Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 31-25 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2015 20:45 Elías Már hleður hér í eina neglu. Vísir/Stefán Íslandsmeistarar Hauka komust á toppinn í Olís-deild karla í handbolta eftir sex marka sigur, 31-25, á Fram í kvöld. Fram spilaði fyrri hálfleikinn vel og hefði átt að vera með meira en tveggja marka forystu, 8-10, að honum loknum. Helsta ástæðan fyrir því að munurinn var ekki meiri var Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, sem varði 15 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þar af voru mörg opin færi, hraðaupphlaup og eitt víti. Kristófer Fannar Guðmundsson endaði fyrri hálfleikinn með 50% hlutfallsmarkvörslu en hann fór í gang undir lok hans. Hann fékk hins vegar aðeins 16 skot á sig í öllum hálfleiknum á meðan kollegi hans í marki Hauka fékk á sig 25 skot. Eins og þessar tölur gefa til kynna var vörn Fram mjög sterk en Haukar áttu í mestu vandræðum með að koma skotum á markið. Gestunum gekk betur í þeim efnum en vörn Hauka var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og á 14. mínútu kom Elías Már Halldórsson þeim yfir, 6-5. Heimamenn skoruðu hins vegar aðeins tvö mörk á síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins og misstu smám saman tökin á leiknum. Ólafur Ægir Ólafsson skoraði tvö mörk í röð og kom Fram á bragðið. Gestirnir unnu síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins 5-2 þrátt fyrir að fara illa með góð færi enda var skotnýting þeirra í fyrri hálfleik aðeins 38%. Leikurinn snerist algjörlega á haus í upphafi seinni hálfleiks. Eins vel og gestirnir spiluðu í fyrri hálfleik voru þeir hörmulegir í þeim seinni og Haukar gengu á lagið. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 10-10. Fram komst aftur yfir með marki Arnars Snæs Magnússonar en þá komu níu Haukamörk í röð, þar af fjögur eftir hraðaupphlaup. Það stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleik Fram en leikmenn liðsins gerðu sig seka um ótrúleg mistök sem Haukar refsuðu grimmilega fyrir. Gestirnir urðu reyndar fyrir áfalli eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik þegar Þorgrímur Smári Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasi Má en það skýrir ekki ráð- og stjórnleysið sem var ríkjandi í leik Fram. Eftir þennan ótrúlega 11-1 kafla Hauka var munurinn orðinn átta mörk, 19-11, og leik þar með lokið. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks en sigur Hauka var aldrei í hættu. Lokatölur 31-25, Íslandsmeisturunum í vil. Einar Pétur Pétursson var markahæstur í liði Hauka en hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá níu af 10 mörkum sínum. Elías Már og Janus Daði Smárason komu næstir með sjö mörk hvor. Þá var Giedrius magnaður í markinu með 24 bolta varða, eða 59% hlutfallsmarkvörslu. Ólafur Ægir Ólafsson stóð upp úr í liði Fram með fimm mörk en ljóst er að liðið getur ekki boðið stuðningsmönnum sínum upp þá frammistöðu sem það sýndi í seinni hálfleik.Gunnar: Ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri gegn Fram í kvöld. "Það var eitthvað slen yfir okkur í fyrri hálfleik og við vorum á hælunum, bæði varnar- og sóknarlega og fengum engin hraðaupphlaup," sagði Gunnar en Frammarar leiddu með tveimur mörkum, 8-10, eftir fyrri hálfleikinn og hefðu verið með mun meiri forystu ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Goggi hélt okkur á floti í fyrri hálfleiknum og það var í raun ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir hann. "En það kom allt annað lið inn í seinni hálfleikinn, við vorum beinskeyttari og fengum betri vörn og sókn og hraðaupphlaup, þannig að ég er virkilega ánægður með strákana í seinni hálfleiknum í dag. "Stundum er það þannig að þú nærð ekki að framkvæma hlutina nógu vel og við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. En við bættum úr því í þeim seinni og það gekk allt miklu betur þá." Sigurinn í dag skilar Haukum á topp Olís-deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjum sínum og þá eru Haukar komnir áfram í Evrópukeppninni. "Ég er ánægður með byrjunina," sagði Gunnar sem er á sínu fyrsta tímabili með Hauka. "Það er mikið álag á okkur og við eigum leik strax á fimmtudaginn. Við erum að spila einhverja níu leiki á 27 dögum. En byrjunin er fín en það er mikið eftir og við þurfum að halda einbeitingu," sagði Gunnar að endingu.Guðlaugur: Eiginlega orðlaus Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, var orða vant eftir skelfilega frammistöðu hans manna í seinni hálfleik gegn Haukum í kvöld. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 8-10, en í þeim seinni stóð ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Haukar hófu seinni hálfleikinn á 11-1 kafla og unnu að lokum sex marka sigur, 31-25. "Við komum nokkuð sáttir inn í hálfleikinn en ég er eiginlega orðlaus eftir seinni hálfleikinn," sagði Guðlaugur eftir að hafa messað yfir sínum mönnum inni í búningsklefa að leik loknum. "Ég get voða lítið sagt um hann, nema ég er ofboðslega ósáttur með frammistöðuna, hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og spiluðum úr okkar málum. Og líka hvernig við reyndum að svara þessu áhlaupi Hauka. Það var karaktersleysi sem einkenndi okkur í dag." Frammarar spiluðu fínan fyrri hálfleik og hefðu verið með betri stöðu eftir hann ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Markvarslan hjá Morkunas var frábær. Hann varði úr nokkrum dauðafærum og við hefðum með réttu átt að vera með meiri forystu í hálfleik. Við vorum ósáttir með það og ætluðum að bæta úr því en svo gerðist ekkert," sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka komust á toppinn í Olís-deild karla í handbolta eftir sex marka sigur, 31-25, á Fram í kvöld. Fram spilaði fyrri hálfleikinn vel og hefði átt að vera með meira en tveggja marka forystu, 8-10, að honum loknum. Helsta ástæðan fyrir því að munurinn var ekki meiri var Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, sem varði 15 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þar af voru mörg opin færi, hraðaupphlaup og eitt víti. Kristófer Fannar Guðmundsson endaði fyrri hálfleikinn með 50% hlutfallsmarkvörslu en hann fór í gang undir lok hans. Hann fékk hins vegar aðeins 16 skot á sig í öllum hálfleiknum á meðan kollegi hans í marki Hauka fékk á sig 25 skot. Eins og þessar tölur gefa til kynna var vörn Fram mjög sterk en Haukar áttu í mestu vandræðum með að koma skotum á markið. Gestunum gekk betur í þeim efnum en vörn Hauka var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og á 14. mínútu kom Elías Már Halldórsson þeim yfir, 6-5. Heimamenn skoruðu hins vegar aðeins tvö mörk á síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins og misstu smám saman tökin á leiknum. Ólafur Ægir Ólafsson skoraði tvö mörk í röð og kom Fram á bragðið. Gestirnir unnu síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins 5-2 þrátt fyrir að fara illa með góð færi enda var skotnýting þeirra í fyrri hálfleik aðeins 38%. Leikurinn snerist algjörlega á haus í upphafi seinni hálfleiks. Eins vel og gestirnir spiluðu í fyrri hálfleik voru þeir hörmulegir í þeim seinni og Haukar gengu á lagið. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 10-10. Fram komst aftur yfir með marki Arnars Snæs Magnússonar en þá komu níu Haukamörk í röð, þar af fjögur eftir hraðaupphlaup. Það stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleik Fram en leikmenn liðsins gerðu sig seka um ótrúleg mistök sem Haukar refsuðu grimmilega fyrir. Gestirnir urðu reyndar fyrir áfalli eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik þegar Þorgrímur Smári Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasi Má en það skýrir ekki ráð- og stjórnleysið sem var ríkjandi í leik Fram. Eftir þennan ótrúlega 11-1 kafla Hauka var munurinn orðinn átta mörk, 19-11, og leik þar með lokið. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks en sigur Hauka var aldrei í hættu. Lokatölur 31-25, Íslandsmeisturunum í vil. Einar Pétur Pétursson var markahæstur í liði Hauka en hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá níu af 10 mörkum sínum. Elías Már og Janus Daði Smárason komu næstir með sjö mörk hvor. Þá var Giedrius magnaður í markinu með 24 bolta varða, eða 59% hlutfallsmarkvörslu. Ólafur Ægir Ólafsson stóð upp úr í liði Fram með fimm mörk en ljóst er að liðið getur ekki boðið stuðningsmönnum sínum upp þá frammistöðu sem það sýndi í seinni hálfleik.Gunnar: Ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri gegn Fram í kvöld. "Það var eitthvað slen yfir okkur í fyrri hálfleik og við vorum á hælunum, bæði varnar- og sóknarlega og fengum engin hraðaupphlaup," sagði Gunnar en Frammarar leiddu með tveimur mörkum, 8-10, eftir fyrri hálfleikinn og hefðu verið með mun meiri forystu ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Goggi hélt okkur á floti í fyrri hálfleiknum og það var í raun ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir hann. "En það kom allt annað lið inn í seinni hálfleikinn, við vorum beinskeyttari og fengum betri vörn og sókn og hraðaupphlaup, þannig að ég er virkilega ánægður með strákana í seinni hálfleiknum í dag. "Stundum er það þannig að þú nærð ekki að framkvæma hlutina nógu vel og við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. En við bættum úr því í þeim seinni og það gekk allt miklu betur þá." Sigurinn í dag skilar Haukum á topp Olís-deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjum sínum og þá eru Haukar komnir áfram í Evrópukeppninni. "Ég er ánægður með byrjunina," sagði Gunnar sem er á sínu fyrsta tímabili með Hauka. "Það er mikið álag á okkur og við eigum leik strax á fimmtudaginn. Við erum að spila einhverja níu leiki á 27 dögum. En byrjunin er fín en það er mikið eftir og við þurfum að halda einbeitingu," sagði Gunnar að endingu.Guðlaugur: Eiginlega orðlaus Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, var orða vant eftir skelfilega frammistöðu hans manna í seinni hálfleik gegn Haukum í kvöld. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 8-10, en í þeim seinni stóð ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Haukar hófu seinni hálfleikinn á 11-1 kafla og unnu að lokum sex marka sigur, 31-25. "Við komum nokkuð sáttir inn í hálfleikinn en ég er eiginlega orðlaus eftir seinni hálfleikinn," sagði Guðlaugur eftir að hafa messað yfir sínum mönnum inni í búningsklefa að leik loknum. "Ég get voða lítið sagt um hann, nema ég er ofboðslega ósáttur með frammistöðuna, hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og spiluðum úr okkar málum. Og líka hvernig við reyndum að svara þessu áhlaupi Hauka. Það var karaktersleysi sem einkenndi okkur í dag." Frammarar spiluðu fínan fyrri hálfleik og hefðu verið með betri stöðu eftir hann ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Markvarslan hjá Morkunas var frábær. Hann varði úr nokkrum dauðafærum og við hefðum með réttu átt að vera með meiri forystu í hálfleik. Við vorum ósáttir með það og ætluðum að bæta úr því en svo gerðist ekkert," sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira