Comma fagnar eins árs afmæli 10. september 2015 14:00 Þau Hjördís Sif Bjarnadóttir og Hilmar Þórarinn Hilmarsson eiga og reka saman Comma í Smáralind. Þau halda nú upp á eins árs afmæli verslunarinnar. KYNNING: "Comma á sér langa og merkilega sögu,“ segir Hilmar Þórarinn Hilmarsson, sem á og rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni, Hjördísi Sif Bjarnadóttur. „Comma er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1973. Á þeim tíma var það háklassa merki á við Dolce Gabbana og Louis Vuitton. Þegar fjölskyldufaðirinn féll frá árið 2000 var Comma keypt af öðru fjölskyldufyrirtæki og endurskipulagt. Comma nær nú að brúa bilið á milli mainstream og hátísku á verði sem höfðar til allra,“ lýsir Hilmar.Boð sem ekki var hægt að hafna Hjördís hefur lifað og hrærst í fataverslunarbransanum frá unga aldri. Móðir hennar rak lengi Parísartískuna og sjálf er Hjördís klæðskeri. Þegar móðir hennar lést eftir veikindi tók hún alfarið við Parísartískunni. „Þá fengum við símtal að utan þar sem okkur var boðið að opna Comma verslun á Íslandi. Við vorum ekkert spennt fyrir að bæta við verslun á þessum tíma en þegar á okkur var þrýst ákváðum við að skoða málið. Við nánari athugun var þetta boð sem ekki var hægt að hafna. Við heilluðumst þegar við sáum klæðnaðinn, verðið og fallegar verslanir Comma,“ segir Hjördís.Miklar vinsældir Comma er afar þekkt í Þýskalandi en aðeins eru þrjú ár síðan slík verslun var opnuð utan landsteinanna. „Sem dæmi um vinsældir verslunarinnar hefur Comma, sem er fágaðri lína verslunarinnar, verið á toppnum yfir söluhæstu verslanir Þýskalands í ár og á topp tíu listanum í þrjú ár. Casual identity línan, sem er grófari lína Comma, hefur verið í sjöunda sæti,“ upplýsir Hilmar.Tólf línur á ári „Flest merki eru með fjórar árstíðabundnar línur en Comma er með nýja línu í hverjum mánuði,“ segir Hjördís og bætir glaðlega við að því séu þau sveitt að taka upp úr kössum í hverri viku. „Það sem heillaði mig sem klæðskera var að þó að þetta séu klassískar vörur þá er alltaf eitthvað spes, einhver skemmtileg smáatriði, við hverja vöru.“Hágæða fatnaður á góðu verði Þau hjónin leggja metnað í persónulega þjónustu og vilja helst geta dekrað sem mest við viðskiptavini sína. „Þeir sem gefa sér tíma geta fengið kaffi, sódavatn eða gos og á góðum stundum jafnvel léttvínsglas,“ segir Hilmar brosandi. Þrátt fyrir þetta er verðið á allra færi segja þau. „Við erum til dæmis með buxur á verðbilinu 7.900 til 19.490 krónur.“Afmælisveisla „Við höfum fengið alveg svakalega góðar viðtökur þetta fyrsta ár,“ segir Hilmar og nú er ætlunin að halda upp á áfangann. „Við munum halda upp á eins árs afmæli Comma í Smáralind í dag og á laugardaginn. Við munum bjóða upp á veitingar, plötusnúð og aðrar uppákomur. Þá verðum við líka með ýmsar afmælisvörur á tilboði,“ segir Hjördís og býður alla velkomna. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira
KYNNING: "Comma á sér langa og merkilega sögu,“ segir Hilmar Þórarinn Hilmarsson, sem á og rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni, Hjördísi Sif Bjarnadóttur. „Comma er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1973. Á þeim tíma var það háklassa merki á við Dolce Gabbana og Louis Vuitton. Þegar fjölskyldufaðirinn féll frá árið 2000 var Comma keypt af öðru fjölskyldufyrirtæki og endurskipulagt. Comma nær nú að brúa bilið á milli mainstream og hátísku á verði sem höfðar til allra,“ lýsir Hilmar.Boð sem ekki var hægt að hafna Hjördís hefur lifað og hrærst í fataverslunarbransanum frá unga aldri. Móðir hennar rak lengi Parísartískuna og sjálf er Hjördís klæðskeri. Þegar móðir hennar lést eftir veikindi tók hún alfarið við Parísartískunni. „Þá fengum við símtal að utan þar sem okkur var boðið að opna Comma verslun á Íslandi. Við vorum ekkert spennt fyrir að bæta við verslun á þessum tíma en þegar á okkur var þrýst ákváðum við að skoða málið. Við nánari athugun var þetta boð sem ekki var hægt að hafna. Við heilluðumst þegar við sáum klæðnaðinn, verðið og fallegar verslanir Comma,“ segir Hjördís.Miklar vinsældir Comma er afar þekkt í Þýskalandi en aðeins eru þrjú ár síðan slík verslun var opnuð utan landsteinanna. „Sem dæmi um vinsældir verslunarinnar hefur Comma, sem er fágaðri lína verslunarinnar, verið á toppnum yfir söluhæstu verslanir Þýskalands í ár og á topp tíu listanum í þrjú ár. Casual identity línan, sem er grófari lína Comma, hefur verið í sjöunda sæti,“ upplýsir Hilmar.Tólf línur á ári „Flest merki eru með fjórar árstíðabundnar línur en Comma er með nýja línu í hverjum mánuði,“ segir Hjördís og bætir glaðlega við að því séu þau sveitt að taka upp úr kössum í hverri viku. „Það sem heillaði mig sem klæðskera var að þó að þetta séu klassískar vörur þá er alltaf eitthvað spes, einhver skemmtileg smáatriði, við hverja vöru.“Hágæða fatnaður á góðu verði Þau hjónin leggja metnað í persónulega þjónustu og vilja helst geta dekrað sem mest við viðskiptavini sína. „Þeir sem gefa sér tíma geta fengið kaffi, sódavatn eða gos og á góðum stundum jafnvel léttvínsglas,“ segir Hilmar brosandi. Þrátt fyrir þetta er verðið á allra færi segja þau. „Við erum til dæmis með buxur á verðbilinu 7.900 til 19.490 krónur.“Afmælisveisla „Við höfum fengið alveg svakalega góðar viðtökur þetta fyrsta ár,“ segir Hilmar og nú er ætlunin að halda upp á áfangann. „Við munum halda upp á eins árs afmæli Comma í Smáralind í dag og á laugardaginn. Við munum bjóða upp á veitingar, plötusnúð og aðrar uppákomur. Þá verðum við líka með ýmsar afmælisvörur á tilboði,“ segir Hjördís og býður alla velkomna.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Sjá meira