Ekkert sem kemur í veg fyrir að Lars geti orðið forseti Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. september 2015 10:00 Lars Lagerbäck getur orðið forseti Íslands. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar tveggja þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur orðið forseti Íslands þrátt fyrir að vera sænskur. Þetta kemur fram í grein Eiríks Elís Þorlákssonar, hæstaréttalögmanns og lektors í lagadeild HR, í Morgunblaðinu í dag. Eftir frábæran árangur karlalandsliðsins í fótbolta, sem tryggði farseðilinn á EM 2016 síðastliðinn sunnudag, hafa margir kallað eftir því að Lars bjóði sig fram til forseta. Hefur meira að segja Facebook-hópur þess efnis verið stofnaður. „Tvennt kemur til skoðunar hvað það varðar. Annars vegar hvort sú staðreynd að Lars er erlendur ríkisborgari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtoginn á Bessastöðum. Hins vegar, ef hann getur orðið forseti, hvort hann geti þá áfram stýrt íslenska landsliðinu í knattspyrnu,“ skrifar Eiríkur Elís. Svarið er já, segir Eiríkur, varðandi spurninguna um hvort Lars geti orðið forseti. Hann þarf einfaldlega að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þar sem hann er orðinn 35 ára gamall. Það fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis. „Almenna reglan hvað varðar Norðurlandabúa er sú að þeir geti fengið ríkisborgararétt á fjórum árum, að öðrum skilyrðum fullnægðum,“ skrifar hann.Má ekki verða alþingismaður Þegar farið er yfir stjórnarskrána virðist heldur ekkert koma í veg fyrir að Lars haldi áfram sem þjálfari íslenska liðsins þó hann verði kjörinn forseti. „Í 9. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti megi ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja,“ skrifar Eiríkur, en kemur þá til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálfari geti skoðast sem starf í þágu þjóðar. „Vinnuveitandi Lars, þ.e. Knattspyrnusamband Íslands, getur hvorki talist opinber stofnun né einkaatvinnufyrirtæki, heldur er það félagssamtök,“ skrfar Eiríkur Elís.“ Það þykir auðvitað hæpið að hinn 67 ára gamli Lars Lagerbäck bjóði sig fram til forseta Íslands á næsta ári og þá stendur til að hann láti af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Evrópumótið á næsta ári. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar tveggja þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu, getur orðið forseti Íslands þrátt fyrir að vera sænskur. Þetta kemur fram í grein Eiríks Elís Þorlákssonar, hæstaréttalögmanns og lektors í lagadeild HR, í Morgunblaðinu í dag. Eftir frábæran árangur karlalandsliðsins í fótbolta, sem tryggði farseðilinn á EM 2016 síðastliðinn sunnudag, hafa margir kallað eftir því að Lars bjóði sig fram til forseta. Hefur meira að segja Facebook-hópur þess efnis verið stofnaður. „Tvennt kemur til skoðunar hvað það varðar. Annars vegar hvort sú staðreynd að Lars er erlendur ríkisborgari hindri að hann geti orðið þjóðarleiðtoginn á Bessastöðum. Hins vegar, ef hann getur orðið forseti, hvort hann geti þá áfram stýrt íslenska landsliðinu í knattspyrnu,“ skrifar Eiríkur Elís. Svarið er já, segir Eiríkur, varðandi spurninguna um hvort Lars geti orðið forseti. Hann þarf einfaldlega að sækja um íslenskan ríkisborgararétt þar sem hann er orðinn 35 ára gamall. Það fullnægir skilyrðum kosningaréttar til Alþingis. „Almenna reglan hvað varðar Norðurlandabúa er sú að þeir geti fengið ríkisborgararétt á fjórum árum, að öðrum skilyrðum fullnægðum,“ skrifar hann.Má ekki verða alþingismaður Þegar farið er yfir stjórnarskrána virðist heldur ekkert koma í veg fyrir að Lars haldi áfram sem þjálfari íslenska liðsins þó hann verði kjörinn forseti. „Í 9. gr. stjórnarskrárinnar segir að forseti megi ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja,“ skrifar Eiríkur, en kemur þá til skoðunar hvort starf hans sem landsliðsþjálfari geti skoðast sem starf í þágu þjóðar. „Vinnuveitandi Lars, þ.e. Knattspyrnusamband Íslands, getur hvorki talist opinber stofnun né einkaatvinnufyrirtæki, heldur er það félagssamtök,“ skrfar Eiríkur Elís.“ Það þykir auðvitað hæpið að hinn 67 ára gamli Lars Lagerbäck bjóði sig fram til forseta Íslands á næsta ári og þá stendur til að hann láti af störfum sem landsliðsþjálfari eftir Evrópumótið á næsta ári.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30 Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30 Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00 Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30 Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Siggi Raggi sannfærði KSÍ um að ráða Lars frekar en Roy Keane Fyrrverandi yfirmaður fræðslumála hjá KSÍ hafði samband við Svíann og kom í veg fyrir að Roy Keane var ráðinn þegar Írinn var inn í myndinni. 7. september 2015 09:30
Sveitastemning hjá strákunum á EM | Sjáðu hvar þeir munu búa og æfa Karlalandsliðið í fótbolta mun halda til í fallegu 50.000 manna bæ í suðaustur hluta Frakklands á meðan mótinu stendur. 7. september 2015 14:30
Lars ætlar ekki að taka aftur við Svíum | Ákveðinn að hætta eftir EM Stendur fastur á því að hætta eftir Evrópumótið á næsta ári og setjast í helgan stein. 7. september 2015 13:00
Ísland er fullkomið lið fyrir Lars Lars Lagerbäck er aftur orðinn elskaður og dáður eins og hann var í Svíþjóð þegar allt lék í lyndi þar. Sænskur blaðamaður segir Svía vera búna að átta sig á því að það var ekki rétt að láta hann fara. 9. september 2015 07:30
Ráðgátan leyst: Lars segir frá því hver átti hugmyndina að fá hann til Íslands "Ég hef þekkt Sigga í mörg ár, í gegnum þjálfaramenntun, setið mörg námskeið með honum. Ég man að við ræddum um þetta haustið 2011. Ég man eftir því að við töluðum saman um þetta [að taka við liðinu]," segir Lars Lagerbäck. 8. september 2015 15:15