Pavel: Biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í körfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 11:30 Pavel var öflugur í sóknarleiknum í gær. Vísir/Valli Pavel Ermolinskij átti sinn besta leik í sókninni í gær þegar Ísland tapaði á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið fékk að kenna á því inn í teig þar sem spænska liðið fór mikið inn á NBA-stjörnurnar sínar Pau Gasol og Nikola Mirotic. „Þeir vita að það er erfitt fyrir þá að ráðast á okkur utan frá vegna þess að við erum litlir og höldum þeim fyrir framan okkur. Við erum veikir undir körfunni og þeir reyna að búa til allt spil út frá stóru körlunum," sagði Pavel Ermolinskij um þá taktík Spánverjanna að ráðast alltaf á íslenska teiginn. „Við vitum það og þeir vita það. Við vitum hvað þeir eru að gera og lifum með þessum skotum fyrir utan og biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í. Það er það eina sem við getum gert með okkar mannskap og okkar hæð," sagði Pavel. „Það er ekkert að fara að breytast og vonandi hittum við bara á dag á morgun þar sem þeir eru að klikka fyrir utan, allt fer ofan í hjá okkur og við skilum bara sigri," sagði Pavel um leikinn við Tyrki í dag. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en jafnframt sá fimmti á aðeins sex sögum. Pavel hefur skorað sex þriggja stiga körfur í síðustu tveimur leikjum og er kominn á fullt inn í mótið hvað varðar sóknarleikinn. „Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim svo að það sé nú bara af og til. Að taka smá pressu af þeim því við verðum að gera það. Þegar þeir eru að standa sína pligt að hinir í liðinu séu að setja niður opnu skotin þegar við fáum þau," sagði Pavel. Pavel Ermolinskij er með 5,0 stig, 3,5 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á EM. Hann hefur enn ekki skorað tveggja stiga körfu en hefur hitt úr 6 af 14 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir 42,9 prósent skotnýtingu fyrir utan. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Pavel Ermolinskij átti sinn besta leik í sókninni í gær þegar Ísland tapaði á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta. Íslenska liðið fékk að kenna á því inn í teig þar sem spænska liðið fór mikið inn á NBA-stjörnurnar sínar Pau Gasol og Nikola Mirotic. „Þeir vita að það er erfitt fyrir þá að ráðast á okkur utan frá vegna þess að við erum litlir og höldum þeim fyrir framan okkur. Við erum veikir undir körfunni og þeir reyna að búa til allt spil út frá stóru körlunum," sagði Pavel Ermolinskij um þá taktík Spánverjanna að ráðast alltaf á íslenska teiginn. „Við vitum það og þeir vita það. Við vitum hvað þeir eru að gera og lifum með þessum skotum fyrir utan og biðjum til guðs að þau fari ekki ofan í. Það er það eina sem við getum gert með okkar mannskap og okkar hæð," sagði Pavel. „Það er ekkert að fara að breytast og vonandi hittum við bara á dag á morgun þar sem þeir eru að klikka fyrir utan, allt fer ofan í hjá okkur og við skilum bara sigri," sagði Pavel um leikinn við Tyrki í dag. Þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu en jafnframt sá fimmti á aðeins sex sögum. Pavel hefur skorað sex þriggja stiga körfur í síðustu tveimur leikjum og er kominn á fullt inn í mótið hvað varðar sóknarleikinn. „Það liggur mikið á ákveðnum mönnum í liðinu í því að skila stigum. Það er gott að geta hjálpað þeim svo að það sé nú bara af og til. Að taka smá pressu af þeim því við verðum að gera það. Þegar þeir eru að standa sína pligt að hinir í liðinu séu að setja niður opnu skotin þegar við fáum þau," sagði Pavel. Pavel Ermolinskij er með 5,0 stig, 3,5 fráköst og 1,3 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á EM. Hann hefur enn ekki skorað tveggja stiga körfu en hefur hitt úr 6 af 14 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir 42,9 prósent skotnýtingu fyrir utan.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. 9. september 2015 22:44
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00