Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús stiga | Úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. september 2015 22:45 Þórey Anna var öflug í kvöld. Vísir/Stefán Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6. Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór fyrir liði sínu í naumum 27-26 sigri á Fylki í 4. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Hrafnhildur gerði sér lítið fyrir og setti 18 mörk í leiknum eða 66,66% marka liðsins í leiknum og gekk Fylkisliðinu ekkert að stöðva hana. Lauk leiknum með naumum sigri Selfoss en Fylkiskonur eru eftir leikinn með fjögur stig eftir fjóra leiki. Íslandsmeistararnir í Gróttu eru líkt og Selfoss og ÍBV með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Grótta vann afar sannfærandi tólf marka sigur á KA/Þór í kvöld. Lovísa Thompson fór fyrir liði Gróttu sem leiddi 14-7 í hálfleik.Úr leik FH og Vals í kvöld.Vísir/StefánÞá vann ÍR sinn fyrsta leik á tímabilinu í dag með 21-17 sigri á HK í Digranesi. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir fór fyrir liði ÍR í leiknum en staðan var 6-5 fyrir HK í hálfleik. Þá fengu Fjölniskonur skell í 19 marka tapi gegn Fram á heimavelli í kvöld en Fram leiddi með 12 mörkum í hálfleik. Lauk leiknum með 38-19 sigri Fram en allir leikmenn liðsins nema einn komust á blað í leiknum en í liði Fjölnis var það Díana Sigmarsdóttir sem var atkvæðamest. Stórleikur Sigurlaugar Rúnarsdóttir kom í veg fyrir að FH næði fyrsta sigri sínum á tímabilinu í 22-18 sigri Vals á FH í Vodafone-höllinni. Jafnt var á liðunum framan af en Valskonur náðu að sigla fram úr í seinni hálfleik. Sigurlaug var atkvæðamest á vellinum með átta mörk en í liði FH var það Ingibjörg Pálmadóttir sem var atkvæðamest með sex mörk. Þá gerðu Haukakonur út um leikinn í seinni hálfleik í ellefu marka sigri á Aftureldingu á heimavelli í lokaleik kvöldsins. Haukar leiddu með einu marki í hálfleik en settu í fluggír í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn.Aldís Ásta komst á blað í leiknum í kvöld.Vísir/stefánÚrslit kvöldsins:HK 17-21 ÍRMarkahæstar: Elva Arinbjarnar 5, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 4 - Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 9, Silja Ísberg 4, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 4.Grótta 24-12 KA/ÞórMarkahæstar: Lovísa Thompson 6, Sunna María Einarsdóttir 4 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 3, Steinunn Guðjónsdóttir 3, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 3.Valur 22-18 FHMarkahæstar: Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Elín Wöhler 4 - Ingibjörg Pálmadóttir 6, Elín Anna Baldursdóttir 5.Fjölnir 19-38 FramMarkahæstar: Díana Sigmarsdóttir 7, Andrea Jacobsen 4, Berglind Benediktsdóttir 4 - Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Elva Þóra Arnarsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 5.Selfoss 27-26 FylkirMarkahæstar: Hrafnhildur Anna Þrastardóttir 18, Adina Ghidoarca 3, Perla Albertsdóttir 3 - Thea Irmani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 6.Haukar 34-23 AftureldingMarkahæstar: Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Ramune Pekarskyte 8 - Thelma Rut Frímannsdóttir 8, Hekla Ingunn Daðadóttir 6.
Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira