Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. september 2015 07:00 Fólk kemur af baráttufundi í Háskólabíói Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“ Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu þriggja stærstu félaga BSRB við ríkið. Niðurstaða um boðun verkfalls hjá SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu og Sjúkraliðafélaginu (SLFÍ) liggur fyrir í hádeginu næsta þriðjudag. Síðasti fundur, sem haldinn var á þriðjudag hjá ríkissáttasemjara, var árangurslaus. Þriðja félagið sem þátt tekur í viðræðunum er Landssamband lögreglumanna (LL), en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. „Staðan er í rauninni óbreytt,“ segir Stefán Árni Jónsson, formaður SFR. Enn þokist ekkert í samningsátt og mikið beri í milli. Hann segir þó áhugaverðar fregnir af því að Efling og Starfsgreinasambandið færist nær því að loka samningi við ríkið. „Það verður áhugavert að sjá hvað er í þeim, en gagnvart okkur er þetta óbreytt enn sem komið er.“ Umfang aðgerða SFR og SLFÍ er umtalsvert og segir Stefán Árni flestar stofnanir ríkisins koma til með að finna fyrir þeim í einhverri mynd. „Við erum með þessa ófaglærðu hópa inni á þessum ríkisstofnunum, en stillum þessu þannig upp að við byrjum þarna 15. október á fimmtudegi og föstudegi og svo á mánudegi og þriðjudegi í allsherjarverkfalli.“ Sú törn stendur fram í nóvember. Hins vegar verður allsherjarverkfall allt frá byrjun hjá Landspítala, sýslumannsembættum, ríkisskattstjóra og tollinum. Stefán Árni segir ljóst að velflestir ættu að verða varir við aðgerðir félagsins þurfi til þeirra að koma. „Eins og á Landspítalanum þegar ellefu hundruð manns labba út.“ Þá er ljóst að aðgerðirnar trufla útgáfu vegabréfa, leyfisveitingar og ýmsa aðra þjónustu ríkisins. Stefán Árni segist þó ekki úrkula vonar um að samningar náist. „Við vonum að menn fari nú að setjast niður með okkur fljótlega eftir helgi til þess að ræða málin í einhverri alvöru.“
Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira