Skaftárhlaup er hafið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2015 11:24 Eystri Skaftárketill. Svona leit hann út þegar hlaup hófst síðast, í júní 2010. Veðurstofa Íslands greinir frá því að vatn hafi farið að renna frá Eystri Skaftárkatli í gær. Á grafi sem Veðurstofan birtir á Facebook-síðu sinni, og má sjá hér að neðan, má sjá lækkun íshellunnar yfir katlinum í nótt. „Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Þar kemur fram að hlaup úr eystri kaltinum séu stærri og sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní árið 2010. Íshellan lækkaði hraðar síðustu nótt en sólarhringinn á undan. Fundur stendur yfir hjá Veðurstofu Íslands vegna hlaupsins og verða ekki frekari upplýsingar að fá þaðan fyrr en eftir hádegi. Reikna má með því að í kjölfarið verði send út tilkynning frá Almannavörnum eða Veðurstofunni. Í handbók Veðurstofunnar (PDF-linkur) um Skaftárhlaup segir að hlaupin komi úr svokölluðum Skaftárkötlum í vestanverðum Vatnajökli við það að jarðhiti bræðir jökulinn. „Bræðsluvatnið safnast saman undir jöklinum og hleypur fram þegar vatnsþrýstingur er orðinn svo hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því. Vatnið rennur þangað sem fyrirstaða er minnst, þ.e. er í farveg Skaftár.“ Magnús Tumi Guðmundsson Skafthlárhlaup engar stórfréttir „Skaftárhlaup eru næstum því árleg. Þetta eru engar stórfréttir,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Magnús Tumi segir stóru fréttina þá að heil fimm ár eru frá síðasta hlaupi í Skaftá. Ekki sé um neinar náttúruhamfarir að ræða. Vatn sé ekki byrjað að renna í ána heldur séu það nákvæm mælitæki Veðurstofu Íslands á staðnum sem sýni lækkun íshellunnar. Þannig megi sjá nákvæman feril þess þegar jökullinn sígur og þá hvenær vatnið byrjar að leita undir jökulinn. Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Veðurstofa Íslands greinir frá því að vatn hafi farið að renna frá Eystri Skaftárkatli í gær. Á grafi sem Veðurstofan birtir á Facebook-síðu sinni, og má sjá hér að neðan, má sjá lækkun íshellunnar yfir katlinum í nótt. „Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Þar kemur fram að hlaup úr eystri kaltinum séu stærri og sjaldnar en hlaup úr þeim vestari. Síðast hljóp úr katlinum í júní árið 2010. Íshellan lækkaði hraðar síðustu nótt en sólarhringinn á undan. Fundur stendur yfir hjá Veðurstofu Íslands vegna hlaupsins og verða ekki frekari upplýsingar að fá þaðan fyrr en eftir hádegi. Reikna má með því að í kjölfarið verði send út tilkynning frá Almannavörnum eða Veðurstofunni. Í handbók Veðurstofunnar (PDF-linkur) um Skaftárhlaup segir að hlaupin komi úr svokölluðum Skaftárkötlum í vestanverðum Vatnajökli við það að jarðhiti bræðir jökulinn. „Bræðsluvatnið safnast saman undir jöklinum og hleypur fram þegar vatnsþrýstingur er orðinn svo hár að farg jökulsins nær ekki að halda aftur af því. Vatnið rennur þangað sem fyrirstaða er minnst, þ.e. er í farveg Skaftár.“ Magnús Tumi Guðmundsson Skafthlárhlaup engar stórfréttir „Skaftárhlaup eru næstum því árleg. Þetta eru engar stórfréttir,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. Magnús Tumi segir stóru fréttina þá að heil fimm ár eru frá síðasta hlaupi í Skaftá. Ekki sé um neinar náttúruhamfarir að ræða. Vatn sé ekki byrjað að renna í ána heldur séu það nákvæm mælitæki Veðurstofu Íslands á staðnum sem sýni lækkun íshellunnar. Þannig megi sjá nákvæman feril þess þegar jökullinn sígur og þá hvenær vatnið byrjar að leita undir jökulinn.
Veður Hlaup í Skaftá Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira