„Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 12:15 Skaftárhlaup 2008. vísir „Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
„Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24
Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10