Fótbolti

Íslandsvinirnir í Bate unnu óvæntan sigur á Roma | Öll úrslit kvöldsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Leikmenn BATE fagna þriðja markinu sínu í kvöld
Leikmenn BATE fagna þriðja markinu sínu í kvöld vísir/getty
Hvít-rússneska félagið BATE Barisov vann óvæntan 3-2 sigur á ítalska félaginu Roma á heimavelli í Meistaradeildinni í kvöld en Bate leiddi um tíma með þremur mörkum.

Heimamenn í BATE einfaldlega kafsigldu Ítalana í upphafi leiksins með mörkum frá Filip Mladenovic og Igor Stasevich og leiddi BATE í hálfleik 3-0.

Gervinho og Vassilis Torosidis náðu að minnka muninn í seinni hálfleik en lengra komust Rómverjar ekki og fögnuðu leikmenn BATE sögulegum sigri.

Þá var slegið til veislu á Allianz Arena er Bayern Munchen vann sannfærandi 5-0 sigur á Dinamo Zagreb á heimavelli.

Ekkert virðist geta stöðvað pólska framherjann Robert Lewandowski þessa dagana en framherjinn skoraði þrennu í leiknum. Hefur hann skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum.



Úrslit kvöldsins:



Bate Borisov 3-2 AS Roma

1-0 Igor Stasevich (8.), 2-0 Filip Mladenovic (12.), 3-0 Filip Mladenovic (30.) 3-1 Gervinho (66.) 3-2 Vassilis Torosidis (82.)

Bayern Munchen 5-0 Dinamo Zagreb

1-0 Douglas Costa (13.), 2-0 Robert Lewandowski (21.), 3-0 Mario Götze (25.), 4-0 Robert Lewandowski (28.), 5-0 Robert Lewandowski (55.),

Lyon 0-1 Valencia

0-1 Sofiane Feghouli (42.),

Maccabi Tel Aviv 0-2 Dynamo Kiev

0-1 Andriy Yarmolenko (4.), 0-2 Moraes (50.),

Zenit st. Petersburg 2-1 Gent

1-0 Artem Dzyuba (35.), 1-1 Thomas Matton (56.), 2-1 Oleg Shatov (67.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×