Ekki annað í stöðunni en að grípa til aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. september 2015 07:00 Fundur samninganefnda þriggja stærstu félaga BSRB (SFR, SLFÍ, og LL) og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gær var árangurslaus. Annar fundur hefur ekki verið boðaður. Vísir/Gva Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“ Verkfall 2016 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Samninganefnd ríkisins heldur sig við að gerðardómur um kjör BHM og hjúkrunarfræðinga komi ekki kjaradeilu þriggja stærstu stéttarfélaga BSRB og ríkisins við. Þetta segir Árni Stefán Jónsson, formaður SRF – stéttarfélags í almannaþjónustu. Auk SFR eiga í viðræðunum Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) og Landssamband lögreglumanna (LL). Í gær lauk sjöunda fundinum í deilunni eftir að henni var vísað til ríkissáttasemjara. „Fundurinn fór illa, það var enginn árangur af fundinum þannig að ríkissáttasemjari sleit honum bara og annar hefur ekki verið boðaður,“ segir Árni Stefán. Samninganefndir beggja segir hann að haldi sig við sínar kröfur og þeim beri enn mikið í milli. „Það munar eitthvað um ellefu prósentum á okkar kröfum og því tilboði sem ríkið bauð okkur.“ Samninganefnd ríkisins haldi sig jafnframt við að gerðardómurinn í ágúst komi þessari kjaradeilu ekkert við. „Það teljum við mjög einkennilega nálgun, að ríkið ætli að semja við hluta sinna starfsmanna á miklu betri nótum en aðra, sem sannarlega eru þó lægst launaðir.“ Árni segir samninganefnd félaganna hafa verið vongóða fyrir fundinn, sér í lagi í ljósi nýafstaðinna eldhúsdagsumræðna þar sem peningar hafi virst fljóta út úr ríkissjóði. Fyrirstaðan virðist hins vegar ótti við að raska samningum á almenna markaðnum. „En það er náttúrlega bara vitleysa. Við erum að semja við ríkið og höfum bent á það oftar en einu sinni að við erum með 16 prósentum lægri laun en starfsmenn í sambærilegum störfum á almenna markaðnum.“ Þá hafi gerðardómur rökstutt mjög vel að niðurstaða hans hefði engin teljandi áhrif á stöðugleika eða verðbólgu. Árni segir komið að þeirri stund að samninganefndir félaganna leiti í baklandið eftir því hvernig bregðast eigi við þeirri grafalvarlegu stöðu sem uppi sé í viðræðunum. Því hafi nefndin hafnað því að hefja viðræður um sérkröfur og hvíla viðræður um launaliðinn. „Við töldum hvorki stund né stað til þess.“ Næsta þriðjudag, 15. september, klukkan fimm segir Árni Stefán gert ráð fyrir stórum fundi í Háskólabíó þar sem félögin þrjú kalli til sína félagsmenn. „Og spurningin sem við berum undir okkar félagsmenn er um næstu skref. Og við sjáum ekki annað en að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða.“ Einhver tími líður þó áður en til aðgerða getur komið, segir Árni Stefán, því fyrst þurfi að greiða um þær atkvæði og síðan verði að líða hálfur mánuður áður en verkfall taki gildi. „Við náum þessu í fyrsta lagi eitthvað um 5. október.“
Verkfall 2016 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira