykkt í síðustu viku. Tillagan var síðan dregin til baka síðastliðinn þriðjudag á miklum hitafundi í borgarstjórn.Sjá einnig: Erfið vika meirihlutans: Dagur í ákveðinni klípu Í viðtalinu segir Björk að tilgangurinn með sniðgöngunni hafi verið „að senda skýr skilaboð til Ísrael um það að við erum meðvituð um hvernig þeir koma fram við Palestínumenn og við vitum að það er ekki í samræmi við alþjóðlega mannréttindasáttmála og lög.“ Borgarstjórn hafi viljað koma þessu á framfæri á friðsælan en áhrifaríkan hátt. Hún segir að sér þyki leitt að tillagan hafi verið dregin en að hún fyrirgefi fyrrum samstarfsfélögum sínum í borgarstjórn. „Þeir höfðu ekki um neitt annað að velja enda voru þeir ekki undir það búnir að fá svona hörð viðbrögð frá Ísrael, Bandaríkjunum og þrýstihóp síonista,“ segir Björk. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að fram myndu koma ásakanir um gyðingahatur borgarstjórnar. Að mati Bjarkar er ljóst hvar ábyrgðin á þessum viðbrögðum liggur. „Ég kenni ríkisstjórn Ísraels um. Að mínu mati er hún versti óvinur gyðinga því margir skilja ekki muninn sem er á milli gyðingatrúar og síonisma. Á þessu er þó mikill munur. Gyðingatrú er trú en síonismi er pólitísk hugmyndafræði sem aðskilnaðarstefna Ísraels sprettur úr.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30 Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37 Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Lestu bréfið til borgarstjóra: Fjárfestir vildi að bankastjóri beitti sér í Ísraelsmálinu Íslenski fjárfestirinn Eggert Dagbjartsson vildi að tillagan yrði dregin til baka áður en gyðingar sem standa að byggingu hótels við Hörpu fréttu af henni. 22. september 2015 17:30
Hafa svarað rúmlega 400 fyrirspurnum vegna Ísraelsmálsins Fjöldi erinda hafa borist til sendiráðs Íslands í Washington D.C. 24. september 2015 16:08
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Höskuldur Þórhallsson er ekki ánægður með hvernig Reykjavíkurborg stóð að málum sínum með viðskiptabann á hendur Ísrael. 22. september 2015 14:37
Utanríkisráðuneytið skýrir stefnu Íslands gagnvart Ísrael Ráðuneytið hefur átt í samskiptum við ýmsa aðila þar sem stefna Íslands gagnvart Ísrael hefur verið áréttuð og leitast við að leiðrétta útbreiddan misskilning sem málið hefur valdið. 25. september 2015 12:08